9.5.2007 | 21:43
Afhverju kýs ég Samfylkinguna
Ástæðan fyrir því að ég kýs Samfylkinguna er ekki sú að ég kjósi bara til þess að vera á móti Sjálfstæðisflokknum eða út af því að ég hata Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan er sú að mér finnst vera kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn dragi sig til hlés. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert margt gott, hann er búinn að skila góður þjóðarbúi og er búinn að lækka skuldir ríkissjóðs töluvert. Hann er búinn að búa til velmegun í landinu, fólk hefur það almennt gott en margt má betur fara. Þess vegna vill ég að Samfylkingin fái að taka við næstu fjögur árin til þess að taka á þeim málum sem mér finnst skipta mestu máli núna, Samfylkingin mundi taka við góðu búi Sjálfstæðisflokksins og þá er hægt að skella sér í aðalatriðin, því Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að búa til góðan grundvöll til þess að gera eitthvað fyrir þá sem minna mega sín. Samfylkingin mun berjast fyrir fólkið í landinu, mun sinna þeim sem minna mega sín, því við höfum það gott og núna er kominn tími til að fólkið sem kerfið hafnaði fái að njóta sín í allri velmeguninni. Einnig er Samfylkingin ötull talsmaður þess að við skoðum inngöngu í Evrópusambandið. Ég er algjörlega sammála Samfylkingunni í þeim efnum og er það eitt þeirra málefna sem ég tel brýnast. Við lifum á 21. öldinni, það er kominn tími til að við færum okkur nær Evrópu, tala nú ekki um eftir að bandríski herinn hvarf af landi brott. Við höfum til mikils að vinna ef við göngum í ESB en einning munum við sjá fram á að eitthvað gerist sem okkur líkar ekki. Davíð Oddsson talaði um það á sínum tíma að það væri ekki í umræðunni að ganga í Evrópusambandið, vegna þess að þá þyrfti Ísland að leyfa löndum innan ESB að fá afnot af auðlindum okkar íslendinga og þá var aðallega hugsað til sjávarútvegsins. Sjávarútvegurinn er okkur mikilvægur eins og allir ættu að vita en væri ekki smá fórn í lagi ef við fengum það margfalt borgað til baka ef við gengum inn í Evrópusambandið. Við þyrftum ekki að borga himinháa tolla af útflutningi af fiski til Evrópu og mörgum öðrum vörum sem við flytjum út t.a.m. landbúnaðarvörur. Því næst vona ég að allir noti kosningarréttinn sinn og kjósi, kjósi þann flokk sem þeim finnst bjóða það sem gagnast þeim en ekki kjósa flokk sem þér er sagt að kjósa.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Giant Douche" or a "Turd Sandwich" ?
Ívar Pétursson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:57
Scissor me timbers
Sigurvin Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 22:24
Strákar mínir, höldum okkur á málefnalegum nótum hérna..
Ein spurning, af hverju geta ekki bara D og S myndað ríkisstjórn saman? Hvað væri að því?
Verð samt að segja að ef þetta er myndlíking hjá Ívari en ekki aðeins tilvitnun, að þá hefur Ívar unnið sér inn gott slum og með því.. Ef ekki, þá getur hann gleymt þessu leyndardómsfulla með því...
Hansel (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.