FFE

Í leit okkar að lífinu, leitin að okkar æðri tilgangi í lífinu, þá berast margar hugsanir til okkar. Eigum við einhvern sérstakann tilgang í lífinu? Eins og staðan er í dag, þá finnst mér ég ekki hafa neinn tilgang. Ég hef gaman af lífinu, margt sem má betur fara, hlutir sem ættu að vera minna mál eru það kannski ekki. Tala nú bara um að kaupa sér húsnæði eða geta gert það sem maður vill.
Lífið er stundum alltof flókið, sem er algjör óþarfi. Maður er alltaf að reyna að standa sig, reyna að gera öllum til geðs, þó svo að það sé náttúrulega ekki hægt. Menn geta tekið upp á allskonar ósiðum, drekka brennivín, dópa, nota tóbak, ekki hreyft sig, borðað óhollan mat og þess háttar. En ef maður hefði ekki þessar dásemdir lífsins, hvað væri þá gaman af lífinu? Það sem veitir mér ánægju í lífinu eru vinir mínir, hlutir sem gera fólkið í kringum mig ánægt því þá get ég samglaðst því. Mér finnst til dæmis miklu sælla að gefa heldur en að þiggja, ég þoli ekki fólk sem þiggur alltaf en gefur ekkert til baka, svona fólk mætti kalla tækifærissinna, fólk sem kann að notfæra sér aðstæður svo það geti hagnast á því án þess að þurfa að leggja neitt til. Svona fólk þarf að gera sér grein fyrir því ef það gerir eitthvað fyrir fólk, þá kunna aðrir að meta það, fólk þarf bara að finna það hjá sjálfu sér. Hvernig er hægt að vera hamingjusamur þegar einhver annar nákominn manni er óhamingjusamur? Þegar vinur á erfitt þá er ég alltaf tilbúinn að vera öxlin til þess að halla sér upp að, vera sá sem hlustar og gefur ráð eða reyna að styðja hann í því sem hann er að fara að gera. Til er fólk sem reynir að upplifa dramatík í gegnum vini sína. Ef vinur er í einhverju basli, þá kemur einhver vinur og reynir að blanda sér inn í málið. Eigum við ekki öll okkar eigið drama sem við þurfum að leysa án þess að þurfa að blanda okkur inn í mál annara sem koma okkur ekkert við. Ekki eru allir vinir manns eins, það gefur manni ákveðna möguleika og fjölbreyttni, gott er að eiga vini með misjöfn áhugamál svo hægt sé að eyða frítímanum í mismunandi áhugamál. Eitt af því sem mér finnst vanta síðan ég flutti til Reykjavíkur er að kynnast nýju fólki, reyndar það fólk sem ég hef kynnst er allt topp fólk og er ég t.d. ánægður með að kynnast vinnufélögunum í Samskip. Ég var þannig að ég dæmdi fólk alltof fljótt og vildi ekki gefa því tækifæri að láta ljós sitt skína, maður hefur brennt sig á þessu en ég er hættu því sem betur fer. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband