Hólídæver

Nei sagði maðurinn við konu sína þegar hún spurði hann hvort að þau ættu ekki að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hann var ekki í neinu stuði til þess að gera nokkurn skapað hlut. En á endanum féllst hann á það að horfa á bíómynd með henni. Þau fóru út á vídjóleigu, fundu sér spennandi mynd, mynd sem maðurinn hafði viljað sjá lengi og svo héldu þau heim á leið. Þau skella spólunni í tækið og byrja að horfa á myndina. Þegar myndin er búin að rúlla í dálítinn tíma þá byrjar konan að væla í honum, hún biður hann að kyssa sig og að hann ætti að sýna sér smá athygli. Hún reynir að kyssa hann og hann lætur undan og kyssir hana smá. Svo halda þau áfram að horfa á myndina og eftir smá stund vill konan kyssa hann meira en þá segir maðurinn STOPP og útskýrir fyrir henni að hann sé að reyna að horfa á myndina, þess vegna höfðu þau leigt þessa mynd, til þess að horfa á hana. Hún gat ekki skilið þetta og fór í fýlu. Hann spyr hana hvað sé að en hún segir að ekkert sé að.
Daginn eftir fer maðurinn að hitta vini sína, þeir eru að horfa á enska boltann og fá sér nokkra bjóra yfir leiknum. Það er orðið dálítið áliðið og þeir eru farnir að finna svolítið á sér og ákveða að skreppa niður í bæ á smá pöbbarölt. En þá hringir konan í manninn sinn og spyr hann hvort að hann sé ekki að koma heim. Maðurinn segir henni að hann ætli að kíkja með vinunum niðrí bæ. Konan var ekki ánægð og spyr manninn sinn hvað hún eigi þá að gera, hún hafi ekkert að gera, hún var bara ein heima. Þá sagði hann henni að hringja í vinkonur sínar og þær gætu gert eitthvað saman. Hún sagði að þær væru allar eitthvað uppteknar eða að hún nennti ekki að þröngva sér upp á þær, hún vildi bara að maðurinn sinn kæmi heim. En maðurinn ætlaði sko ekki að gefa eftir og sagði henni að hann ætlaði niðrí bæ og skellti svo á. Svo sagði maðurinn við vini sína hvað það væri ótrúlegt hvernig stelpur ættu engar vinkonur þegar þær byrjuðu í sambandi, hvað allt væri ómögulegt og hvað þær væru háðar kærustunum sínum. Þeir voru allir sammála, enda höfðu þeir allir verið í sambandi áður en allir voru þeir á lausu á þessum tímapunkti. Þeim fannst líka að konur væru svo að flýta sér að verða fullorðnar og vildu þroskast svo fljótt, að þær vildu ekki almennt vera lausar og liðugar og gera það sem þær vildu eins og strákarnir vildu gera. Þeir voru ekki að ana í neitt og kusu að halda sig frá þessum sambandsmálum. Ekki það að þeim fannst að konur væru eitthvað slæmar og ekki það að strákar mættu ekki leggja meira á sig til að halda sambandinu, það var bara að konur væru með allt annan hugsanagang heldur en strákar.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og boðskapurinn?

Ásta María (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 00:00

2 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Segjum frekar að tilgangurinn helgi meðalið

Sigurvin Guðmundsson, 30.4.2007 kl. 01:53

3 identicon

Já sannleikurinn er sagna bestur

Sölvi (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:38

4 identicon

svo satt

snævar (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 18:35

5 identicon

Ég er nú ekki trúaður maður, en ég öskra Amen á þetta...

Nýtt mottó: þó maður eldist, þarf maður ekki að þroskast, újé.. 

Hansel (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband