Út-lendingar

Ég vinn með þremur mönnum sem eru útlendingar, tveir frá Sri Lanka og hinn er frá Hollandi. Annar Sri Lankabúinn talar bara ágætis íslensku en hinn getur komið út úr sér einu og einu orði, enda er hann ekki mikil félagsvera. Hollendingurinn hins vegar, sem heitir Andries Bosma, fertugur fyrrverandi hermaður í hollenska hernum, hann talar mjög góða íslensku, enda búinn að vera hérna í tíu ár og einning sótti hann íslenskunám. Svo mæti hann með barmmerki í vinnuna í dag og þar stendur: Ég er af erlendum uppruna! Ég vill meina að útlendingar í landinu séu farnir að færa sig heldur betur upp á skaftið með því að gefa út svona merki. Ég fer ekki í vinnuna á morgunn með barmmerki sem stendur: Ég er af innlendum uppruna, hypjið ykkur í burtu. Mér finnst að það megi alveg taka á málum innflytjenda á Íslandi. Þó svo að þeir séu útlendingar, þá á að borga þeim sömu laun og íslendingar eru með. Við færum ekki til útlanda og sættum okkur við lægri laun bara út af því að við erum útlendingar. Maður hefur líka komist að því að það er ekki fyrir alla að læra tungumálið okkar, svo eru náttúrulega til fólk sem hreinlega vill það ekki. Sumir eru bara feimnir og óframfærir í þessum efnum þó svo að þeim langi til að læra íslensku. Útlendingarnir í landinu eru líka mismikið menntaðir eða hreinlega ekkert menntaðir, það er ekki hægt að kenna fólki íslensku og íslenska málfræði ef það kann varla málfræðina í sínu eigin tungumáli, ég varð var við það þegar ég fór að læra þýsku til dæmis. Menn sem höfðu ekki góð tök á íslenskri málfræði, þeir áttu í erfiðleikum með að læra einföldustu málfræði í þýsku. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvað með það þótt að það sé farinn að myndast samfélög útlendinga hérna á íslandi ég sé ekkert að því að fólk komi hingað í og vinni fyrir sig og sýna og fer svo að leika við sig og sýna.

jói geir er nú ekkert andlega skaddaður af því að búa þarna í litla tælandi, nei frekar er hann heppinn að fá að sjá smá af erlendir menningu og ef hann er heppinn þá lærir hann kannske nokkur orð í tælensku.

takk fyrir mig.

þetta blogg fær 10 hjá þér sigvin minn

 ég gerði rangt svar í fávitavörnina.

kolb1 (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 19:57

2 identicon

Áfram Sigurvin!

Ásta María (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:20

3 identicon

Þarf maður nú að kunna stafsetningu OG stærðfræði til að getað kommentað hjá vinum sínum!?!?!

Sölvi (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:30

4 identicon

Sammála þessu.. Ekkert að því að hleypa fólki inn í landið..

Menn verða svo að taka eftir því að þegar þeir eru að kvarta yfir útlendingum hérlendis, og að þeir blandist ekki inn í samfélagið, að þá er það nú aðallega vegna þess að það er ekki mikið gert fyrir útlendingana! Hvorki til að kynna þeim land og menningu né neitt annað til að hjálpa þeim að aðlagast..

Menn verða að gefa smá af sér á móti líka, bjóða þá velkomna og kannski tíu dropa og spjall..

Hansel (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband