8.10.2007 | 00:43
Dag í senn
Sigurvin hér. Ég er mjög hamingjusamur maður í dag, það þarf ekki mikið til að gera mig hamingjusaman þessa dagana, bara fá að hitta vini mína, hlæja með þeim og þess háttar. Það er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt í vinnunni, það er alltaf hægt að gera grín af sömu hlutunum og sjá á þeim nýjar hliðar. Ég vill hér með segja ykkur hvað ég vinn með æðislegu fólki, skemmtilegu, fróðu og með mismunandi bakgrunn í lífinu. Svo er það náttúrulega hún Auður sem er á skrifstofuni hjá okkur, kona að nálgast sjötugt og hún lítur á okkur strákana sem syni sína.
Ég sagði upp í vinnunni á mánudaginn síðastliðinn. Hélt að það væri geðveikt erfitt, var með nokkur fiðrildi í maganum. Svo var þetta ekkert þegar inn á völlinn var komið, ég sagði upp og allir sáttir.
Finnst mjög leiðinlegt að hætta þarna, því þarna er skemmtilegt fólk, en launin eru ekki spennandi, vegna þeirra þarf ég að leita á önnur mið. Veit ekkert hvað mig langar að gera, en launin verða að vera þokkaleg, svo væri bara fínt að fá vinnu í nágrenni við mig, þá mundi ég bara selja bílinn og labba eða taka strætó, verð að hætta þessari hugsun að ég kunni ekkert á strætó og þess háttar. Maður er lengur á leiðinni en pælið í öllum ævintýrunum sem maður gæti lennt í. Lifa, elska, njóta. Mér finnst ég hafa breytt viðhorfi mínu til lífsins á síðustu tveimur vikum, ég er svo jákvæður og glaður. Fór að hugsa um hluti sem maður gæti gert skemmtilega og spennandi, bara með því að hugsa jákvætt til þeirra. Því það er jákvætt viðhorf til leiðinlegu hlutana sem skiptir máli. Afhverju að pirra sig á einhverju, afhverju ekki frekar að hugsa hvernig maður geti gert hlutinn skemmtilegri.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt! Þetta er hárrétt hjá þér Sigurvin. Það nennir enginn að velta sér upp úr því hversu bágt eða blankur maður sé eins og hann Sölvi Mar Whatshisnameson gerir.
Og hver veit, kannski leynist stóra ástin þín í einhverjum strætisvagninum.
Helgoz Danoz (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 10:46
Ánægður með þetta viðhorf. Ég skemmti mér líka konunglega í Engihjallanum í gær, ánægjulegt að sjá ykkur hnoðast saman á adamsklæðunum
Snævar Sölvi (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 13:16
Allaveganna einhver ást Helgi Dan
Sigurvin Guðmundsson, 8.10.2007 kl. 17:07
Jæja, gott að jákvæðnin er komin upp:o)
Manst að hafa samband ef að þig vantar hjálp í atvinnuleitinni!
Ásta María söster (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:59
þakka fögur orð. Eða hvort ertu að meina Helgi? Að ég sé svo rólegur og jákvæður eða eða ég sé alltaf að kvarta?
En ég er samt alveg sammála þér Sigurvinur minn, maður á ekkert að vera að stressa sig á hlutunum.
Sölvi Mar Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 19:46
vil fyrst biðja sölva um að hætta þessu væli og láta sér vaxa eistu.
En nú er ekkert annað í stöðunni sigurvin,en að fara að lenda í ævintýrum með mér.
annars ráðlegg ég þér bara að fara skríðandi inná skrifstofuna hjá yfirmanninum og grátbiðja um vinnuna aftur
Hamarinn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 01:04
Hallt þú kjafti
Sölvi (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 01:27
Sölvi, hamarinn sagði mér að þú hafir sagt honum að halda kjafti á netinu,
Sé það hér.
finnst þér þú ekki skulda hamrinum afsökunarbeiðni?
Þór Sveins.. (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.