20.7.2007 | 00:16
Innivera án allra tengsla við raunveruleikann!
Komið nú sæl og blessuð. Hvað segið þið þá? Ég ætla nú bara að vera á léttu nótunum hér í kvöld og leiða ykkur í gegnum kvöldið hægt og hljótt. Það eru vissar reglur sem maður þarf að fylgja. Ívar sagði að það væri asnalegt að biðja fólk um að kommenta, ok ég skal sætta mig við það, ég skal ekki biðja um það aftur. Svo er bannað að vera flippaður, því þá gætti maður farið í taugarnar á Bigga Olgeirs, hvort sem maður er venjulegur eða reyni að bregða út af vananum, þá hneykslast Biggi samt, enda finnst honum fólk vera fífl. Ég er ástfanginn af sjálfum mér, en sú ást fer dvínandi því ég hélt fram hjá sjálfum mér með frönskum kartöflum, harðfisk og ís í eftirrétt. Ég verð bara að eiga þetta við sjálfan mig og vinna mig í gegnum þetta. Annars er bara allt rólegt hjá mér þessa dagan, bara láta sér leiðast í vinnunni, hanga svo heima og fara svo að sofa. Mamma benti mér á svolítið sem ég var ekki búinn að átta mig á, það er það að ég á mér engin áhugamál, ég hef ekki áhuga á neinu og það er eiginlega ekkert sem heillar mig að fara að finna mér eitthvað áhugamál. Mér finnst bara lang skemmtilegast að vera í góðra vina hópi, fíflast, segjandi brandara og hlæja saman, það er ekki verra að það sé smá bjór með þessu, þótt það þurfi ekki að snúast upp í eitthvað fyllerí. Kannski að maður sé ekki nógu duglegur að heimsækja vini sína, jú ætli það ekki, maður verður að fara að taka sig á í þeim efnum. En það er ekki sjens að ég segi ykkur hver love of my life er, það er algjörlega minn höfuðverkur. Kannski á ég eftir að missa það út úr mér einhverntímann á einhverju skralli en á meðan segi ég ekki neitt. Enda er sumarið tíminn og mennirnir með. Veit ekki alveg hvað ég á að gera um helgina, væri fínt að taka sér smá pásu frá drykkjunni og hafa það bara rólegt, ætla svo að kíkja á BÍ/Bolungarvík taka á móti Afríku á gervigrasinu í Laugardalnum. Ég fer síðan náttúrulega vestur um verslunarmannahelgina til að taka þátt í mýrarboltanum. Það verður þriggja daga fyllerí, mér hálf kvíður fyrir þessu fylleríi, því ég veit að ég á eftir að verða handónýtur næstu daga á eftir, sem er allt í lagi því ég fæ nokkra daga sumarfrí eftir versló, sem er very næs.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Love of your life: Jói Guðna?
Hefuru prófað að leysa sudoko talnaþrautir? það er ekki dónalegt áhugamál og drepur tímann í þokkabót
Snævar Sölvi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 12:48
Ég get nú ekki sagt að Jói Guðna sé love of my life miðað við hvernig hann hefur komið fram við mig. En ég hef reynt að leysa Sudoko og ég hef bara enga þolinmæði né kunnáttu í það. Hæ Snowy!
Sigurvin Guðmundsson, 20.7.2007 kl. 16:18
mér er sama hver ástinn svo lengi sem hún er ljúf og fer ekki að draga þig á ansnaeyrunum.
kolb1 (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 23:46
Sammála Kolbeini, en hlakka til að fá þig heim kútur!
Ívar Péturs (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 10:29
É elska þig ekki. Meikaru svo plís að hanga fyrir utan húsið mitt með kíki... Kærastinn minn er orðinn frekar pirraður á þér...
Love of you life (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.