Herbalife er lífstíll

Fór á Herbalife fund áðan. Herbalife hefur gefið fólki mikið, ein hefur losnað við magabólgur og ein önnur sem var þunglynd og í sjálfsmorðshugleiðingum, hefur losnað við þunglyndið og er eins og ný manneskja. Svei mér þá að mér líði ekki betur með Herbalife og er miklu hressari á morgnanna og heilt yfir allan daginn. Næsta mál á dagskrá er að fara í ræktina til að tóna sig.

Ætla að sleppa því að dásama Herbalife en eitt get ég sagt ykkur kæru íslendingar, að þetta er vara sem virkar PUNKTUR... 

Ég ætlaði sko aldeilis ekki að fara að nota Herbalife, aldrei aldrei. Núna er ég búinn að nota Herbalife í einn mánuð og líður miklu betur. Vildi óska þess að ég hefði byrjað á Herbalife þegar ég var unglingur, ég held að Herbalife hefði getað hjálpað mér mikið þá.


Fartölvur

Það líður ekki að löngu þangað til að ég þarf að fjárfesta í nýrri fartölvu. Í dag er hægt að fá allskonar fartölvur og þessvegna langar mig að skapa smá umræðu um ykkar reynslu af fartölvum, tölvur frá hvaða framleiðendum hefur reynst ykkur best og hvaða tölvur sem ekki hafa ekki reynst ykkur vel.

Persónulega hef ég átt tvær fartölvur, eina frá Dell sem ég keypti hjá Pennanum árið 2003 minnir mig og í dag á fartölvu frá Packard Bell sem ég keypti í Elko í janúar 2007. Á sínum tíma kostaði Dell tölvan mig ca. 160.000 þús kr ef ég man rétt, enda var þetta með flottari tölvum á markaðnum árið 2003. Packard Bell tölvan kostaði mig tæpar 80.000 þús kr árið 2007 og hefur reynst mér rosalega vel, fyrir utan að harði diskurinn hrundi í henni og rafmagnstengið í tölvunni er að fara að gefa sig. 

Ég hef eiginlega bara heyrt slæma hluti um tölvur frá Hewlett Packard (HP) og þekki nokkra sem hafa ekki gefið þeirri týpu háa einkun.

Ég hef bara heyrt góða hluti um tölvur eins og Acer, Toshiba og Dell. Hinsvegar hef ég ekki heyrt mikið talað um tölvur frá IBM, Fujitsu Siemens, Apple, Lenovo, Asus og ég man ekki eftir fleirum í augnablikinu.

Endilega notið kommentakerfið og segið mér ykkar reynslu af fartölvum!

Svo set ég inn nýja skoðannakönnun, hún er vinstramegin á síðunni og hljómar svona:

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín? 

 


Hvenar er maður manns gaman og ekki?

Maður er t.d. manns gaman þegar þú ert í góðra vinahópi, þegar mikið er hlegið og fíflast. Einning þegar þú ert að hafa það rólegt með vini þínum að spjalla um allt milli himins og jarðar.

Maður er t.d. manns gaman þegar þú hittir nýtt fólk og kynnist því með spjalli eða einhverju sameiginlegu áhugamáli, deilir líkum eða ólíkum skoðunum og fólk sem þú sérð strax að höfði til þín.

Maður er t.d. ekki manns gaman ef einstaklingurinn fær þig til að vilja skjóta þig í hausinn bara við það að viðkomandi einstaklingur opni á sér munninn.

Maður er t.d. ekki manns gaman þegar einstaklingur hefur "alltaf " rétt fyrir sér og veit " alltaf " allt miklu betur en aðrir.

Maður er ekki manns gaman þegar einstaklingur reynir ávallt að gera sem minnst til að komast upp með sem mest.

Maður er ekki manns gaman þegar einstaklingur smjaðrar út í hið óendanlega og býr til slúður um vini sína og kunningja.

 

 


Lífstílsbreyting

Heilir og sælir
 
Núna er ég búinn að vera á Herbalife í þrjár vikur og líkar það rosalega vel. Ég drekk tvo næringasjeika á dag, sem inniheldur tvær skeiðar af næringadufti og eina skeið af próteini. Þrisvar á dag tek ég fjölvítamín og einnig trefjatöflur. Því það er nú einu sinni þannig að fólk í nútíma samfélagi fær ekki nægilega mikið af vítamínum, trefjum og þeim nauðsynlegu efnum sem líkaminn þarfnast úr fæðunni sem það innbyrðir.

Það er ekki auðvelt fyrir alla að setja saman fæðuna þannig að við fáum sem mest af öllum næringaefnum sem líkaminn þarfnast. Við þurfum prótein, kalk, vítamín, trefjar svo fátt eitt sé talið. Fólk hreinlega veit ekki hvaða fæðuflokkar innihalda slík næringaefni. 
 
Milli mála drekk ég mikið vatn og hið geysilega góða te frá Herbalife, te sem er vatnslosandi, innheldur 1/3 magn koffíns  miðað við venjulegan kaffibolla, þ.e.a.s. 66,66% minna koffín, svo er þetta te bæði gott heitt og kalt. Svo borða ég spelt hrökkbrauð og mikið af ávöxtum. 
 
Og án þess að hljóma klisjukenndur að þá líður mér miklu betur eftir að hafa kynnst Herbalife, þó ég sé ekki búinn að nota vöruna í nema þrjár vikur. Herbalife er engin skyndilausn en gríðarleg góð byrjun á nýjum lífstíl og að sjálfsögðu þarf að hreyfa sig svo maður grennist, borða hollan mat, litlar máltíðir fimm til sex sinnum á dag og drekka mikið vatn, því vatn hjálpar til að hreinsa líkamann og heldur honum ungum og fögrum.
 
 
 
 

Þarf maður að blogga þegar maður hefur Facebook?

Ég held að það sé góður grundvöllur fyrir að blogga þó að Facebook hafi tröllriðið heiminum. Facebook er orðinn svo stór vettvangur að allt sem maður skrifar þar týnist í öllu kraðakinu og þessvegna kemst ekkert til skila af því sem maður skrifar.
 
Síðasta færsla sem ég skrifaði á þetta blogg var dagsett 25.júlí 2008, það er því komið meira en ár síðan ég skrifaði hérna. Undir lokin fannst mér það ekki teljast til tekna að blogga, enda hafði ég sáralítið til að skrifa um en í dag er hægt að skrifa um margt. 
 
Núna ætla ég að taka upp á því að skrifa niður hugsanir mínar og mun ég láta allt flakka, hvort sem það er gáfulegt eða ekki. Ég mun koma með kómískar hliðar á málefnum líðandi stundar og ég mun ekki hlífa neinum. Svo skora ég líka á fólk að vera duglegt að kommenta á færslunar hjá mér og hika ekki við að tjá skoðanir sínar.
 

"born in lust turn to dust, born in sin come on in"

P.S. Bætti inn nýrri skoðannakönnun, hún er staðsett vinstramegin á síðunni!

 
 
 

Fluðm

Mér þykir lífið vera svo líflaust þessa dagana. Sumarið er á engan hátt búið að vera eins og ég var búinn að vonast eftir að það yrði. Kannski að fjármálin hjálpi spili þar stóra rullu. Enda er efnahagurinn í landinu í rúst og það er eins og enginn viti hvað eigi að taka til bragðs til að reyna að bæta efnahagsástandið.
 
Ég vill alls ekki skella skuldinni á þá hásettu menn sem stjórna landinu enda getum við íbúar þessa lands skellt skuldinni á okkur, það er nú einu sinni þannig að við erum búin að vera á hressulegu eyðslu fylleríi síðustu misseri. Ekki kunna íslendingar að spara, svo mikið er víst, enda gera ekki margir sér grein fyrir því hvað sparnaður getur gert fyrir okkur og jafnframt fyrir bankakerfið.
 
Ef við tækjum okkur nú öll til og leggðum sparnað inn á banka, þá myndi það styrkja bankanna mikið, bæði innan og utanlands og við viðskiptavinir bankanna værum ekki að tapa neinu, enda sparnaður bara til hins góða.
 
Maður er alltaf á leiðinni að spara en það er bara eins og að maður þurfi á hverri krónu að halda, því ekki er veskið manns mikið til að hrópa húrra fyrir. Ég skora líka á fólk að líta aðeins í eiginn barm áður en það fer að rífast og skammast út í háttsettu, þó svo að það sé margt sem mætti betur fara í stjórnun þessa lands.
 
Það ættu allir að hagræða, fyrirtæki eru að hagræða í sínum rekstri og afhverju ættum við ekki að hagræða í okkur eigin rekstri. Hversu lengi erum við að vinna fyrir einu djammi í bænum? Við eyðum hæglega 15-20.000 kr á einu kvöldi niðri í bæ, það eru 1-3 vinnudagar, en það fer eftir launum að sjálfsögðu.
 
Það vantar, að mér finnst, einhverja kennslu fyrir fólk til þess að læra hvernig á að fara með peninga. Einn kúrs í menntaskóla, fjármál 101, það þarf ekki meira, svo er það hvers og eins að fylgja því eftir í daglega lífinu. Læra um íbúðarkaup, bílakaup, tryggingar, hvað skal varast í lánum, fylla út skattaskýrslu og margt annað í þessum dúr.
 
Svo set ég inn nýja skoðannakönunn. Spurningin er sú: Eyðir þú í sparna? 
 
 

Euro 2008 ásamt öðru

Vá hvað ég dýrka Rússana eftir leikinn gegn Svíum. Þeir spiluðu óaðfinnanlega og tættu vörnina hjá Svíunum sundur og saman. Það voru þrír leikmenn þarna sem eiga örugglega eftir að færa sig um set og fara til einhverra stórra liða í sumar. Andrei Arshavin sem spilar með Zenit,
Roman Pavlychenko hjá Spartak og Yuri Zhirkov CSKA. Þeir mættu allir koma og spila fyrir Newcastle á næstu leiktíð. Og á meðan geta Svíarnir ekki drullast til að nota Kim Kallström í liðinu hjá sér.
Þjálfari Svía Lars Lagerback hugsaði eflaust að hann hentaði ekki inn á miðjuna vegna þess hversu sókndjarfur hann er, en ef hann hætti að hugsa um það og pældi í því hvað Kallström gætti gert fyrir Svíana í sókninni.
 
Þetta mót er búið að vera æðislegt og það er svo sem ekki ýkja mikið sem hefur komið mér á óvart.
Það væri þá helst hversu sterkir Hollendingarnir hafa verið, Frakkarnir eru með mjög lélegt leikskipulag, það er synd, því þetta er flott lið á pappírunum og svo er ég búinn að hafa fulla trú á mínum mönnum í Króatíu og svo vona ég bara að Rússarnir haldi áfram á þessari braut. Enda eru þeir í tussu formi og eiga heilmikið inni. Þeir eru mjög fastir fyrir og spila góðann fótbolta.
 
En þá að öðru. Ég er búinn að vera í sumarfríi síðan 30.maí og ég fer að vinna næsta mánudag. Var fyrir vestan í tvær vikur og leiddist mjög mikið. Sjómannadagshelgin var engu að síður mjög skemmtileg og ekkert út á hana að setja. Svo kom ég til Reykjavíkur á föstudaginn og fór svo á laugardaginn í útskriftarveislu eða partý hjá Berglindi kærustunni hans Arons. Það var haldið á Skógum. Það var mjög gaman, við settum upp flóttamannabúðirnar hans Símons og ég gisti þar, ásamt Hávarði sem gerðist köttur í bóli bjarnar. Það var æðislegur matur og mikið sungið og trallað.
Svo daginn eftir fékk ég að skoða fjósið og fjárhúsin en okkur var hent út eftir að Elmari grýtti einu lambinu beint á andlitið.
 
Svo kíkti ég í partý til Einars á mánudaginn. Við stoppuðum ekki lengi þar því okkur var boðið í partý í íbúðinni við hliðiná Einari. Þar var eitthvað fólk sem við þekktum ekki neitt og ber þar helst að nefna nokkrar danskar stelpur. Ég hef hreina unun af því að spjalla við danskt fólk þegar rakastigið er orðið hátt og reyni yfirleitt að beita dönskunni eftir fremsta megni. En það fer alltaf á eina vegu.
 
Það er sama hversu mikið maður reynir að nota danska hreiminn, danir geta bara ekki skilið mann og plús það að maður kann ekki mikið í dönsku, ætli það sé bara ekki málið. Þá notar maður bara ensku og málin leysast.
 
Svo er aldrei neitt að frétta. Ekki nema að stelpa fréttir það að maður kallaði hana röngu nafni og maður var víst tilbúinn að gangast við barninu hennar. Svo laug ég því að Elmari að hún hefði komið í heimsókn til mín í gær. Ég gerði það viljandi því að Elmar var bara svo spenntur fyrir þessu. 
Face á þig Elmar. Maður verður bara að vera heiðarlegur. 

Boy Shakira / Boy Britney Spears

Boy Shakira er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það var nefnilega maður sem er þrítugur og heitir Luigi sem klæðir sig upp sem Shakira og dansar eins og hún. Hann er með starfrækt Boy Shakira show. Hann kom, sá og sigraði þegar America's got talent var með þátt sinn í Chicago. Hann komst áfram með dansinum sínum. Svo seinnar meir í þáttunum kom hann fram sem Boy Britney Spears.

Ég vill meina að hann hafi verið flottari sem Britney heldur en Shakira.

 

Ég ætla að setja inn tvö myndbönd, í fyrra myndbandinu er hann Shakira og í því seinna er hann Birtney Spears. Njótið vel.

 

 

 

 

 

 

 


 


Hve glöð er vor æska!

Sigurvin Guðmundsson fæddist í Bolungarvík, 6. júní 1985 á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík. Mamma setti stefnuna á að eiga mig 5. júní, því að pabbi hennar fæddist þá. En ég kom nú í heiminn 6. júní enda á ekki ómerkilegri maður en Bubbi Mothens afmæli sama dag og Svala Albertsdóttir litla frænka hans Dóra Skarp reyndar líka, sem er öfgatöff. Ég var nú víst ekki mikið fyrir að vera á spena og færði mig fljótlega yfir á pelann og þótti sopinn betri í pelanum og þykir enn, þó svo að það megi nota spenana í margt annað en að fæða lítil börn. Mér snuðin ofsalega góð líka, snudda eða dudda. Ég gat setið tímunum saman og nuddað snuðinu mínu upp úr teppinu í stofunni og svo nuddaði ég snuddunni með kuskinu á beint á nefið á mér. Snuddan var minn besti vinur enda lagði ég þeirri iðju ekki á hilluna fyrr en ég var 4 ára gamall. Reyndar týndi ég snuddunni minni einu sinni og varð alveg brjálaður. Mamma sagði mér ekki fyrir svo löngu síðan að Maggi hennar Guðrúnar hefði fundið snudduna stuttu seinna og komið með hana til mömmu en mamma sagði honum bara að henda henni, þvílík mannvonska.
 
Í leikskólanum var nú gaman, iðulega reyndi maður að strjúka í burtu, stundum tókst það og stundum ekki. Maður var náttúrulega kolvitlaus eins og alltaf, það var hótað að þrífa munninn á manni með sápu og þess háttar. Svo þegar fóstrunnar gáfust endanlega upp á mér þá bundu þær mig fastann einu sinni, held að það sé bannað. Svo var ég í pössun hjá Gunnu heitinni, mömmu hennar Helenar Jóns. Hún var alltaf svo góð við mig og kippti sér ekki mikið upp við lætin í mér. Hún fór með mig á leikskólann og svo kom hún að ná í mig og fóstrunar fóru að kvarta undan minni hegðun, þá sagði Gunna bara: Æji þessi elska. Nákvæmlega Gunna, þakka þér fyrir þessa jákvæðni.
 
Svo fór Gunna með mig á Geirastaði og þar bar meint óþekkt mín á góma, mamma hennar Gunnu var nú ekki lengi að finna ráð við óþekktinni í mér, hún náði í þá stærstu sprautu sem ég hef nokkurntímann séð og sagði við mig ef ég væri ekki stilltur þá mundi hún sprauta mig. Þá varð ég allaveganna stilltur um sinn en það átti fljótt eftir að breytast aftur til hins verra.
 
Enn í grunnskóla hélt strákurinn, með Turtles skólatösku af dýrustu sort, fólk var greinilega ekki að átta sig á því hvað það var að kalla yfir sig.  Þar skiptust á skin og skúrir, aðallega skúrir og smá haglél. Ég var undir borðum, upp i gluggakistum, kjaftandi út í eitt og annað tilfallandi. Það má segja að ég hafi verið maður sem hélt kennaranum við efnið og lét hann ekki komast of auðveldlega í gegnum daginn.
 
Við strákarnir gerðum ýmislegt af okkur, því man ekki eftir neinum sérstökum hádegisviðburð sem ég skipulagði sjálfur. Það var t.d. vinsælt í handmenntartíma að kasta títuprjónum í viftuna sem hringsnérist á ógnarhraða í stofunni.  
 
Hegðun mín var viðvarandi vandamál í bekknum. Ég man að í 2.bekk þá var Kristín Örnólfs umsjónarkennarinn okkar. Foreldrar mínir létu mig þá fá litla bók og eftir skóladaginn átti ég að rétt kennaranum þessa bók og átti kennarinn að skrá niður hegðun mína heilt yfir daginn. Svo átti ég að taka bókina til baka og sýna Mumma og Signýju afrakstur hegðunar dagsins. Veit nú ekki alveg hverju þessu skilaði því ég batnaði alls ekkert í hegðun þó svo að foreldrar mínir voru orðnir metvitaðari um hegðun mína. Stilltu krakkarnir fengu alltaf stimpil fyrir góða hegðun, sá stimpill innhélt annaðhvort broskall eða fýlukall, ég tippaði ávallt á fýlukallinn. Enn eitt skiptið varð ég fyrir vonbrigðum, því þá fékk ég broskall og bekkurinn klappaði fyrir þessum merkilega áfanga í mínu lífi,
enda urðu þáttskil í mínu lífi með þessari viðurkenningu og bý ég ennþá að þessari viðurkenningu.
 
Eitt sem ég gat aldrei skilið í grunnskóla var danskennsla. Í 5.bekk byrjuðum við að læra dans, þetta var það versta sem skólinn gat gert. Strákar þola stelpur ekki í 5.bekk og ekki nóg með það, við þurftum að dansa við þær. Dansinn fékk nú ekki að njóta sín nema í nokkrar mínútur í hverjum tíma enda vorum við strákarnir löngu búnir að sleppa takinu af dömunum og farnir að gera eitthvað allt annað, t.d. að glamra á píanóið. Mikið máttu stelpurnar líða. Stundum varð það svo slæmt að tíminn gat ekkert byrjað því við gátum ekki setið stilltir og prúðir og það fór dágóður tími í að reyna að byrja kennsluna.
 
Eitt skiptið þurfti Snævar að dansa við stelpu sem mér líkaði ekkert allt of vel við. Og þar sem ég er vinur hans Snævars vildi ég gera honum greiða og losa hann undan þessu. Ég vafði upp dagblað þannig að það varð þetta fína barefli og svo lét ég bara vaða í andlitið á stelpunni.
Elín Þóra hans Elvars Stefáns og mamma hans Auðuns var að kenna okkur dans og vill ég koma fram þakkæti til hennar fyrir að halda geðheilsunni eftir þessa baráttu.
 
Það kemur framhald síðar 
 
 

Deit

Já mamma deitaði einu sinni Didda Rós og Kjartan hennar Settu.

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband