Allskyns hugmyndir um framtíðina og hið ljúfa líf

Núna er ég á tuttugastaogöðru aldurs ári, hef ekki lokið stúdentsprófi en hef að sjálfsögðu klárað leiksskóla og grunnskóla. Mér finnst skóli lífsins vera meira en nóg fyrir mig, ég hyggst ekki í nánustu framtíð að leggja það á mig að læra eitthvað að viti. Ég tek aðeins einn dag fyrir í einu, nenni ekki að spá of mikið í því hvað gæti gerst og hvað hefði getað gerst. Að stofna fjölskyldu og eignast börn og þess háttar er ekkert sem ég þrái akkurat núna, þess vegna hugsa ég ekkert um það. Ef það gerist þá gerist það. Ég vill vera frjáls eins og fuglinn, fara mínar eiginleiðir í lífinu og gera það sem ég vill, svo framarlega að ég geri engum illt eða særi neinn. Fólk hefur endalausar áhyggjur af einhverju sem skiptir engu máli, einhverjum hlutum sem mig varðar ekkert um að vita og langar ekkert til að vera að velta mér upp úr. Ég vill vera vinur vina minna, vill geta umgengist þá eins mikið og ég get, áður en þeir fara að stofna fjölskyldu, því þá breytist forgangsröðunin á öllu. Tala nú ekki um ef vinir manns eignast konur sem ég mundi ekki þola, þá væri ekki gaman að heimsækja þá, bara útaf því að maður þolir ekki eiginkonur þeirra, það væri frekar pirrandi. Það má nú samt segja að ég pæli í þessu upp að ákveðnu marki. En svona er lífið magnað, sofa, borða, kynlíf, konur, börn, hús, bíll, tölva, sjónvarp, bjór, brennivín og allt saman er þetta það sem heldur í manni lífinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En eiturlyf??

 Hansel 

Hansel (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 12:04

2 identicon

Eiturlyf eru á bannlista Ævar Örn!

ÁstaMaría 

Ásta María (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband