9.9.2009 | 17:58
Fartölvur
Það líður ekki að löngu þangað til að ég þarf að fjárfesta í nýrri fartölvu. Í dag er hægt að fá allskonar fartölvur og þessvegna langar mig að skapa smá umræðu um ykkar reynslu af fartölvum, tölvur frá hvaða framleiðendum hefur reynst ykkur best og hvaða tölvur sem ekki hafa ekki reynst ykkur vel.
Persónulega hef ég átt tvær fartölvur, eina frá Dell sem ég keypti hjá Pennanum árið 2003 minnir mig og í dag á fartölvu frá Packard Bell sem ég keypti í Elko í janúar 2007. Á sínum tíma kostaði Dell tölvan mig ca. 160.000 þús kr ef ég man rétt, enda var þetta með flottari tölvum á markaðnum árið 2003. Packard Bell tölvan kostaði mig tæpar 80.000 þús kr árið 2007 og hefur reynst mér rosalega vel, fyrir utan að harði diskurinn hrundi í henni og rafmagnstengið í tölvunni er að fara að gefa sig.
Ég hef eiginlega bara heyrt slæma hluti um tölvur frá Hewlett Packard (HP) og þekki nokkra sem hafa ekki gefið þeirri týpu háa einkun.
Ég hef bara heyrt góða hluti um tölvur eins og Acer, Toshiba og Dell. Hinsvegar hef ég ekki heyrt mikið talað um tölvur frá IBM, Fujitsu Siemens, Apple, Lenovo, Asus og ég man ekki eftir fleirum í augnablikinu.
Endilega notið kommentakerfið og segið mér ykkar reynslu af fartölvum!
Svo set ég inn nýja skoðannakönnun, hún er vinstramegin á síðunni og hljómar svona:
Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?
Um bloggið
Sigurvin Guðmundsson
Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Packard Bell og ég er ekki sáttur.
Unnþór (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 23:33
apple - lovvit.
Gulla (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.