Hve glöð er vor æska!

Sigurvin Guðmundsson fæddist í Bolungarvík, 6. júní 1985 á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík. Mamma setti stefnuna á að eiga mig 5. júní, því að pabbi hennar fæddist þá. En ég kom nú í heiminn 6. júní enda á ekki ómerkilegri maður en Bubbi Mothens afmæli sama dag og Svala Albertsdóttir litla frænka hans Dóra Skarp reyndar líka, sem er öfgatöff. Ég var nú víst ekki mikið fyrir að vera á spena og færði mig fljótlega yfir á pelann og þótti sopinn betri í pelanum og þykir enn, þó svo að það megi nota spenana í margt annað en að fæða lítil börn. Mér snuðin ofsalega góð líka, snudda eða dudda. Ég gat setið tímunum saman og nuddað snuðinu mínu upp úr teppinu í stofunni og svo nuddaði ég snuddunni með kuskinu á beint á nefið á mér. Snuddan var minn besti vinur enda lagði ég þeirri iðju ekki á hilluna fyrr en ég var 4 ára gamall. Reyndar týndi ég snuddunni minni einu sinni og varð alveg brjálaður. Mamma sagði mér ekki fyrir svo löngu síðan að Maggi hennar Guðrúnar hefði fundið snudduna stuttu seinna og komið með hana til mömmu en mamma sagði honum bara að henda henni, þvílík mannvonska.
 
Í leikskólanum var nú gaman, iðulega reyndi maður að strjúka í burtu, stundum tókst það og stundum ekki. Maður var náttúrulega kolvitlaus eins og alltaf, það var hótað að þrífa munninn á manni með sápu og þess háttar. Svo þegar fóstrunnar gáfust endanlega upp á mér þá bundu þær mig fastann einu sinni, held að það sé bannað. Svo var ég í pössun hjá Gunnu heitinni, mömmu hennar Helenar Jóns. Hún var alltaf svo góð við mig og kippti sér ekki mikið upp við lætin í mér. Hún fór með mig á leikskólann og svo kom hún að ná í mig og fóstrunar fóru að kvarta undan minni hegðun, þá sagði Gunna bara: Æji þessi elska. Nákvæmlega Gunna, þakka þér fyrir þessa jákvæðni.
 
Svo fór Gunna með mig á Geirastaði og þar bar meint óþekkt mín á góma, mamma hennar Gunnu var nú ekki lengi að finna ráð við óþekktinni í mér, hún náði í þá stærstu sprautu sem ég hef nokkurntímann séð og sagði við mig ef ég væri ekki stilltur þá mundi hún sprauta mig. Þá varð ég allaveganna stilltur um sinn en það átti fljótt eftir að breytast aftur til hins verra.
 
Enn í grunnskóla hélt strákurinn, með Turtles skólatösku af dýrustu sort, fólk var greinilega ekki að átta sig á því hvað það var að kalla yfir sig.  Þar skiptust á skin og skúrir, aðallega skúrir og smá haglél. Ég var undir borðum, upp i gluggakistum, kjaftandi út í eitt og annað tilfallandi. Það má segja að ég hafi verið maður sem hélt kennaranum við efnið og lét hann ekki komast of auðveldlega í gegnum daginn.
 
Við strákarnir gerðum ýmislegt af okkur, því man ekki eftir neinum sérstökum hádegisviðburð sem ég skipulagði sjálfur. Það var t.d. vinsælt í handmenntartíma að kasta títuprjónum í viftuna sem hringsnérist á ógnarhraða í stofunni.  
 
Hegðun mín var viðvarandi vandamál í bekknum. Ég man að í 2.bekk þá var Kristín Örnólfs umsjónarkennarinn okkar. Foreldrar mínir létu mig þá fá litla bók og eftir skóladaginn átti ég að rétt kennaranum þessa bók og átti kennarinn að skrá niður hegðun mína heilt yfir daginn. Svo átti ég að taka bókina til baka og sýna Mumma og Signýju afrakstur hegðunar dagsins. Veit nú ekki alveg hverju þessu skilaði því ég batnaði alls ekkert í hegðun þó svo að foreldrar mínir voru orðnir metvitaðari um hegðun mína. Stilltu krakkarnir fengu alltaf stimpil fyrir góða hegðun, sá stimpill innhélt annaðhvort broskall eða fýlukall, ég tippaði ávallt á fýlukallinn. Enn eitt skiptið varð ég fyrir vonbrigðum, því þá fékk ég broskall og bekkurinn klappaði fyrir þessum merkilega áfanga í mínu lífi,
enda urðu þáttskil í mínu lífi með þessari viðurkenningu og bý ég ennþá að þessari viðurkenningu.
 
Eitt sem ég gat aldrei skilið í grunnskóla var danskennsla. Í 5.bekk byrjuðum við að læra dans, þetta var það versta sem skólinn gat gert. Strákar þola stelpur ekki í 5.bekk og ekki nóg með það, við þurftum að dansa við þær. Dansinn fékk nú ekki að njóta sín nema í nokkrar mínútur í hverjum tíma enda vorum við strákarnir löngu búnir að sleppa takinu af dömunum og farnir að gera eitthvað allt annað, t.d. að glamra á píanóið. Mikið máttu stelpurnar líða. Stundum varð það svo slæmt að tíminn gat ekkert byrjað því við gátum ekki setið stilltir og prúðir og það fór dágóður tími í að reyna að byrja kennsluna.
 
Eitt skiptið þurfti Snævar að dansa við stelpu sem mér líkaði ekkert allt of vel við. Og þar sem ég er vinur hans Snævars vildi ég gera honum greiða og losa hann undan þessu. Ég vafði upp dagblað þannig að það varð þetta fína barefli og svo lét ég bara vaða í andlitið á stelpunni.
Elín Þóra hans Elvars Stefáns og mamma hans Auðuns var að kenna okkur dans og vill ég koma fram þakkæti til hennar fyrir að halda geðheilsunni eftir þessa baráttu.
 
Það kemur framhald síðar 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha:)

man mjög vel eftir þessum tíma.. Þú ert alveg yndislegur Sigurvin minn... æi þessi elska

Helena (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:42

2 identicon

Snilld!! Vá hvað það var gaman að lesa þetta Okkur stelpunum þótti nú svolítið gaman af ykkur elskunum okkar ...

Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:48

3 identicon

Jahá, sjáið hvað ég hef þurft að þola með þetta gerpi sem bróðir?

En svo sannarlega get ég ímyndað mér að títuprjónakastið hafi ekki vakið mikla lukku hjá Dóru Línu. Furðulegt hreint að hún hafi haldið geðheilsu eftir þessi ár með ykkur!

Ásta María (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:04

4 identicon

Ég held að fólk sem talar svona mikið um geðheilsu sé búið að tapa geðheilsunni..

Hansel (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:04

5 identicon

ekki kasta steinum úr glerhúsi ásta mín

kolb1 (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 02:00

6 identicon

Gaman að lesa þetta Sigurvin, rifjast upp margir hlutir síðan í grunnskólanum og þó það hafi verið læti í ykkur drengjunum þá höfðum við stelpurnar nú lúmskt gaman að þessu oftar en ekki:) Hlakka til að lesa framhaldið!

Karitas (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:53

7 identicon

Kolbeinn, láttu bekkjarsystir mína í friði annars kasta ég grjóti í þig..

Hansel (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband