Concorde

Hvað get ég sagt, hvað get ég gert. Fór að spá í Biblíuna áðan. Til hvers var Biblían skrifuð. Fór að spá í því hvað það væri gaman, ef það er til himnaríki og maður fari þangað þegar maður deyr, hvað það væri ógeðslega gaman að hitta mikið af fólki þar. Ég mundi plögga saman rosalegri hljómsveit og halda svakalegasta partý sem haldið hefur verið. Í hljómsveitinni yrðu John Lennon, Freddie Mercury, Elvis Presley, Ray Charles, George Harrison og Johnny Cash, vantar samt einn trommara. Svo mundi ég fá mér í glas með með öfum mínum og dansa við ömmur mínar, þetta væri skothelt. En svo er spurningin, fer sálin upp til himna eða er líkaminn og andinn inn í honum bara keðjuverkun sem fær líkamann til að halda sér gangandi. Ég hallast að því að samspil allra lífæra stjórni þessu. Menn þurftu samt að skrifa heila bók, þ.e. Biblíuna bara til þess að fá fólk til að trúa einhverju og að það væri líf eftir þetta líf og drottinn mundi hjálpa okkur í gegnum lífið. En hver er staðreyndin. Fólk fæðist fatlað, menn fá allskonar sjúkdóma sem þeir geta dáið úr og maður missir ástvini sína í hræðilegum slysum. Hvernig getur drottinn gert manni það. Fyrir mitt leiti ættu allir að vera sáttir að fá að lifa í 80-100 ár, maður hefur ekkert við meira að gera þegar maður er orðinn hundgamall. Ég segi ekki að það væri ekki gaman að fá framhaldslíf og ef það væri, þá væri það annsi mikil áhætta. Þú gætir fæðst sem blökkumaður í Afríku eða sem hundur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

finn ég lykt af rasisma.

þetta blogg fær falleinkun

kolb1 (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 19:11

2 identicon

Kolbeinn þú ert sá maður í íslensku þjóðfélagi sem að ætti síst að vera að gefa einkunnir, hvað er að því að hrósa happi yfir því að hafa fæsðst iðjuleysingi á Íslandi í stað þess að vera flugnabitið blökkubarn sem að kemst aldrei á sjóinn?

en mitt lineupp á hljómsveit yrði svona(vonandi verða þeir dauðir á undan mér og ég skal hita upp fyrir þitt band)

Þór Sveins (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband