Það gat nú verið

Hæ þetta er Sigurvin. Það gat nú verið að strákarnir í vinnunni fundu bloggið mitt. Þeir skemmtu sér vel yfir skrifunum mínum á blogginu og heimta að ég bloggi fyrir þá. Annars fóru ég og Stebbi a.k.a Baba Ganoush vestur um helgina. Fórum keyrandi á bílnum mínum aðfaranótt föstudags og tókum í það 5 og 1/2 tíma. Ég skemmti mér alveg konunglega. Fórum á brekkusöng í gryfjunni á föstudagskvöldið, þar sem Árni Johnsen stjórnaði söngnum. Mér fannst ekki mikið til hans koma, enda trallaði hann sig mest í gegnum þetta, no offense. Fórum svo í Afahús og drukkum bjór og höfðum gaman. Svo kíktum við á Kjallaran og drukkum ennþá meira. Svo var frændi minn laminn af Pólverjum og þá varð ég ekki sáttur og vildi fá að taka aðeins á þeim en auðvita gerði ég það ekki, þannig að ég fór bara heim að sofa. Daginn eftir tók við Markaðsdagurinn með öllu tilheyrandi. Veðrið var alveg yndislegt og þá var náttúrulega opnaðir nokkrir bjór og þeir kláraðir í bland við góða skapið. Hitti mikið af fólki og þetta var bara mjög gaman. Þá fannst mér Björgvin Franz standa upp úr í skemmtiatriðunum. Hann tók helvíti góðar eftirhermur eins og Birgittu Haukdal, Eivör Pálsdóttir, Mugison, Jónsa og Geir Ólafs, það var algjör snilld. Svo fór maður bara og fékk sér eina pylsu í kvöldmat og svo í Afahús að drekka bjór, það er nefnilega þannig ef maður drekkur nógu marga bjóra þá verður maður fullur og þá er maður hress og fer í gott skap og fer að tala við fólk sem maður þekkir ekki neitt og svo framvegis. Svo fær þetta ástand mann til þess að gera ótrúlegustu hluti. En ég vill meina að maður er manns gaman og allt er gott í hófi, þó svo að hóf sé gott í hófi og svo framvegis. Annað hvort ertu stabíll með víni eða ekki. Ef þú ert ekki stabíll með víni, þá ertu líklegast svolítið fjölþreifinn með víni. Þannig er það nú bara, nothing more, nothing less.
Svo þegar við vorum búinn að drekka nógu mikið og Bergur hans Arons búinn að búa til wannabe Breezer sinn sem var nú alveg ágætur samt þótt það megi nú bæta hann svolítð, þá var haldið á ball. Ég borgaði mig inn og fór náttúrulega beint á barinn, því ég vildi meina að ég væri ekki nógu fullur, þannig ég pantaði mér strax tvöfaldan vodka í kók og eitt tópasskot bara svona til að koma mér í gírinn. Svo þreif ég glasið með mér á dansgólfið en það var nú ekki mikið eftir í því þegar ég var búinn að brjóta mér leið í gegnum þvöguna. Þannig er nú það. Svo kláraðist ballið bara og ég held að ég hafi bara farið heim. Svo vaknar maður daginn eftir hálffullur en samt smá þunnur. Lögðum á stað klukkan 17:00 suður og vorum komnir til Reykjavíkur rétt um 23:00. Ég þakka fyrir góða helgi, berið virðingu fyrir mönnum og málefnum og berið ávallt náungakærleikinn í brjósti ykkar, nema það séu stór konubrjóst.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var snilldarhelgi Divi, rjóminn af helginni var þegar þú lést ljósið þitt skína í Afahúsi á laugardagskvöldinu, það er greinilegt að Afahús fer vel með Diva frænda....

Þröstur (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:23

2 identicon

þú slepptir einu

kolb1 (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 00:44

3 identicon

Ég þekkti einu sinni strák sem að kyssti frænku sína þarna í bolungarvík

Hlynur (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 15:27

4 identicon

hey hey cutie flott blogg ert greinilega að standa þig leitt að þú sért "veikur" heima erum hérna vinnugengið að skoða bloggið

Hemmz samskip (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Það er nú einu sinni þannig þegar vinnufélagarnir leggja mann í einelti þá minnkar lífsgleðin og þá verður maður leiður og vill ekki horfast í augu við vinnufélagana.

Sigurvin Guðmundsson, 10.7.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband