1.2.2007 | 22:50
Saman í blíðu og stríðu
Ég kátur stunda kvennafar og kann að súpa úr glasi. Núna er kominn mín fjórða eða fimmta tilraun til að reyna að blogga. Ég meina það er ekkert sem bendir til þess að ég nenni því, menn verða bara að gretta sig, það þýðir ekkert liggja bara eins og rotaður selur, því maður er manns gaman. I see you when you get there! Hann Biggi minn er að þrýsta á mig að blogga, ég legg það ekki í vana minn að hlusta á eitt einasta orð sem kemur út úr hans munni, enda er hann ekkert nema kjafturinn. Það er nefnilega vandamálið með hann Bigga, að hann spilar sig rosalega stórt. T.d. þegar að hann segir að eitthvað lag sé lélegt eða einhver bíómynd sé ekki góð, þá er það bara útaf því að hann samdi ekki lagið eða myndina. Jóhannes Geir hins vegar er búinn að tapa stríðinu við lufsurnar á höfðinu á sér og snoðaði sig í gær frekar en í fyrradag. Enda er hann orðinn eins og Ómar Ragnarsson. Ég ætla svo að kíkja á þorrablót Bolvíkingafélagssins á laugardaginn 3. febrúar og blanda geði við gesti og gangandi. Kannski verð ég kynþokkafullur, kannski verð ég blindfullur og ógeðslegur, en eitt er víst, ég er alltaf skemmtilegur og aðlaðandi. En það má segja að Snævar sé ekki eins og fólk er flest, þó að geisli af honum kynþokkinn, þá vantar herslumuninn finnst mér. Ég er líka einhleypur, þótt að þið hafið heyrt sögur af því að ég ætti kærustu, þá eru þær fullyrðingar ekki sannar og legg ég til að frv. verði að lokinni umræðunni vísað til 2. umræðu og hæstvirtrar allherjarnefndar.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.