We've got tonight

Maður er manns gaman, sjaldan er ein báran stök, svo bregðast krosstré sem önnur tré, margur verður af aurunum api, oft er í holti heyrandi nær, betri er krókur en kelda, hver er sinnar gæfu smiður, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, allt er gott í hófi. Svona gæti ég haldið áfram að telja, en ég kýs að gera það ekki. Er ekki skrítið að þjóðfélagið sé að verða geðveikt, mér finnst lífið vera að þjótan fram úr mér, tíminn líður alltof hratt. Mér finnst stutt í það að ég verði þrítugur, hvað þá fertugur og fimmtugur. Maður verður bara að gera sem best úr þessu, drekka sig fullan við hvert tækifæri og láta eins og asni, fara svo í syndaaflausn í Engihjallann á sunnudögum og tala um það allt sem miður fer í lífinu eins og enginn sér morgunndagurinn. Ég þrái ekkert starfsheiti, ég mundi ekki vilja vera titlaður sem bankastjóri, lögfræðingur eða kokkur. Bara sem tittlingaskítur í kompu sem á að þóknast öðrum, sérstaklega þeim sem lykta illa. Er að spá í að selja sál mína andskotanum og eignast bráðabirgða ríkidæmi, fá að eiga það og eyða öllu sem ég get í svona tíu ár og mundi ég drepast hamingjusamur, enda búinn að kaupa mér sem ég vildi og væri búinn að prófa allt sem hægt er að gera í þessu jarðneska lífi. Ekki einhverjar ítalskar partýbollur með pennepasta og súpunni frá deginum áður. Ef kona byði mér blíðu sína, yrði ég að afþakka, drottinn heyr mína bæn. Er lífið alltaf dans á rósum, meira kannski vals á túnfíflum og brenninetlum, þó svo að rósirnar komi stundum inn á milli, en þá fölna þær fljótt. Þarf ekki alltaf tvo til að dansa tangó, ég veit það ekki, þú getur rænt banka einn, eða er verið að ræða eitthvað vandamál, hverjum er ekki sama. Hví skapaði guð syndina? Við erum ekkert nema syndarar, og hann svakalega hissa núna, þú skapaðir mig, áttaðu þig á þessu sjálfur. Það þýðir ekkert að senda mig á einhverja stofnun, ég yrði bara bara fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi, yrði það skárra en syndin. Þið megið ekki túlka mín orð eins og ég sé genginn í söfnuðinn og sé frelsaður. Allt hefur upphaf og endi, mis fallegann og mis langan. Mitt er þitt og þitt er mitt, nema hjá sumum, mitt er mitt og þitt er mitt þegar mér hentar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já sigurvin. Það verður ekki skofin af þér syndin! Farðu bara í djáknanám eða prestin! Þeir eru nú ekki beint þekktir fyrir skírlífi og hófsemi.

biggio (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 573

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband