Færsluflokkur: Bloggar

Samfylkingin

Þið verðið að afsaka sjálfstæðisruglið í mér fyrr í dag. Ég er Samfylkingarmaður og mun alltaf vera þar. Þannig að setjið X við S í komandi kosningum. Ég mundi aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir mitt litla líf.

Sjálfstæðisflokkurinn

Ég er genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ég vill fá að vera í vinningsliðinu. Allt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert er frábært. Geir Haarde er minn maður og ætla ég því að setja X við D í komandi kosningum. Skora ykkur að gera það sama!

Að elska

Einhver sagði að ást væri fyrir konur og homma. Svo sagði ég við ágætan félaga að ég elskaði hann. Þá sagði hann að alhæfingin að ást væri fyrir konur og homma væri þá orðin röng, því að gagnkynhneigður karlmaður getur elskað. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því að fá að elska. Við segjum kannski ekki nógu oft að við elskum vini okkar og vandamenn. Kannski eigum við að spara orðið að elska, nota það bara við einstök tækifæri en í staðinn nota setninguna, mér þykir vænt um þig. Þegar ég segi vinum mínum að ég elski þá eða þyki vænt um þá, þá fæ ég engin svör til baka og verða svörin alltaf hálf loðinn, held að vinir mínir þori ekki að bera tilfinningar sínar á torg, þó það þurfi ekki beint að bera þær á torg þá mætti alveg gera það annað slagið.

Héðan í frá

Héðan í frá kýs ég að kynnast stelpum sem hafa eftirfarandi:

 

  1. Dökkhærðar
  2. Brún augu
  3. Náttúrlegan brúnan  hörundslit
  4. Fallegt  bros
  5. Hafa húmor fyrir sjálfum sér
  6. Þora að gera sig að fífli upp að vissu marki
  7. Taka mér eins og ég er
  8. Góðar mjaðmir til barneign
  9. Ekki hugsa um samband eins og hjónaband
  10. Og allt er gott í hófi

Sumar og sól, lausgirtar stelpur!

Ég er ánægður með veðrið eins og það er búið að vera í dag. Maður kemst automatískt í gott skap, eiginlega í sjálfvirkan ham. Ætla nú ekki að skrifa jafn langa færslu eins og síðast en eitthvað ætla ég að skrifa. Lá í leti alla helgina heima hjá Jóa, spiluðum manager og höfðum það náðugt. Duttum svo í það á mánudaginn, því það var svo mikil mæða þá og frí daginn eftir. Var frekar þreyttur á djamminu þannig að það var ekkert rosalega gaman í bænum ef þú spyrð mig. BO kom úr aðgerð á mánudaginn og hélt velli. Veit ekkert hvað ég á að gera í sumarfríinu, er ekki mikið fyrir það að skipuleggja eitthvað fram í tímann, vill bara taka skyndiákvörðun. Ætli maður kíki ekki eitthvað vestur, ætla allaveganna vestur á sjómannadag og um verlunarmannahelgina á mýrarboltann. Hef samt ekki tekið endanlega ákvörðun hvort ég ætla að bregða undir mér betri fætinum og skreppa eitthvað út í lönd, hef bara ekki efni á því. BO hjarta AMH!

Hólídæver

Nei sagði maðurinn við konu sína þegar hún spurði hann hvort að þau ættu ekki að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hann var ekki í neinu stuði til þess að gera nokkurn skapað hlut. En á endanum féllst hann á það að horfa á bíómynd með henni. Þau fóru út á vídjóleigu, fundu sér spennandi mynd, mynd sem maðurinn hafði viljað sjá lengi og svo héldu þau heim á leið. Þau skella spólunni í tækið og byrja að horfa á myndina. Þegar myndin er búin að rúlla í dálítinn tíma þá byrjar konan að væla í honum, hún biður hann að kyssa sig og að hann ætti að sýna sér smá athygli. Hún reynir að kyssa hann og hann lætur undan og kyssir hana smá. Svo halda þau áfram að horfa á myndina og eftir smá stund vill konan kyssa hann meira en þá segir maðurinn STOPP og útskýrir fyrir henni að hann sé að reyna að horfa á myndina, þess vegna höfðu þau leigt þessa mynd, til þess að horfa á hana. Hún gat ekki skilið þetta og fór í fýlu. Hann spyr hana hvað sé að en hún segir að ekkert sé að.
Daginn eftir fer maðurinn að hitta vini sína, þeir eru að horfa á enska boltann og fá sér nokkra bjóra yfir leiknum. Það er orðið dálítið áliðið og þeir eru farnir að finna svolítið á sér og ákveða að skreppa niður í bæ á smá pöbbarölt. En þá hringir konan í manninn sinn og spyr hann hvort að hann sé ekki að koma heim. Maðurinn segir henni að hann ætli að kíkja með vinunum niðrí bæ. Konan var ekki ánægð og spyr manninn sinn hvað hún eigi þá að gera, hún hafi ekkert að gera, hún var bara ein heima. Þá sagði hann henni að hringja í vinkonur sínar og þær gætu gert eitthvað saman. Hún sagði að þær væru allar eitthvað uppteknar eða að hún nennti ekki að þröngva sér upp á þær, hún vildi bara að maðurinn sinn kæmi heim. En maðurinn ætlaði sko ekki að gefa eftir og sagði henni að hann ætlaði niðrí bæ og skellti svo á. Svo sagði maðurinn við vini sína hvað það væri ótrúlegt hvernig stelpur ættu engar vinkonur þegar þær byrjuðu í sambandi, hvað allt væri ómögulegt og hvað þær væru háðar kærustunum sínum. Þeir voru allir sammála, enda höfðu þeir allir verið í sambandi áður en allir voru þeir á lausu á þessum tímapunkti. Þeim fannst líka að konur væru svo að flýta sér að verða fullorðnar og vildu þroskast svo fljótt, að þær vildu ekki almennt vera lausar og liðugar og gera það sem þær vildu eins og strákarnir vildu gera. Þeir voru ekki að ana í neitt og kusu að halda sig frá þessum sambandsmálum. Ekki það að þeim fannst að konur væru eitthvað slæmar og ekki það að strákar mættu ekki leggja meira á sig til að halda sambandinu, það var bara að konur væru með allt annan hugsanagang heldur en strákar.  

Í máli og myndum

Núna sit ég í sófanum heima hjá Jóa Guðna a.k.a. Sofia Lopez. Er búinn að vera hér alla helgina í leti en þó aðallega í FM 2007. Svo kemur fellaperrinn annað slagið og vælir í Jóa til að fá hann til að spila Fifa við sig. En Birgir ætlar ekki að læra af reynslunni, hann tapar alltaf á móti okkur í Fifa, ég er farinn að halda að tapara tilfinningin sé fíkniefnið hans Birgis, hann bara kemst ekki í gegnum daginn án þess að tapa. Svo fékk ég sendar þrjár myndir af mér um daginn, en þær voru teknar fyrir rúmlega 3 árum síðan og ég er vægast sagt hot á myndinni sem Biggi blogg tók fyrir nemendafélagið í Menntaskólanum á Ísafirði. En þetta var fyrir nokkrum árum og nokkrum kílóum síðan. Ég vill meina að ég sé fórnarlamb kerfisins, fórnarlamb velmegunarinnar á Íslandi. Aukakílóin, aukakílóin út um allt á mér. Offita mín lýsir sér kannski best í því að ég er kominn með góða bumbu og farið er að mótast fyrir góðum brjóstum, ætla að giska á DD cup. Það er nú kannski engin rómantík í því. Hvað er rómantískt? Það eru hlutir sem eru staðlaðir í rómantík, til dæmis eins og úr bíómyndum. Það er gönguferð á ströndinni í kvöldsólinni, sitja fyrir framan arininn á kaldri vetranóttu með rauðvín og með því, rauðar rósir og þess háttar. En verður fólk ekki sjálft að finna út hvað því finnst rómantískt? Eða eru sumir hlutir bara rómantískir fyrir öllum, þessir stöðluðu rómantísku hlutir. Persónulega finnst mér ekkert rómantískt, eða ég gæti ekki skipulagt rómantískan viðburð, það væri meira svona sem gerðist bara óvænt. En hvað finnst ykkur rómantískt?
 
Þegar ég var einu sinni hot!
 Ég læt þessa mynd fylgja, mynd sem minnir mig á horfna tíma.
  

Út-lendingar

Ég vinn með þremur mönnum sem eru útlendingar, tveir frá Sri Lanka og hinn er frá Hollandi. Annar Sri Lankabúinn talar bara ágætis íslensku en hinn getur komið út úr sér einu og einu orði, enda er hann ekki mikil félagsvera. Hollendingurinn hins vegar, sem heitir Andries Bosma, fertugur fyrrverandi hermaður í hollenska hernum, hann talar mjög góða íslensku, enda búinn að vera hérna í tíu ár og einning sótti hann íslenskunám. Svo mæti hann með barmmerki í vinnuna í dag og þar stendur: Ég er af erlendum uppruna! Ég vill meina að útlendingar í landinu séu farnir að færa sig heldur betur upp á skaftið með því að gefa út svona merki. Ég fer ekki í vinnuna á morgunn með barmmerki sem stendur: Ég er af innlendum uppruna, hypjið ykkur í burtu. Mér finnst að það megi alveg taka á málum innflytjenda á Íslandi. Þó svo að þeir séu útlendingar, þá á að borga þeim sömu laun og íslendingar eru með. Við færum ekki til útlanda og sættum okkur við lægri laun bara út af því að við erum útlendingar. Maður hefur líka komist að því að það er ekki fyrir alla að læra tungumálið okkar, svo eru náttúrulega til fólk sem hreinlega vill það ekki. Sumir eru bara feimnir og óframfærir í þessum efnum þó svo að þeim langi til að læra íslensku. Útlendingarnir í landinu eru líka mismikið menntaðir eða hreinlega ekkert menntaðir, það er ekki hægt að kenna fólki íslensku og íslenska málfræði ef það kann varla málfræðina í sínu eigin tungumáli, ég varð var við það þegar ég fór að læra þýsku til dæmis. Menn sem höfðu ekki góð tök á íslenskri málfræði, þeir áttu í erfiðleikum með að læra einföldustu málfræði í þýsku. 

T961

Ég verð að fá að tjá mig. Síðasta færsla var mest megnis lygi en margt af því er satt en smávægilega ýkt. Ég komst að því í dag að oft leynist flagð undir fögru skinni. Ég var að beygja mig í þekkta klámstellingu og ég var eitthvað með opinn munninn og verkstjórinn minn stakk typpinu sínu upp í mig og setti tvo þumla upp. Hann sagði að ég væri tilbúinn að fá skaufa upp í mig. Svo dó Boris Jeltsín í dag, respect fyrir honum. Svo er það nýjasta nýtt, menn sem eru fjórkynhneigðir, karlar, konur, dýr og plöntur. Sá aðili ætti ekki að skorta kynlíf, set samt spurningamerki við plöntuhneigðina, rauðar rósir eða fallegur túnfífill, það er eitthvað eggjandi við það. Þið haldið eflaust að ég sé að bulla en þetta er alveg dagsatt. Jakki er ekki frakki nema síður sé. Jói Guðna er líka byrjaður að blogga, hann er búinn að setja inn myndir og allskonar myndbönd líka á bloggið, slóðin á bloggið hans er: http://www.hotstuds.com. Magnað blogg, alltaf gaman að lesa vitleysuna í honum Jóa Guðna a.k.a. Graði Geir.

Krúsidúlla

Núna langar mig að blogga. Þór Sveinsson er að reyna að plata mig að flytja vestur í haust til þess að ganga með honum í skóla, réttara sagt Menntaskólann á Ísafirði. Kolbeinn kom með hugmynd að stofna skóla fyrir menn sem fokkuðu menntaveginum á sínum tíma og yrði þá Ólína Þorvarðardóttir doktor ráðin þar sem skólameistari á staðnum. Birgir Olgeirsson a.k.a. Roy Orbison vill taka upp plötu með mér og stefnir á útgáfutónleika í Kjallaranum á sjómannadags helginni. Dóri Skarp er orðinn grásleppu kóngur, Kolbeinn er orðinn borgarstjóri á Kópaskeri. Mér finnst sopinn góður. Ívar P ætlar að halda upp á útskriftina sína í kyrrþey, blómakransar afþakkaðir. Þór Sveinsson er orðinn ríkasti maður á Íslandi og ætlar að splæsa í flunkunýja PS3. Ég gaf blómið mitt á síðustu helgi. Jói Guðna er með fallegt, þykkt og liðað hár, þyrfti kannski að særa endana dálítið. Birgir Olgeirsson er konungur skemmtistaðasleikjana, og Jói Guðna sængaði með Hávarði Olgeirssyni bróðir Bigga Orbison á síðustu helgi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband