23.9.2007 | 22:41
Eigum við að ræða þetta
Eins og segir í kvæðinu góða: Vinnan göfgar manninn. Ég er Roy Roger, ég er sætur og klár, ég hef verið í þessum bransa í sautján ár. Fór í afmælispartý hjá Tomma bróður í gær, skemmti mér ógó vel. Fórum svo á The Celtic Cross og skemmti mér konunglega, það er ótrúlegt hvað það er hægt að skemmta sér vel edrú, en þá þarf maður að vera í góðum félagsskap og stemmningin þarf að vera góð, því sjaldan launar kálfur ofeldið og mennirnir með. Mannstu fyrir langa löngu, ég man ekkert eftir því sem gerðist fyrir ári síðan, er ég kannski að reyna að lifa í lygi, ég er örugglega ekki í neinum tengslum við raunveruleikann, því þú birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr. Fyrir þá sem þekkja mig ekki þá heiti ég Sigurvin Guðmundsson, ég er tuttuguogtveggja ára og í Reykjavík. Ég er starfsmaður Samskipa og vill ég meina að ég sé andlit fyrirtækisins á alþjóðavísu. Ekki hlýt ég neina sérstaka umbun fyrir þá iðju, ekki nema að maður er manns gaman. Þegar ég fór að fitna, þá sögðu sumir að ég ætti ekki að reyna að grenna mig því að ég væri bangsinn þeirra and they needed the big guy. Þannig að ég grennist ekki, vill bara vera til staðar fyrir vini mína. Ég ætla að enda þessa færslu á ljóði sem ég samdi um manneskju sem var mér afar kær. Ljóðið heitir Ást og umhyggja.
Ást og umhyggja
Ástin mín til þín var mér afar kær,
við deildum sorgum okkar í örmum hvers annars,
traust mitt til þín brást sem brakandi eldur,
neistarnir voru ekki lengur til staðar.
Eigingjarn var ég hvern einasta dag,
umhyggju vantaði frá mínu hjarta,
brosið þitt bjarta hjálpaði mér að vakna,
fallegu augu þín geisluðu nóttina.
Bitur og depurð nagar mitt hjarta,
hvað get ég gert þú vilt ekki hlusta,
nú ertu farin mér er ekki sama,
ást mín til þín mun aldrei hverfa.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já flott maður, eigum við að ræða þetta einhvað....hélt ekki!
Ívar Péturs (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:10
Sæll! The big guy has feelings..
Stebbi (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:19
ég er svo kurteis
Þór Sveins (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.