Pökkunarvélin sem Stefán Rúnar sendi til Hellas hið forna

Stebbi er að vinna með mér í Ísheimum, hann er að vinna fyrir fyrirtæki sem heitir ISI. En það er fyrirtæki sem stendur fyrir útflutningi á fiski út í hinn stóra heim. Starf hans felst í því að skoða fisk fyrir einhverja kalla. Hann kallar alltaf í mig og biður mig að ná í bretti fyrir sig af fisk, held samt að hann sé alltaf að skoða karfa, því honum finnst karfi svo góður, ég veit það því hann sagði við mig: Veistu hvað mér finnst svo rosalega gott? Ég sagðist ekki hafa hugmynd um það. Þá sagði hann: Karfi, létt soðinn karfi, heilsoðinn með beinum og öllu, og fá sér smá púrtvín með, maður fer ekki fram á meira. Ég sagði þá við hann: Stebbi, er ekki allt í lagi heima hjá þér, ef þú étur karfa með beinunum og beinin stingast inn í hálsinn þinn, þá ertu bara dauður. Þá sagði Stebbi og glotti aðeins, hann glottir alltaf aðeins: Ég veit það alveg, hver í andskotanum heldur þú að þú sért, það er ég sem skoða fiskinn og ég ætti að vita þetta manna best. Þá sagði ég: Batnandi mönnum er best að lifa. En víkjum þá að öðru. Það er nefnilega með hann Stefán Rúnar að hann er alltaf að skipa mér fyrir. Hann er einu sinni ekki að vinna fyrir Samskip en samt heldur hann að hann ráði einhverju. Ég ætti að tala við hann og segja honum að ég líði þetta ekki lengur, ég vill ekki láta koma fram við mig eins og skít lengur. Reyndar sagði ég við hann um daginn ef hann væri ekki stilltur, að þá myndi ég taka hann í bóndabeygju. Það væri svolítið fyndið. 22 ára strákur að taka 60 ára mann, æji veit ekkert hvað hann er gamall, að taka hann í bóndabeygju. Svo kom Stebbi úr sumarfríi um daginn og mér fannst hann eitthvað breyttur. Haldið þið ekki að kjellinn hafi ekki fengið sér ný gleraugu og hann var líka nýklipptur. Hann er á lausu held ég líka, ég vill meina að Stebbi sé mikið mannsefni, þó svo að ég vilji ekki kynna hann fyrir mömmu minni, en það er efni í aðra sögu. Þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já. ég er nú alveg til í mömmu þína. Og ef það gengur upp. þá er hitt ekkert mál. Þú hefur bara samband!

Stefán Rúnar, ISI (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 15:08

2 identicon

Hehe, þetta er greinilega skemmtilegur karakter.... Ég kannast nú eitthvað við þetta nafn.... Getur verið að hann hafi verið að vinna hjá SÍF um árið?

Aron Örn (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Jú mikið rétt Aron. Hann kannast við pabba þinn eða var það Óla Svan, ég man það ekki. Hann þekkti allaveganna einhvern.

Sigurvin Guðmundsson, 26.7.2007 kl. 00:09

4 identicon

HEY!

snúður mömmumundur.

hvernær tekuru þér sumarfrí?

Viktoría (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband