Lífstílsbreyting

Heilir og sælir
 
Núna er ég búinn að vera á Herbalife í þrjár vikur og líkar það rosalega vel. Ég drekk tvo næringasjeika á dag, sem inniheldur tvær skeiðar af næringadufti og eina skeið af próteini. Þrisvar á dag tek ég fjölvítamín og einnig trefjatöflur. Því það er nú einu sinni þannig að fólk í nútíma samfélagi fær ekki nægilega mikið af vítamínum, trefjum og þeim nauðsynlegu efnum sem líkaminn þarfnast úr fæðunni sem það innbyrðir.

Það er ekki auðvelt fyrir alla að setja saman fæðuna þannig að við fáum sem mest af öllum næringaefnum sem líkaminn þarfnast. Við þurfum prótein, kalk, vítamín, trefjar svo fátt eitt sé talið. Fólk hreinlega veit ekki hvaða fæðuflokkar innihalda slík næringaefni. 
 
Milli mála drekk ég mikið vatn og hið geysilega góða te frá Herbalife, te sem er vatnslosandi, innheldur 1/3 magn koffíns  miðað við venjulegan kaffibolla, þ.e.a.s. 66,66% minna koffín, svo er þetta te bæði gott heitt og kalt. Svo borða ég spelt hrökkbrauð og mikið af ávöxtum. 
 
Og án þess að hljóma klisjukenndur að þá líður mér miklu betur eftir að hafa kynnst Herbalife, þó ég sé ekki búinn að nota vöruna í nema þrjár vikur. Herbalife er engin skyndilausn en gríðarleg góð byrjun á nýjum lífstíl og að sjálfsögðu þarf að hreyfa sig svo maður grennist, borða hollan mat, litlar máltíðir fimm til sex sinnum á dag og drekka mikið vatn, því vatn hjálpar til að hreinsa líkamann og heldur honum ungum og fögrum.
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert ofurkrútt

AMG (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband