Draumur

Mig dreymdi ömmu mína og afa í nótt. Afa minn þekkti ég ekki neitt, enda var hann sjúklingur síðan ég man eftir og þar af leiðandi átti hann erfitt með að tjá sig. Ég er alnafni afa míns og er ég alveg hrikalega stoltur af því. Það versta er að ég gat aldrei talað um neitt við hann, mig langað svo til að gæti sagt mér sögur og gæti ráðlagt mér hvað ég gæti gert við lífið. Mig hefur dreymt það að afi hafi verið að spjalla við mig, mig langaði að gráta þegar ég vaknaði, það var svo ánægjulegt að heyra eitthvað frá honum. Amma var alveg yndisleg kona, ég veit ekki um betri manneskju, hún stjanaði við mann og klappaði manni og spurði alltaf sömu spurninganna, aftur og aftur, mér þótti vænt um það. Ég sé bara svo eftir því að hafa ekki heimsótt ömmu meira, skammast mín fyrir það. Núna eru amma og afi vonandi hjá guði, ef hann er þá til og öllum líður vel, maður getur kannski huggað sig við það að maður fái kannski að hitta þau aftur, þá býð ég afa í glas og ömmu í dans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afhverju henntir þú skemmtilegu færslunni og settir svona gay færslu í staðinn?

kolb1 (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband