Færsluflokkur: Bloggar

Concorde

Hvað get ég sagt, hvað get ég gert. Fór að spá í Biblíuna áðan. Til hvers var Biblían skrifuð. Fór að spá í því hvað það væri gaman, ef það er til himnaríki og maður fari þangað þegar maður deyr, hvað það væri ógeðslega gaman að hitta mikið af fólki þar. Ég mundi plögga saman rosalegri hljómsveit og halda svakalegasta partý sem haldið hefur verið. Í hljómsveitinni yrðu John Lennon, Freddie Mercury, Elvis Presley, Ray Charles, George Harrison og Johnny Cash, vantar samt einn trommara. Svo mundi ég fá mér í glas með með öfum mínum og dansa við ömmur mínar, þetta væri skothelt. En svo er spurningin, fer sálin upp til himna eða er líkaminn og andinn inn í honum bara keðjuverkun sem fær líkamann til að halda sér gangandi. Ég hallast að því að samspil allra lífæra stjórni þessu. Menn þurftu samt að skrifa heila bók, þ.e. Biblíuna bara til þess að fá fólk til að trúa einhverju og að það væri líf eftir þetta líf og drottinn mundi hjálpa okkur í gegnum lífið. En hver er staðreyndin. Fólk fæðist fatlað, menn fá allskonar sjúkdóma sem þeir geta dáið úr og maður missir ástvini sína í hræðilegum slysum. Hvernig getur drottinn gert manni það. Fyrir mitt leiti ættu allir að vera sáttir að fá að lifa í 80-100 ár, maður hefur ekkert við meira að gera þegar maður er orðinn hundgamall. Ég segi ekki að það væri ekki gaman að fá framhaldslíf og ef það væri, þá væri það annsi mikil áhætta. Þú gætir fæðst sem blökkumaður í Afríku eða sem hundur. 

Lexington Steele

Gömul rússnesk kona hefur haft samband við rússnesku neytendasamtökin eftir það kom í ljós að hún hafi keypt köttin í sekknum. Þessi umrædda kona er ekki með háan ellilífeyri en fór engu að síður út í búð að kaupa sér kjúkling. Síðan fréttir hún það nokkru seinna að allur kjúklingurinn í búðinni er sýktur af fuglaflensu og greyið konan var búinn að eyða aleigunni í kjúklingakaup. Hún ekki fengið að skila kjúklingnum og fengið endurgreitt, því hver vill fá sýkt hæsni af fuglaflensu. 

Þetta er ein af fjölmörgum dæmisögum úr nútímanum. Ekki eitthvað sem við kippum okkur upp við en samt hlutur sem maður ætti að velta fyrir sér.  


Totally

Hæ. Þetta er Sigurvin. Þetta er bloggið mitt. Hér skrifa ég einhverja vitleysu sem fólk kýs að lesa. Stundum er ekki auðvelt að gera fólki til geðs, fólk er eflaust að bíða eftir að ég skrifi eitthvað sniðugt, eða það held ég allaveganna. Biggi Olgeirs er t.d. ekki búinn að blogga síðan einhverntíman þegar sólrisan á Ísafirði var, Ívar P hendir inn einni færslu svona stöku sinnum og Jói Guðna bloggar t.d. ekki neitt, því að hann á ekkert blogg. Maður þarf svo sem ekkert að vera einhver merkilegur penni til að skrifa bloggfærslu, þú skrifar bara það sem langar hverju sinni, það fyrsta sem þig dettur í hug. Stundum hefur maður frá einhverju merkilegu að segja úr sínu lífi eða lífi annara, en ef maður hefur ekkert að segja, að þá skáldar maður bara eitthvað og bullar. Ég bulla t.d. rosalega mikið, hegða mér stundum kjánalega og reyni stundum að vera fyndinn þegar augnablikið býður ekki upp á það. Ég er nátturulega bara maður augnabliksins, þegar ég sé tækifæri til að fara með gamanmál, þá læt ég það flakka. Það er ekki ætlunin að særa neinn, stundum missir maður bara hluti út úr sér á kolröngu augnabliki. Mér finnst miklu skemmtilegra að hlæja heldur en að gráta, manni líður miklu betur í góðum félagsskap þegar menn eru að grínast og fara með gamanmál. Tala nú ekki um ef menn fá hláturskast og geta engan vegið hætt að hlæja. Það er þetta óvænta sem fær mann til að hlæja mest, það verður að grípa augnablikið. Ég og Ævar vorum einu sinni í heimsókn hjá manni sem ég kýs að kalla Blackcock and two girls sucking his cock. Við vorum búnir að vera í langan tíma að reyna að tengja DVD spilarann hans og reyna að fá myndina Children of men í sjónvarpið. Og svo allt í einu gerist það, við fengum þessa fínu mynd upp á skjáinn, ekki Children of men heldur það sótsvartasta blökkumannaklám sem ég hef séð. Blökkumaður situr með sitt reður út í loftið og þar eru tvær blökkumannakonur að gefa honum munnmök. Ég og Ævar gátum ekki hætt að hlæja enda var þetta örugglega svolítið óþægilegt fyrir manninn sem átti spóluna sem var í videotækinu að horfa upp á okkur vera að hlæja af þessu.
Ég veit ekki hvað ég mundi gera ef það væri ekki gamanefni í þessu lífi, pælið í því ef það væri ekki til hlátur og maður þyrfti bara að gráta í staðinn fyrir að hlæja, en það er líka hægt að grenja úr hlátri en þá grenja menn ekki bókstaflega heldur er bara tekið svona til orða. Þegar ég hlæ mikið þá fæ ég verk í magann og á erfitt með að anda. Það er ekki gott á meðan því stendur en það er svakalega gott eftir á, svona eins og þegar maður er búinn að hlaupa mikið og er alveg uppgefinn eftir það.  

Ef ég væri...

Ef ég væri kominn af geðveikt ríkri fjölskyldu, hvar væri ég þá staddur í lífinu?Ef mamma og pabbi hefðu ekki skilið, hvar væri væri ég þá? Ef ég væri hot, hvar væri ég þá? Ef ég ætti engin systkini, hvar væri ég þá? Ef ég ætti enga vini, hvar væri ég þá? Ef ég væri, ef ég væri.
Já maður getur endalaust velt þessu fyrir sér. Ef ég hefði gert þetta, þá væri ég að gera eitthvað allt annað. Þá væri ég kannski á öðru ári í háskóla. Ef ég hefði ekki hætt að hreyfa mig, þá væri ég ekki feitur.  Hefði ég alist einhversstaðar annars staðar en í Bolungarvík, þá hefði ég ekki kynnst mikið af því góða fólki sem býr þar. Ef ég hefði ekki farið í Framhaldsskólann á Laugum eða í Menntaskólann á Ísafirði, þá hefði ég ekki eignast alla þessa góðu vini sem ég á. 
 
Ef ég kærleik vini sýni, þá sýna mun kærleik tilbaka. Ef kærleik vinum sýnum, í faðmlögum eða orðum, þá kæta muntu vini þína, í góðu eða illu. 

Hot or not

Jæja þá var ég að koma heim úr páskafríinu mínu. Skrapp vestur um páskana og skemmti mér alveg konunglega, því að ég er svo mikill páskastrákur. Ég, Óskar og Jói fórum keyrandi á miðvikudeginum eftir vinnu, ég mundi eftir því að ég var bílhræddur þannig að ég fékk mér í aðra tánna á leiðinni og var næstum því valdur því að Jói keyrði útaf, því að ég var eitthvað að andskotast í honum, ég er reyndar með lækningarmátt í höndunum. Við komum á Ísafjörð rúmlega 01:00 um nóttina, og var ég orðinn nokkuð fullur þá, þannig að ég skellti mér Krúsina. Svo fór þetta bara í AFÉS og hella sig fullan. Er kannski með mestan bömmer yfir því að hafa verið að rokka eitthvað þegar Dr. Spock var að spila og slummað einhvern gaur sem ég hélt að væri Kolbeinn en reyndist vera einhver allt annar, já ég er opinbert slött. Svo hitti ég gömlu grunnskóla bekkjarsystkinin mín á páskadag, því að ég er svo mikið páskabarn, hörku stuð þar. Er eiginlega milli heims og helju núna, en er samt með kynæsandi bak, slött! Bless...

N.E.R.D.

Ég fór í afmæli til Laufeyjar í gær, en hún mun vera kærastan hans Símons. Það var haldið í VIP herberginu á Pravda því að bróðir hennar er annar eigandi staðarins. Þetta var hið skemmtilegasta afmælispartý. Svo fór maður á eitthvað bæjarröllt seinna um kvöldið, ráfaði einn um göturnar og fór inn á Sólon, Oliver og Kofann held ég líka. Svo hitti ég Ævar á förnum vegi og þá gladdist ég mikið. Svo í dag náði ég í Óskar og við fórum til Gunna Jóns sem var í borg óttans þessa helgina, þar var einnig umræddur Birgir Olgeirsson celeb. Svo kom Kolbeinn og við ræddum það lengi hvar við ættum að borða. Svo komst niðurstaða í málið og við fórum á Eldsmiðjuna, en Birgir Olgeirsson nýfrægi lofaði mér því að það væri hægt að fá eitthvað annað en pizzur þar því mig langaði ekki í pizzu. En svo kom annað á daginn, það var bara hægt að fá pizzu, sem var allt í lagi því að þetta var ljúfeng pizza. Gunni Jóns stal senunni, hann pantaði pizzu, btw þá var blökkumannakona að afgreiða okkur og því þurftum við að tala ensku. Gunni Jóns pantar pizzu með einhverju en það vafðist fyrir honum hvernig ætti að segja sveppir á ensku þannig að hann fór bara í næsta tungumál og bað um champion, sem þýðir sveppir á frönsku, that's a keeper. Svo fengum við kaffisopa eftir á. Svo tókum við Gunna Jóns í skoðunarferð, fórum í Perluna klukkan tíu í kvöld, það var virkilega fallegt að horfa yfir borgina þegar það er komið kvöld. Síðan skutlaði ég strákunum heim og hér er ég að blogga.

Þetta er svolítið væmið, það þyrfti að vera rjómi með þessu

Jæja kæru mæður og feður. Þá er ég kominn aftur á veraldarvefinn. Tölvan er búin að vera biluð en það er búið að gera við hana. Þá er það heitasti málshátturinn í dag: Oft leynist flagð undir fögru skinni. Er að fara í afmæli til Laufeyjar á morgunn, en hún mun vera kærastan hans Símons og jafnframt er hún "frænka" mín, sæl frænka. Svo er bara að bruna vestur eftir vinnuna á miðvikudaginn og demba sér í ölæðið og fá að gigga með Kristinu Logos, enda erum við fyrsta atriðið á Aldrei fór ég suður, sem er very nice. Svo ætla krakkarnir úr 85. árgangnum að hittast um páskana til þess að fara á fjöldatrúnó. Reyndar sló ég eina flugu í tveimur höggum í dag. Það er nú ekki frásögu færandi nema að ég fór og kom aftur. Hér eftir vil ég vera kallaður Sigurvin motown. Enda vita það allir að ef maður er kenndur við einhverja tónlistastefnu að þá er maður í góðum málum. Látum þetta gott heita.
 
Nefndin 

Mín skoðun á fegurð

Jæja þá er komið að mínum árlega pistli um fegurð. Sumir segja að fegurðin komi að innan, aðrir að utan. Fegurð er einstaklingsbundin, það sem mér þykir fallegt, getur öðrum þótt ljótlt. Til að auðvelda þetta þá útskýri ég fegurð í sambandi við stelpur. Ég sé sæta stelpu, með fallegt bros, falleg augu og hún samsvarar sér vel. Þarna kviknar einhver áhugi. Nú ef ég hef áhuga á að kynnast henni frekar þá verð ég mér út um símanúmerið hennar. Splæsi kannski á hana einu sms og býð góðann daginn. Svo kannski eftir einhverntíma erum við farin að kynnast og allt það. En svo er hún kannski ekkert nema umbúðirnar. Stelpur þurfa að hafa eitthvað í kollinum, þær mega ekki vera snobbaðar, merkilegar með sig, bara alls ekki. Snobb bara þoli ég ekki. Kannski ætti að hætta að nota orðið fegurð og nota þá í staðinn orðið aðlaðandi. Þá meina ég að maður laðist að einhverju, útliti, persónuleika. Það sem mér finnst aðlaðandi við stelpur er að þær segi það sem þeim finnst, sleppi sér aðeins og vera ekki endalaust að spá í hverju öðrum finnst. Þetta er allt spurning um að vera aðlaðandi aðili, persóna fólks getur verið aðlaðandi þó svo þér finnist ekkert varið í umbúðirnar, þetta er allt spurning hvernig þér líður með einstaklingnum. 

 

Nefndin 


Sweethotmonkeylove

  http://www02.quizyourfriends.com/takequiz.php?quizname=070314164745-313108

 

Jæja kominn með eitt svakalega heitt próf fyrir ykkur. It's on!


Oftar en ekki

Oftar en ekki var það sniðugt að gefa upp á bloggum helstu lög sem maður væri að hlusta á hverju sinni. Ég ætla ekki að vera eftir á í því og gefa mönnum innsýn inn í minn brenglaða heim, tónlistin gefur kannski einhverjum hugmynd um það hvernig manni líður hverju sinni.
 
1. Those are the days of our lives - Queen
2. Something - The Beatles
3. I'm sorry ( I don't love you no more) - Craig David
4. True Colors - Phil Collins
5. We've got tonight - Ronan Keating & Lulu
6. I can't live - Celine Dion
7. A change is gonna come - Sam Cooke
8. The riddle - Five for fighting
9. Lately - Stevie Wonder
10. Cry - James Blunt
 
Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu " GAY " þessi listi er. Allt frekar róleg og þægileg lög, en standa fyrir sínu. Þið mættuð líka kommenta einu af ykkar uppháldslagi þessa stundina.
 
 
Nefndin 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband