19.11.2007 | 18:14
Allt og ekkert
Ég get ekki dælt bensíni svo það hitti á sléttu tölu. Ætlaði að dæla bensíni fyrir 5000 kr áðan, passaði mig rosalega að dæla rólega í endann svo ég mundi nú hitta á akkurat 5000 kr, svo dældi, það var komið upp í 4999 kr og þá hvað? Ég ýti örlítið á dæluna og þá pompar þetta upp í 5001 kr.
Ég er farinn að halda að olífélögin séu að leika sér að gera þetta, auðvita græða þau mikið á þessari
1 krónu, þið getið rétt ímyndað ykkur ef allir mundu dæla 1 krónu framyfir, þá græða þau mikið á þessu. En ég gerðist svo frakkur að bjóða 5000 kr í 5001 krónu og það var samþykkt.
Ég er farinn að halda að olífélögin séu að leika sér að gera þetta, auðvita græða þau mikið á þessari
1 krónu, þið getið rétt ímyndað ykkur ef allir mundu dæla 1 krónu framyfir, þá græða þau mikið á þessu. En ég gerðist svo frakkur að bjóða 5000 kr í 5001 krónu og það var samþykkt.
Það er ekkert mál að koma upp einhverju kerfi sem maður getur bara stimplað inn þúsund kall eða hvað það er og þá fer dælan ekkert framyfir það, það er meira segja svoleiðist kerfi á dælunum í Bolungarvík.
Núna er ég að mikla því fyrir mér að fá mér aukavinnu, bæði peningalega séð og svo líka bara til þess að hafa eitthvað til að gera. Mér finnst mjög asnalegt að 22. ára gamall maður fari beint upp í rúm eftir vinnu og hangi þar þangað til að hann fari að sofa. Tíminn er peningar og því ekki að eyða honum í það að vinna sér inn peninga í staðinn fyrir að hanga í tölvunni að gera ekki neitt.
Ég veit að Kolbeinn er ekki sammála mér í því að peningar skipta miklu máli, ég er svo sem á báðum áttum í þeim efnum. Ég er rosalega nægjusamur, ég þarf ekki mikið, ég vill vera laus við skuldir og þess háttar og mig langar bara að geta átt einhverja peninga einhverntímann.
Ég er ekki að biðja um einhver forstjóra laun, bara þannig að ég gæti keypt mér íbúð, bíl og svona nokkurnveginn það sem mér langar í. Ég kaupi ekki hluti bara til þess að eiga þá og geta sagt að ég eigi þá, ég kaupi mér reyndar sjaldan eitthvað eigulegt, það er kannski hluti af nægjuseminni í mér.
Mig langar í stórt LCD sjónvarp en ég hef ekkert við það að gera. Mig langar í dýr og flott jakkaföt, en ég hef ekkert við þau að gera, myndi bara langa í jakkaföt sem eru falleg og vel gerð, svo ég þurfi ekki að kaupa mér ný á hverju ári.
Ég vill hinsvegar miklu frekar eyða mínum peningum í að gera eitthvað skemmtilegt með vinum mínu, áfengi, fara í bíó eða keilu, paintball, tónleika og þess háttar. Það myndi líkja skilja eitthvað eftir sig.
Það er mikið verið að tala um veislur hjá ríka fólkinu, að það sé að eyða miklum peningum í þessar veislur, fá fræga og dýra skemmtikrafta, flottan mat og drykk og þess háttar. Mér finnst það allt í lagi, gott og gilt. Ég var svo sem ekkert ánægður með það þegar Ólafur forstjóri Samskip gaf einn milljarð til þróunaraðstoðar, jú það er svo sem í lagi en hefði svo sem alveg mátt hækka launin hjá okkur í staðinn, þó svo að maður sé nokkuð sáttur við sitt lífsviðurværi.
Ef ég ætti að halda afmælisveislu, þá væri hún ósköp einföld og ekki dýr, því ég hefði ekki efni á dýrri veislu. Ég myndi halda veisluna um sumar, á einhverju fallegum sumarkvöldi. Ég mundi reisa stórt veislutjald. Þar mundi ég safna saman öllum vinum mínum, yrði með mörg grill, menn kæmu sjálfir með eitthvað á grillið, t.d. kótilettur, kjötsúpu, keppi eða kornmaís, það er nú það allra nýjasta.
Svo kæmu allir með sitt eigið brennivín og nóg af því, veislan væri ekkert afmæli eða djamm, þetta væri gott fyllerí, þar sem allir ættu að vera blindfullir og skemmta sér. Svo væri Biggi Olgeirs að spila, meðan allir sætu við varðeld, þetta væri svona afmæli/útilegu stemmning. Já þetta væri bara haldið út í sveit, fólk tjaldaði, þetta væri kannski bara svona góð afmælishelgi.
P.S. Það er komin ný könnun!
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég mæti í afmælið þitt, það er alveg á hreinu.
Emmi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:39
Ég myndi meira að segja gefa þér gjöf, en það er bara því ég elska þig..
Hansel (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:40
Má ég koma með deit?
Þór Sveins (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 02:38
Ég myndi gera heimildarmynd tileinkaða þér og lífi þínu. Með viðtölum við fólkið sem elskar þig mest en líka með viðtölum við fólkið sem hefur brennt sig á þér á lífsleiðinni.
Sölvi (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 17:55
ég myndi tak castro með mér og hann myndi sjá um dyravörslu. Svo að engir óvinir gætu crashað afmælið þitt
Helgoz Danoz (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 19:27
Castro verður samt að leyfa Own Wilson og Vince Vaughn að crassa afmælið..
Hansel (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:30
Hvenær áttu eiginlega afmæli?
Jói Guðna (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:31
Sælir meistari, heyrði af þessari könnun út í bæ, og gerði mér ferð á síðuna þína til þess að svara henni.
Leibbi (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.