12.4.2007 | 23:09
Ef ég væri...
Ef ég væri kominn af geðveikt ríkri fjölskyldu, hvar væri ég þá staddur í lífinu?Ef mamma og pabbi hefðu ekki skilið, hvar væri væri ég þá? Ef ég væri hot, hvar væri ég þá? Ef ég ætti engin systkini, hvar væri ég þá? Ef ég ætti enga vini, hvar væri ég þá? Ef ég væri, ef ég væri.
Já maður getur endalaust velt þessu fyrir sér. Ef ég hefði gert þetta, þá væri ég að gera eitthvað allt annað. Þá væri ég kannski á öðru ári í háskóla. Ef ég hefði ekki hætt að hreyfa mig, þá væri ég ekki feitur. Hefði ég alist einhversstaðar annars staðar en í Bolungarvík, þá hefði ég ekki kynnst mikið af því góða fólki sem býr þar. Ef ég hefði ekki farið í Framhaldsskólann á Laugum eða í Menntaskólann á Ísafirði, þá hefði ég ekki eignast alla þessa góðu vini sem ég á.
Ef ég kærleik vini sýni, þá sýna mun kærleik tilbaka. Ef kærleik vinum sýnum, í faðmlögum eða orðum, þá kæta muntu vini þína, í góðu eða illu.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.