6.1.2008 | 02:08
Listin að lifa
Þegar ég læt hugann reika í gegnum minn sýrða huga þá dettur mér margt furðulegt í hug. En í þetta skiptið komst ég að því út á hvað lífið gengur.
Lífið gengur einfaldlega út á það að fullnægja þörfum sínum, þá farið þið kannski að hugsa: Fullnægja hvaða þörfum?
Við höfum margvíslegar þarfir og við fullnægjum þeim eftir okkar eigin og persónulegu þörfum.
Við fullnægjum þörf okkar til að borða, sinnum þörfum okkar á klósettinu, fullnægjum félagslegu þörfinni, kynhvötinni, að vera með vinum okkar og svo framvegis. Við fullnægjum fíknum okkar. s.br. alkahóli, fíkniefnum, reykingum, kynlífi, spilafíkn og þess háttar. Þó svo að fíknir séu beinlínis ekki þarfir, þá höfum við skapað fíkninni grundvöll í hring okkar til þess að fullnægja.
Við gerum nánast allt til þess að fullnægja þörfum okkar. Ef okkur langar í stórt og flott sjónvarp, þá verðum við að eiga pening fyrir því, ef við eigum ekki fyrir því þá fáum við lánaðan pening til þess t.d. hjá vini. Ef hann vill ekki lána okkur pening þá förum við í bankann og látum hann lána okkur. Ef bankinn vil ekki lána okkur pening þá leggjumst við það lágt að annaðhvort misbjóða líkama okkar í staðinn fyrir pening eða við hreinlega bara stelum honum.
Ekki eru allar þarfir þannig gerðar að við þurfum að fullnægja þeim. Við höfum enga þörf fyrir að særa neinn, verða ástfanginn eða eignast börn. En engu að síður gerum við þetta, hvort sem við séum í stakk búinn eða ekki, eða hreinlega komumst ekki hjá því, útaf því að röð atvika hafa skapað okkur þessi örlög.
Við eigum ekki að láta þörfina stjórna því hvernig við lifum lífinu. Okkur langar að gera marga hluti, hluti sem eru ef til vill forboðnir og bannaðir, því verðum við að staldra aðeins við og hugsa hvort við séum að gera rétt.
Lífið gengur einfaldlega út á það að fullnægja þörfum sínum, þá farið þið kannski að hugsa: Fullnægja hvaða þörfum?
Við höfum margvíslegar þarfir og við fullnægjum þeim eftir okkar eigin og persónulegu þörfum.
Við fullnægjum þörf okkar til að borða, sinnum þörfum okkar á klósettinu, fullnægjum félagslegu þörfinni, kynhvötinni, að vera með vinum okkar og svo framvegis. Við fullnægjum fíknum okkar. s.br. alkahóli, fíkniefnum, reykingum, kynlífi, spilafíkn og þess háttar. Þó svo að fíknir séu beinlínis ekki þarfir, þá höfum við skapað fíkninni grundvöll í hring okkar til þess að fullnægja.
Við gerum nánast allt til þess að fullnægja þörfum okkar. Ef okkur langar í stórt og flott sjónvarp, þá verðum við að eiga pening fyrir því, ef við eigum ekki fyrir því þá fáum við lánaðan pening til þess t.d. hjá vini. Ef hann vill ekki lána okkur pening þá förum við í bankann og látum hann lána okkur. Ef bankinn vil ekki lána okkur pening þá leggjumst við það lágt að annaðhvort misbjóða líkama okkar í staðinn fyrir pening eða við hreinlega bara stelum honum.
Ekki eru allar þarfir þannig gerðar að við þurfum að fullnægja þeim. Við höfum enga þörf fyrir að særa neinn, verða ástfanginn eða eignast börn. En engu að síður gerum við þetta, hvort sem við séum í stakk búinn eða ekki, eða hreinlega komumst ekki hjá því, útaf því að röð atvika hafa skapað okkur þessi örlög.
Við eigum ekki að láta þörfina stjórna því hvernig við lifum lífinu. Okkur langar að gera marga hluti, hluti sem eru ef til vill forboðnir og bannaðir, því verðum við að staldra aðeins við og hugsa hvort við séum að gera rétt.
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert svo hugljúfur drengur..
En hérna, er fegurðarfoli vikunnar orðið svona mánaðarlegt bara..?
Hansel (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.