Verðugur er verkamaðurinn launanna

Hæ, þetta er Sigurvin. Ég fékk góðar og ánægjulegar fréttir frá yfirmanninum mínum í dag. Þannig er mál með vexti að ég átti að byrja á 180.000 kr í grunnlaun fyrstu 2 mánuðina mína í nýju vinnunni og hækka svo eftir þessa 2 mánuði í 240.000 í grunnlaun. Svo vorum við að spjalla saman í dag og hann tjáir mér það að hann vilji láta mig fá 240.000 kr í laun strax, því hann væri svo ánægður með mín störf hjá fyrirtækinu og ég ekki búinn að vinna þarna nema í 10 daga. Ég varð alveg rosalega ánægður að heyra þetta, maður fær hærriu laun en maður hélt og svo bara að heyra að maður sé að standa sig vel og þá uppsker maður það sem maður sáir. Tveir þumlar upp fyrir yfirmanninum. Ég hef nú ekki alltaf verið besti maðurinn til vinnu en ég hef bætt mig töluvert upp á síðkastið og vill ég meina að lestur tveggja bóka hafi hjálpað mér mikið. Annarsvegar er það bókin Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie og hinsvegar er það bók sem heitir Fiskbúðin, sem lýsir því hvernig maður á að skapa jákvætt starfsumhverfi, vera jákvæður fyrir vinnunni og verkefnunum þar. Bið að heilsa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú getur þakkað halldóri hermanns fyrir fyrri bókina.

til hamingju

kolb1 (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:49

2 identicon

Stoltur af þér.. allt á uppleið hjá mínum

Dóri Skarp (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 00:51

3 identicon

Haltu áfram að vera duglegur í vinnunni, færð það tilbaka ef yfirmaðurinn er ekki þröllaheftur.

Ívar Péturs (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:54

4 identicon

LOL

Admiral Awesome (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 18:25

5 identicon

Ætlar þú að splæsa á barinn eða?

Hansel (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband