Save the last dance for me

Núna er ég alveg bandbrjálaður. Ég á að vera að finna hjá svakalega fínu fyrirtæki sem heitir Samskip. Í deildinni minni er alltaf allt bilað, færibandið sem varan fer á er búið að vera bilað síðan ég byrjaði að vinna þarna fyrir ca. átta mánuðum síðan. Lyftarinn sem ég vinn á er krónískur heilageldingur, lekur glussi úr honum, pinnarnir til að lyfta göfflunum og húsinu upp eru algjörlega í fáránlegu ástandi. Þetta fær mig til að gera mig brjálaðan, svo er alltaf verið að gera við þetta, svo þegar er búið að gera við þetta þá bilar eitthvað annað og annað og annað. Og það er ekki nóg að það sé alltaf allt bilað, þá eru launin ekkert til að hrópa húrra fyrir, maður er á dagvinnukaupi frá 8-16, tímakaupið er rúmlega 780 kr á tímann og yfirvinnan þá rúmar 1390kr. Maður er stundum að vinna til níu- tíu á kvöldin og eina sem bjargar þessu starfi fyrir mann að það er yfirvinna, sem getur hækkað aðeins launin. En á maður að þurfa að vinna mikla yfirvinnu til þess að fá mannsæmandi laun, má fólk ekki lifa eðlilegu lífi og þurfa ekki að helga lífi sínu vinnunni að stærstumm hluta. Þegar ráðamenn þjóðarinnar eru að ljúga að fólkinu í landinu, að allir hafi það svo gott, og að lægstu launin hafi hækkað, þá er það mesta vitleysa sem ég hef heyrt. Þeir reikna þessi meðallaun, með yfirvinnukaupi. Þannig að það er ekki skrítið að þessi meðallaun hafi hækkað, það á auðvita ekki að reikna út dagvinnukaup fólks með yfirvinnu, því að yfirvinna er betur þekkt sem aukavinna. Svo heldur þessi fíni og flotti eigandi Samskipa ægilega flotta afmælisveislu, sem kostaði á milli 150-200 milljónir og gefur svo 1000 milljónir í sjóð til hjálpar bágstöddum í Afríku. Væri þessum manni ekki nær að líta aðeins yfir öxlina og horfa á starfsfólkið í fyrirtækinu hjá sér og hækka launin hjá þeim. Það er gjörsamlega verið að hjakkast í rassgatinu á mér í þessum efnum og hér með segi ég: Stopp nú stýrimann. Farið til andskotans....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Auðvitað þarf fyrirtækið að herða sultarólina á sjálfu sér og starfsfólkinu svo að topparnir geti verið ríkir og gjafmildir og góðir og frægir.

Hlynur Þór Magnússon, 6.2.2007 kl. 19:23

2 identicon

Já láta þessa andskota heyra það. Birgiro

biggio (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 15:18

3 identicon

Er ekki best að vinna í lottó? annars er ég sammála Hlyn þór magnússyni.. Hann er með puttann á púlsinum, annað en þú, ávallt með hann upp í rassgatinu.. En ég fíla það..

Hansel (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband