Ég er á leiðinni

Góða kvöldið. Sigurvin heiti ég. Stundum velti ég því fyir mér hvað ég er að gera. Er maður alltaf að gera eitthvað? Ef ég er sofandi, er ég þá að gera eitthvað? Þá er ég væntanlega að sofa, en ef maður sefur þá andar maður á meðan og byltir sér í svefni. Hvernig get ég komist í þá stöðu að gera hreinlega ekki neitt, svarið er kannski einfalt, hættu að anda, misstu móðinn. En þá verð ég að drepast, vill ekki drepast strax, þannig að ég ætla að bíða með það að komast í þá stöðu að gera ekki neitt. Styttist í sumarfrí hjá mér, fer vestur á firði 1. júní og ætli ég fari ekki heim aftur 11. júní. Það eru nokkrir hlutir sem ég ætla að gera fyrir vestan. Kíkja á leiðið hjá ömmu og afa í kirkjugarðinum í Engidal, drekka brennivín í góðra vina hópi, skanna gellur og svo ætla ég bara að hanga og horfa á vini mína vinna meðan ég slappa af. Það hefur aldrei verið sagt mér að ég sé líkur einhverjum, nema þá kannski pabba. Á meðan fær Þór Sveinsson að líta út eins og Bruce Springsteen eða eins og Collin Ferrell á sínum tíma. Þetta er svindl, enda þessir menn góðir á sínum sviðum. Ég veit ekki hvað ég á að gera, hef ekki trú á neinu sem ég geri. Get aldrei ákveðið neitt og reyni að slá öllu á frest sem ég geri. Reyndar hef ég alltaf góða skapið, það hefur aldrei brugðist mér. Er að spá í að fara í undirbúningsnám fyrir háskólann. Það er fyrir drullusokkana sem klára ekki stúdentspróf. Er ekki búinn að kynna mér þetta neitt rosalega vel en er svona að skoða hvaða möguleika ég hef. Kannski fer mig að vanta góða konu til að veita mér aðhald. Ég er nægjusamur maður en er ekki tilbúinn að fórna neinu í sambandi. Þannig að þetta fellur strax uppfyrir sig. Bless.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi segja að það væri miklu meira kúl að líkjast Mumma heldur en Colin Farrell og Brúsa. Ekki vanmeta það sem þú hefur.

Emmi (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Raðfullnæging?

Sigurvin Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband