Í máli og myndum

Núna sit ég í sófanum heima hjá Jóa Guðna a.k.a. Sofia Lopez. Er búinn að vera hér alla helgina í leti en þó aðallega í FM 2007. Svo kemur fellaperrinn annað slagið og vælir í Jóa til að fá hann til að spila Fifa við sig. En Birgir ætlar ekki að læra af reynslunni, hann tapar alltaf á móti okkur í Fifa, ég er farinn að halda að tapara tilfinningin sé fíkniefnið hans Birgis, hann bara kemst ekki í gegnum daginn án þess að tapa. Svo fékk ég sendar þrjár myndir af mér um daginn, en þær voru teknar fyrir rúmlega 3 árum síðan og ég er vægast sagt hot á myndinni sem Biggi blogg tók fyrir nemendafélagið í Menntaskólanum á Ísafirði. En þetta var fyrir nokkrum árum og nokkrum kílóum síðan. Ég vill meina að ég sé fórnarlamb kerfisins, fórnarlamb velmegunarinnar á Íslandi. Aukakílóin, aukakílóin út um allt á mér. Offita mín lýsir sér kannski best í því að ég er kominn með góða bumbu og farið er að mótast fyrir góðum brjóstum, ætla að giska á DD cup. Það er nú kannski engin rómantík í því. Hvað er rómantískt? Það eru hlutir sem eru staðlaðir í rómantík, til dæmis eins og úr bíómyndum. Það er gönguferð á ströndinni í kvöldsólinni, sitja fyrir framan arininn á kaldri vetranóttu með rauðvín og með því, rauðar rósir og þess háttar. En verður fólk ekki sjálft að finna út hvað því finnst rómantískt? Eða eru sumir hlutir bara rómantískir fyrir öllum, þessir stöðluðu rómantísku hlutir. Persónulega finnst mér ekkert rómantískt, eða ég gæti ekki skipulagt rómantískan viðburð, það væri meira svona sem gerðist bara óvænt. En hvað finnst ykkur rómantískt?
 
Þegar ég var einu sinni hot!
 Ég læt þessa mynd fylgja, mynd sem minnir mig á horfna tíma.
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló þetta er Þór ég er að hugsa um að stofna blogg, en í stað þess að fá mér eitthvað blog.central eða eitthvað, er ég að hugsa um að blogga bara í gestabókina hans Sigurvins A.K.A. launson Sveinu fyrrv. ritara í menntaskólanum, en nýja bloggið er þannig, var á sjó í viku, sá einn skógarþröst og tvö illfygli. Blogga meira næst þegar að ég kem í land

Þór Sveins

Þór Sveins (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 19:56

2 identicon

Þú átt enn langt í land með að ná Adda Kitta Gaujjj.. Ekki að það sé góð stefna setir þú markið svo hátt..

En mér finnst einlægni vera rómantísk.. I´m a sucker for that..

p.s. hvernig commentar maður á bloggið hans Þórs?? 

Hansel (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband