14.4.2007 | 02:13
Totally
Hæ. Þetta er Sigurvin. Þetta er bloggið mitt. Hér skrifa ég einhverja vitleysu sem fólk kýs að lesa. Stundum er ekki auðvelt að gera fólki til geðs, fólk er eflaust að bíða eftir að ég skrifi eitthvað sniðugt, eða það held ég allaveganna. Biggi Olgeirs er t.d. ekki búinn að blogga síðan einhverntíman þegar sólrisan á Ísafirði var, Ívar P hendir inn einni færslu svona stöku sinnum og Jói Guðna bloggar t.d. ekki neitt, því að hann á ekkert blogg. Maður þarf svo sem ekkert að vera einhver merkilegur penni til að skrifa bloggfærslu, þú skrifar bara það sem langar hverju sinni, það fyrsta sem þig dettur í hug. Stundum hefur maður frá einhverju merkilegu að segja úr sínu lífi eða lífi annara, en ef maður hefur ekkert að segja, að þá skáldar maður bara eitthvað og bullar. Ég bulla t.d. rosalega mikið, hegða mér stundum kjánalega og reyni stundum að vera fyndinn þegar augnablikið býður ekki upp á það. Ég er nátturulega bara maður augnabliksins, þegar ég sé tækifæri til að fara með gamanmál, þá læt ég það flakka. Það er ekki ætlunin að særa neinn, stundum missir maður bara hluti út úr sér á kolröngu augnabliki. Mér finnst miklu skemmtilegra að hlæja heldur en að gráta, manni líður miklu betur í góðum félagsskap þegar menn eru að grínast og fara með gamanmál. Tala nú ekki um ef menn fá hláturskast og geta engan vegið hætt að hlæja. Það er þetta óvænta sem fær mann til að hlæja mest, það verður að grípa augnablikið. Ég og Ævar vorum einu sinni í heimsókn hjá manni sem ég kýs að kalla Blackcock and two girls sucking his cock. Við vorum búnir að vera í langan tíma að reyna að tengja DVD spilarann hans og reyna að fá myndina Children of men í sjónvarpið. Og svo allt í einu gerist það, við fengum þessa fínu mynd upp á skjáinn, ekki Children of men heldur það sótsvartasta blökkumannaklám sem ég hef séð. Blökkumaður situr með sitt reður út í loftið og þar eru tvær blökkumannakonur að gefa honum munnmök. Ég og Ævar gátum ekki hætt að hlæja enda var þetta örugglega svolítið óþægilegt fyrir manninn sem átti spóluna sem var í videotækinu að horfa upp á okkur vera að hlæja af þessu.
Ég veit ekki hvað ég mundi gera ef það væri ekki gamanefni í þessu lífi, pælið í því ef það væri ekki til hlátur og maður þyrfti bara að gráta í staðinn fyrir að hlæja, en það er líka hægt að grenja úr hlátri en þá grenja menn ekki bókstaflega heldur er bara tekið svona til orða. Þegar ég hlæ mikið þá fæ ég verk í magann og á erfitt með að anda. Það er ekki gott á meðan því stendur en það er svakalega gott eftir á, svona eins og þegar maður er búinn að hlaupa mikið og er alveg uppgefinn eftir það.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður eyðir lítilli sem engri orku í að segja lol...
En það er bara ekki eins gaman og að fá hláturskrampa.. =)
Ég lolla samt bara á þessa færslu þar sem ég er bara einn í tölvunni minni því það er ekki jafn gaman að fara í hláturskast þegar maður er einn.. Þó svo að ég hafi nú alveg flissa þegar ég rifjaði upp Blackcock og ævintýri hans..
Hansel (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 03:04
Merking LOL hefur líka gleymst, það er notað núna í kaldhæðni eða einhverju skondnu sem ekki ert vert að hlæja af. En eins og allir vita þá er þetta tölvumál og stytting fyrir Laughing out Loud sem sagt að maður sé að hlæja upphátt fyrir framan tölvuna sína....
Ívar Péturs (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 11:47
Ég veit ekki betur en Ívar splæsi annað slagið í einn lollara djöful.
Sigurvin Guðmundsson, 14.4.2007 kl. 13:13
siffi lús.. akureyri er full af illaöldnum krakkagrísum. það er ekki hresst. en einu sinni vorum við líka sjúklega full á söngvakeppnini á akureyri. það var hins vegar hressssandi. VÁ JÁ. ég á svo góðar myndir af því ralli.
elsku þú....
ég vildi að þú værir með mér oftar og við gætum hlegið saman hátt og skellt okkur á læri.
Viktoría (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 17:52
Já ég held að ég gangi nú bara heim. Það var magnað síðast á söngkeppninni á Akureyri, vorum heima hjá Ragga og Árna að horfa á keppnina þar og ég drapst fljótlega áfengisdauða.
Sigurvin Guðmundsson, 14.4.2007 kl. 19:01
nei bjáni ég var ekki að meina þá. þá var ég líka spikólétt og ekkert í tuskinu.
ég er að meina þegar við vorum með bústað í varðgjá og allir voru þar að djamma djamm djammjamm...
það voruuu góðir tímar.
Viktoría (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 20:09
Totally..
Hansel (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.