10.9.2009 | 23:22
Herbalife er lífstíll
Fór á Herbalife fund áðan. Herbalife hefur gefið fólki mikið, ein hefur losnað við magabólgur og ein önnur sem var þunglynd og í sjálfsmorðshugleiðingum, hefur losnað við þunglyndið og er eins og ný manneskja. Svei mér þá að mér líði ekki betur með Herbalife og er miklu hressari á morgnanna og heilt yfir allan daginn. Næsta mál á dagskrá er að fara í ræktina til að tóna sig.
Ætla að sleppa því að dásama Herbalife en eitt get ég sagt ykkur kæru íslendingar, að þetta er vara sem virkar PUNKTUR...
Ég ætlaði sko aldeilis ekki að fara að nota Herbalife, aldrei aldrei. Núna er ég búinn að nota Herbalife í einn mánuð og líður miklu betur. Vildi óska þess að ég hefði byrjað á Herbalife þegar ég var unglingur, ég held að Herbalife hefði getað hjálpað mér mikið þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2009 | 17:58
Fartölvur
Það líður ekki að löngu þangað til að ég þarf að fjárfesta í nýrri fartölvu. Í dag er hægt að fá allskonar fartölvur og þessvegna langar mig að skapa smá umræðu um ykkar reynslu af fartölvum, tölvur frá hvaða framleiðendum hefur reynst ykkur best og hvaða tölvur sem ekki hafa ekki reynst ykkur vel.
Persónulega hef ég átt tvær fartölvur, eina frá Dell sem ég keypti hjá Pennanum árið 2003 minnir mig og í dag á fartölvu frá Packard Bell sem ég keypti í Elko í janúar 2007. Á sínum tíma kostaði Dell tölvan mig ca. 160.000 þús kr ef ég man rétt, enda var þetta með flottari tölvum á markaðnum árið 2003. Packard Bell tölvan kostaði mig tæpar 80.000 þús kr árið 2007 og hefur reynst mér rosalega vel, fyrir utan að harði diskurinn hrundi í henni og rafmagnstengið í tölvunni er að fara að gefa sig.
Ég hef eiginlega bara heyrt slæma hluti um tölvur frá Hewlett Packard (HP) og þekki nokkra sem hafa ekki gefið þeirri týpu háa einkun.
Ég hef bara heyrt góða hluti um tölvur eins og Acer, Toshiba og Dell. Hinsvegar hef ég ekki heyrt mikið talað um tölvur frá IBM, Fujitsu Siemens, Apple, Lenovo, Asus og ég man ekki eftir fleirum í augnablikinu.
Endilega notið kommentakerfið og segið mér ykkar reynslu af fartölvum!
Svo set ég inn nýja skoðannakönnun, hún er vinstramegin á síðunni og hljómar svona:
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2009 | 19:49
Hvenar er maður manns gaman og ekki?
Maður er t.d. manns gaman þegar þú ert í góðra vinahópi, þegar mikið er hlegið og fíflast. Einning þegar þú ert að hafa það rólegt með vini þínum að spjalla um allt milli himins og jarðar.
Maður er t.d. manns gaman þegar þú hittir nýtt fólk og kynnist því með spjalli eða einhverju sameiginlegu áhugamáli, deilir líkum eða ólíkum skoðunum og fólk sem þú sérð strax að höfði til þín.
Maður er t.d. ekki manns gaman ef einstaklingurinn fær þig til að vilja skjóta þig í hausinn bara við það að viðkomandi einstaklingur opni á sér munninn.
Maður er t.d. ekki manns gaman þegar einstaklingur hefur "alltaf " rétt fyrir sér og veit " alltaf " allt miklu betur en aðrir.
Maður er ekki manns gaman þegar einstaklingur reynir ávallt að gera sem minnst til að komast upp með sem mest.
Maður er ekki manns gaman þegar einstaklingur smjaðrar út í hið óendanlega og býr til slúður um vini sína og kunningja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 23:03
Lífstílsbreyting
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2009 | 18:22
Þarf maður að blogga þegar maður hefur Facebook?
"born in lust turn to dust, born in sin come on in"
P.S. Bætti inn nýrri skoðannakönnun, hún er staðsett vinstramegin á síðunni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 00:38
Fluðm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2008 | 22:58
Euro 2008 ásamt öðru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2008 | 21:04
Boy Shakira / Boy Britney Spears
Boy Shakira er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það var nefnilega maður sem er þrítugur og heitir Luigi sem klæðir sig upp sem Shakira og dansar eins og hún. Hann er með starfrækt Boy Shakira show. Hann kom, sá og sigraði þegar America's got talent var með þátt sinn í Chicago. Hann komst áfram með dansinum sínum. Svo seinnar meir í þáttunum kom hann fram sem Boy Britney Spears.
Ég vill meina að hann hafi verið flottari sem Britney heldur en Shakira.
Ég ætla að setja inn tvö myndbönd, í fyrra myndbandinu er hann Shakira og í því seinna er hann Birtney Spears. Njótið vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 00:30
Hve glöð er vor æska!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.5.2008 | 23:21
Deit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar