25.12.2007 | 03:02
Anal-áll 2007
Það gerðist nú ekki margt merkilegt á þessu blessaða ári í mínu lífi, þó svo að eitthvað hafi gerst.
Það má segja að ekkert hafi breytt lífi mínu til hins betra, kannski að maður sé fastur í viðjum vanans.
Ég skipti um vinnu á árinu, það var næs og ég sé alls ekki eftir því. Systir mín eignaðist sitt fyrsta barn og er ég mjög hamingjusamur fyrir hennar hönd, þó svo að dóttir hennar sé alltaf sofandi og vilji ekkert tala við mig.
Ég skipti um bíl, Toyota Yaris T-Sport heitir druslan, algjör gellu bíll, ég er ánægður með hann, lítill og nettur, fínn í klikkuðu umferðinni í Reykjavík.
Páskarnir voru góðir fyrir vestan þetta árið, skemmti mér alveg konunglega, Aldrei fór ég suður er bara algjör snilld, myndast einhver sérstök stemmning sem ég get ekki lýst.
Mýrarboltinn var skemmtilegur um verslunarmannahelgina, Gemlingarnir stóðu sig með prýði og lentu í þriðja sæti. Drullan var sérstaklega erfið þetta árið og voru ekki skoruð mörg mörk.
Svo voru fullt af góðum fylleríum í sumar, sjómannadagshelgin og markaðsdagshelgin í Bolungarvík, Bubba með Símoni, útilega með Símoni, Emma, Stebba og Varða kenndur við H.
Þorrablót Bolvíkingafélagsins var einning fín skemmtun, því að maður er manns gaman.
Flestir háskólamennirnir meikuðu ekki háskólann, þannig að það fór sem fór. Biggi Olgeirs fór að kenna á Flateyri, Jói breyttist í Kjötsúpu Jóa í byrjun ágústsmánuðar, Dóri Skarp datt í það og keyrði fullur með öllu tilheyrandi, Símon keypti sína fyrstu íbúð, Emmi reyndar líka, hann er reyndar old news í þeim efnum.
Kolbeinn varð Dramadrottningin og Biggi Olgeirs Röflkóngurinn, þeir giftu sig við hátíðlega athöfn í sorpbrennslunni Funa á Ísafirði núna í sumar.
Blæðandi mey, þá segi ég nei.
Dóri Skarp og Kolbeinn búa saman í Engihjalla 9 í Kópavogi, Kolbeinn er nemi og Dóri er þjónustufulltrúi hjá Símanum í Smáralindinni.
Jói Guðna eyðilaggði næstum því jólin fyrir mér.
Snævar hitti konu sem eldaði svona andskoti góðann kjúklingarétt.
Biggi fór í leikhús.
Gunni Jóns gaf blómið sitt.
Þór Sveinsson fór aftur í skóla.
Ívar P gekk til liðs við lögregluna.
Og ég fór í gegnum árið án þess að þurfa að eiga samræði við konu.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur annáll:)
Ásta María (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:13
Ekki er öll nótt úti enn.. Þú hlýtur að geta veitt eitthvað á jólunum fyrir vestan því maður er manns gaman þó að allt sé gott í hófi og allt það..
Hansel (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 16:53
Mér finnst þú vera betri maður að hafa ekki haft samræði við konu. Þú fékkst nú að horfa á samræði í sumar og ekki fannst þér það fallegt.
Emmi (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:24
Ég er ekki sáttur við að hafa ekki verið nefndur á nafn í þessari annars fínu færslu, ég var t.d. með þér í útileigu í sumar!! ég er crasy.....
Þröstur (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.