Trúmál

Það er nú ekki á hverjum degi sem ég tala eða skrifa um trúmál, ég held svei mér þá að ég hafi bara aldrei gert það. En það blossaði eitthvað upp í mér í gær, hlutir sem ég hafði aldrei pælt í áður. Kristni var þvinguð upp á Íslendinga á sínum tíma. Við Íslendingar vorum heiðingjar lengi vel, trúðum á stokk og steina, álfa og huldufólk, æsi og hvað eina. Svo var þetta tekið af okkur, fólk var drepið, það var hreinlega úthelt blóði til þess eins að koma á kristni í landinu. Ég er ekki sáttur við þetta ef ég hugsa til gamla tímans. Hvernig væri þetta nú í dag ef Bandaríkjamenn færu t.d. að ráðast inn í múslimaríkin og ætluðu að fara að kristna fólk, það yrði bara heimsstyrjöld og hellingur af fólki myndi deyja. En er trúin eitthvað til þess að deyja fyrir, á maður að deyja fyrir málstaðinn? Víkingar á landnámsöld trúðu á sinn guð, sem var Óðinn, þarna voru líka menn eins og þrumuguðinn Þór. Þeir ætluðust til þess að menn temdu sér góða siði og menn ættu að stilla allt í hóf og að maður væri manns gaman. Allt gott og gilt, jafn mikið og boðorðin tíu í Biblíunni. Hvernig datt mönnum það í hug að við ættum að fara að trúa á mann sem var uppi í fjarlægu landi, með allt öðruvísi menningu og lífstíl. Hvernig átti þessi trúa að passa inn í Íslenskt samfélag á þessum tímum. Vildu menn bara " danna" fólk með því að skilda það að taka upp kristna trú. Var bara ekki hægt að kenna því mannasiði og almenna kurteisi, án þess að þurfa að blanda einhverju sem kallast trú inn í þetta. Eitt skil ég ekki heldur afhverju ríki í heiminum taka sér upp ríkistrú, það er trúfrelsi og enginn ætti að þurfa að fæðast inn í heim með fyrirfram ákveðnu siðferði. Ég legg það til að Ísland eigi sér enga ríkistrú og fari að upplýsa fólk betur um aðrar trúr. Það eru fleiri fiskar í sjónum! Út og Suður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband