6.12.2007 | 22:43
Bjólfskviða
Fór á Bewulf áðan og hún er hreint út sagt stórkostleg. Til að byrja með er þetta fyrsta myndin sem ég sé í þrívídd og það var mögnuð upplifun, ótrúlegt hvað maður lifir sig inn í myndina. Svo finnst mér myndir sem gerast á víkingatímanum mjög spennandi, sverð, skyldir, mjöður og nóg af konum til að sænga hjá á hverju kvöldi. Bjólfur lét tæla sig í myndinni fyrir auðæfi, völd og dýrðarljóma það sem hann átti eftir ólifað, það var nú heldur engin smá gugga sem náði að tæla hann, Angelina Jolie sem var hot as hell í þessari mynd og hefur aldrei verið heitari en í þessari mynd. Maður fyllist einhverju stolti þegar maður sér víkingamyndir, stoltur að vera afkomandi víkinga, kannski voru íslenskir víkingar ekkert svakalegir, en við hljótum að njóta vafans.
Í aðdragandum af þessari mynd fór ég að hugsa um hvað menn á þessum tíma þurftu og þurftu ekki að gera. Menn þurftu að berjast fyrir land sitt, þjóð sína og ætt. Menn voru tilbúnir að deyja fyrir land sitt og þjóð. Mundi maður gera slíkt hið sama fyrir land sitt?
Því spyr ég ykkur í könnunni hérna til hliðar, mundu þið berjast og deyja fyrir land ykkar?
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mamma segir að ég sé Víkingur
Dóri Skarp (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:42
Svona hetjumyndir finnst mér alltaf fegra þetta hugtak "að deyja fyrir þjóð sína" ..
Í dag er besta dæmið um slíkt, arabaþjóðirnar - Finnst einhverjum þeir vera hetjur fyrir að vilja ganga svo langt vegna þjóðrækni sinnar? Ónii..
Ég myndi ekki deyja fyrir landið mitt í dag - Ekki nema gerð yrði bíómynd um það og einhver þrælmyndarlegur gæji myndi leika mig! Þá skulum við tala saman..
Sæll frændi..
Baba Ganoush (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 17:01
ég myndi láta Dóra mömmuvíking deyja fyrir þjóð sína,
Þór Sveins (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.