Íslenskur fótbolti

Eftir afhroð íslenska landsliðsins í fótbolta í síðustu leikjum þá hljóta menn að fara að spá í hvað sé að og hvað sé hægt að gera. Persónulega finnst mér Eyjólfur Sverrisson ekki eiga að þjálfa, einfaldlega vegna þess að hann hefur nánast enga reynslu af þjálfun. Hann var frábær leikmaður á sínum tíma og allt það en mér finnst hann ekki vera tilbúinn til þess að þjálfa landsliðið. Ég held hreinlega að við eigum ekki betra landslið heldur en við eigum í dag, á meðan litlar þjóðir eru stanslaust að bæta sig á hinum ýmsu sviðum fótboltans, þá finnst mér Ísland vera að dragast aftur úr. Við höfum Eið Smára Gudjohnsen sem okkar albesta mann en hvað svo, hann heldur ekki heilu liði uppi. Í landsliðinu eru margir atvinnumenn, menn sem vinna við það að spila fótbolta, það eru ekki margar litlar þjóðir sem geta státað af því en samt er eins og við getum ekki spilað sem ein heild og búið til gott lið. Mér liggur sá grunur að það sé hreinlega skítlélegur mórall í herbúðum landsliðsins, kannski eru ákveðnir leikmenn sem þyrftu að hverfa úr þessum hóp svo hægt sé að halda áfram að búa til gott lið. Úr einu í annað. Mér finnst líka slæm þróun hvað íslensk lið stóla mikið á að fá útlendinga til sín, margir af þeim eru afbragðs leikmenn og allt það, en er það virkilega það sem vantar í íslenskan fótbolta? Á Íslandi eru deildirnar áhugamannadeildir þó svo að Landsbankadeildin og umgjörðin í kringum hana og leikmenn liðana hafi gjörbreyst. Menn eru að fá dágóð laun fyrir að spila fótbolta í efstu deild. Afhverju ekki að veita ungum íslenskum leikmönnum aðhald og reyna að byggja deildirnar upp á íslenskum leikmönnum, við fáum fleiri og betri leikmenn og fáum samkeppni milli leikmanna, leikmanna sem vilja standa sig og sanna fyrir þjálfurunum sínum. Íslenskum fótbolta er betur borgið án útlendinga í deildunum, byggjum á heimamönnum og eignumst leikmenn sem geta borið landsliðið upp á hærra plan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband