Euro 2008 ásamt öðru

Vá hvað ég dýrka Rússana eftir leikinn gegn Svíum. Þeir spiluðu óaðfinnanlega og tættu vörnina hjá Svíunum sundur og saman. Það voru þrír leikmenn þarna sem eiga örugglega eftir að færa sig um set og fara til einhverra stórra liða í sumar. Andrei Arshavin sem spilar með Zenit,
Roman Pavlychenko hjá Spartak og Yuri Zhirkov CSKA. Þeir mættu allir koma og spila fyrir Newcastle á næstu leiktíð. Og á meðan geta Svíarnir ekki drullast til að nota Kim Kallström í liðinu hjá sér.
Þjálfari Svía Lars Lagerback hugsaði eflaust að hann hentaði ekki inn á miðjuna vegna þess hversu sókndjarfur hann er, en ef hann hætti að hugsa um það og pældi í því hvað Kallström gætti gert fyrir Svíana í sókninni.
 
Þetta mót er búið að vera æðislegt og það er svo sem ekki ýkja mikið sem hefur komið mér á óvart.
Það væri þá helst hversu sterkir Hollendingarnir hafa verið, Frakkarnir eru með mjög lélegt leikskipulag, það er synd, því þetta er flott lið á pappírunum og svo er ég búinn að hafa fulla trú á mínum mönnum í Króatíu og svo vona ég bara að Rússarnir haldi áfram á þessari braut. Enda eru þeir í tussu formi og eiga heilmikið inni. Þeir eru mjög fastir fyrir og spila góðann fótbolta.
 
En þá að öðru. Ég er búinn að vera í sumarfríi síðan 30.maí og ég fer að vinna næsta mánudag. Var fyrir vestan í tvær vikur og leiddist mjög mikið. Sjómannadagshelgin var engu að síður mjög skemmtileg og ekkert út á hana að setja. Svo kom ég til Reykjavíkur á föstudaginn og fór svo á laugardaginn í útskriftarveislu eða partý hjá Berglindi kærustunni hans Arons. Það var haldið á Skógum. Það var mjög gaman, við settum upp flóttamannabúðirnar hans Símons og ég gisti þar, ásamt Hávarði sem gerðist köttur í bóli bjarnar. Það var æðislegur matur og mikið sungið og trallað.
Svo daginn eftir fékk ég að skoða fjósið og fjárhúsin en okkur var hent út eftir að Elmari grýtti einu lambinu beint á andlitið.
 
Svo kíkti ég í partý til Einars á mánudaginn. Við stoppuðum ekki lengi þar því okkur var boðið í partý í íbúðinni við hliðiná Einari. Þar var eitthvað fólk sem við þekktum ekki neitt og ber þar helst að nefna nokkrar danskar stelpur. Ég hef hreina unun af því að spjalla við danskt fólk þegar rakastigið er orðið hátt og reyni yfirleitt að beita dönskunni eftir fremsta megni. En það fer alltaf á eina vegu.
 
Það er sama hversu mikið maður reynir að nota danska hreiminn, danir geta bara ekki skilið mann og plús það að maður kann ekki mikið í dönsku, ætli það sé bara ekki málið. Þá notar maður bara ensku og málin leysast.
 
Svo er aldrei neitt að frétta. Ekki nema að stelpa fréttir það að maður kallaði hana röngu nafni og maður var víst tilbúinn að gangast við barninu hennar. Svo laug ég því að Elmari að hún hefði komið í heimsókn til mín í gær. Ég gerði það viljandi því að Elmar var bara svo spenntur fyrir þessu. 
Face á þig Elmar. Maður verður bara að vera heiðarlegur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Emma líkt að ráðast á lítið lamb!

Stebbi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:19

2 identicon

Ég sem var svo ánægður fyrir þína hönd og hélt að þú hefðir fundið hamingjuna í örmum kvenmans. Hvað lambið varðar þá var það óviljaverk.

Emmi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 07:15

3 identicon

ég var að fá nýjar fréttir af lambinu sem emmi misnotaði....það er búið að liggja í dái í eina viku en vaknaði nú fyrir nokkrum mínútum og komst að því að það mun aldrei ganga aftur....það er algjörlega niðurbrotið og hefur ákveðið að kæra emma....ég varð vitni að þessari hrottalegu árás og mun tala máli lamsins.

Simmi Young (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:12

4 identicon

Takk fyrir að standa ekki með mér.

Emmi (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband