N/A

Það sem gaman er að segja. Fólki finnst gaman að tala og það segir oft skemmtilegar sögur. Mér þykir gaman að tala, stundum tala ég mikið, stundum tala ég lítið og stundum segi ég eitthvað sem á ekki að segja og stundum segi ég bull og vitleysu. Sumir sem tala röfla bara út í eitt, þeir geta sett út á allt og fundið á öllu eitthvað til að röfla yfir. Eftir að hafa lesið nokkrar mannbætandi bækur þá hefur síast inn í mig allskyns góðar leiðir til að lifa betra lífi og til þess að umbera fólk öðruvísi, fólki sem maður endilega kann ekkert endilega vel við. Ég lærði að maður á ekki að gagnrýna fólk, neikvæði dregur fólk niður, ef maður hrósar fólki, þá eykur það afsköst og fólki líður betur. Til hvers á maður að vera gagnrýna aðra, það er  nóg að gagnrýna hjá sjálfum sér. Ég er hættur að setja út á fólk, það er ekki mitt verk. Fólk gerir hluti sem maður myndi ekki gera sjálfur, ef maður hefur einhverja skoðun á því, þá á maður bara að hafa það fyrir sjálfan sig. Maður veit yfirleitt ekki alla hliðar málsins, þá á maður ekki að koma með neinar alhæfingar um eitthvað sem maður veit ekki um. Ég tók upp á því að vera jákvæður, vera jákvæður fyrir öllu sem ég tek mér fyrir hendur, jákvæður fyrir vinnunni og þess háttar. Manni líður miklu betur og þá finnst manni miklu skemmtilegra að vera í vinnunni. Kannski er það samspil margra þátt, maður vinnur með skemmtilegu fólki og maður kann miklu meira á það sem maður gerir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert frábær(er það gagnrýni?)

Biggio (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Veistu Birgir, ef þér finnst ég vera frábær þá er það gott mál. Hinsvegar ef þú segir að ég sé frábær bara af því að þú heldur að það sé það sem ég vill heyra, þá ertu þú að smjaðra, það þoli ég ekki. Með því að segja að ég sé frábær, gæti kannski verið jákvæð gagnrýni, eða kannski ekki. Er ekki gagnrýni tilkominn til að finna að einhverju, geri fólki ljóst fyrir því hvað það má bæta?

Sigurvin Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 16:58

3 identicon

Nei ekkert endilega - Gagnrýni er m.a.s alveg þveröfugt hugtak!

Gagnrýni á að nota til að rýna til gagns - En eins og orðið er notað í dag að þá skil ég vel að merking þess hafi skolast ár gegnum tíðina..

Stebbi (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Já ef gangrýni er notuð rétt. Ef hún er t.d. notuð í höstum tón þá er ekki mikið að marka það. 

Sigurvin Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 18:49

5 identicon

ohhhhhhhhh Biggi röflkonungur byrjaður að röfla

Hamarinn (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband