Færsluflokkur: Bloggar

Allt og ekkert

Ég get ekki dælt bensíni svo það hitti á sléttu tölu. Ætlaði að dæla bensíni fyrir 5000 kr áðan, passaði mig rosalega að dæla rólega í endann svo ég mundi nú hitta á akkurat 5000 kr, svo dældi, það var komið upp í 4999 kr og þá hvað? Ég ýti örlítið á dæluna og þá pompar þetta upp í 5001 kr.
 
Ég er farinn að halda að olífélögin séu að leika sér að gera þetta, auðvita græða þau mikið á þessari
1  krónu, þið getið rétt ímyndað ykkur ef allir mundu dæla 1 krónu framyfir, þá græða þau mikið á þessu. En ég gerðist svo frakkur að bjóða 5000 kr í 5001 krónu og það var samþykkt.
Það er ekkert mál að koma upp einhverju kerfi sem maður getur bara stimplað inn þúsund kall eða hvað það er og þá fer dælan ekkert framyfir það, það er meira segja svoleiðist kerfi á dælunum í Bolungarvík.
 
Núna er ég að mikla því fyrir mér að fá mér aukavinnu, bæði peningalega séð og svo líka bara til þess að hafa eitthvað til að gera. Mér finnst mjög asnalegt að 22. ára gamall maður fari beint upp í rúm eftir vinnu og hangi þar þangað til að hann fari að sofa. Tíminn er peningar og því ekki að eyða honum í það að vinna sér inn peninga í staðinn fyrir að hanga í tölvunni að gera ekki neitt.
 
Ég veit að Kolbeinn er ekki sammála mér í því að peningar skipta miklu máli, ég er svo sem á báðum áttum í þeim efnum. Ég er rosalega nægjusamur, ég þarf ekki mikið, ég vill vera laus við skuldir og þess háttar og mig langar bara að geta átt einhverja peninga einhverntímann.
Ég er ekki að biðja um einhver forstjóra laun, bara þannig að ég gæti keypt mér íbúð, bíl og svona nokkurnveginn það sem mér langar í. Ég kaupi ekki hluti bara til þess að eiga þá og geta sagt að ég eigi þá, ég kaupi mér reyndar sjaldan eitthvað eigulegt, það er kannski hluti af nægjuseminni í mér.
Mig langar í stórt LCD sjónvarp en ég hef ekkert við það að gera. Mig langar í dýr og flott jakkaföt, en ég hef ekkert við þau að gera, myndi bara langa í jakkaföt sem eru falleg og vel gerð, svo ég þurfi ekki að kaupa mér ný á hverju ári. 
Ég vill hinsvegar miklu frekar eyða mínum peningum í að gera eitthvað skemmtilegt með vinum mínu, áfengi, fara í bíó eða keilu, paintball, tónleika og þess háttar. Það myndi líkja skilja eitthvað eftir sig.
 
Það er mikið verið að tala um veislur hjá ríka fólkinu, að það sé að eyða miklum peningum í þessar veislur, fá fræga og dýra skemmtikrafta, flottan mat og drykk og þess háttar. Mér finnst það allt í lagi, gott og gilt. Ég var svo sem ekkert ánægður með það þegar Ólafur forstjóri Samskip gaf einn milljarð til þróunaraðstoðar, jú það er svo sem í lagi en hefði svo sem alveg mátt hækka launin hjá okkur í staðinn, þó svo að maður sé nokkuð sáttur við sitt lífsviðurværi.
 
Ef ég ætti að halda afmælisveislu, þá væri hún ósköp einföld og ekki dýr, því ég hefði ekki efni á dýrri veislu. Ég myndi halda veisluna um sumar, á einhverju fallegum sumarkvöldi. Ég mundi reisa stórt veislutjald. Þar mundi ég safna saman öllum vinum mínum, yrði með mörg grill, menn kæmu sjálfir með eitthvað á grillið, t.d. kótilettur, kjötsúpu, keppi eða kornmaís, það er nú það allra nýjasta.
 
Svo kæmu allir með sitt eigið brennivín og nóg af því, veislan væri ekkert afmæli eða djamm, þetta væri gott fyllerí, þar sem allir ættu að vera blindfullir og skemmta sér. Svo væri Biggi Olgeirs að spila, meðan allir sætu við varðeld, þetta væri svona afmæli/útilegu stemmning. Já þetta væri bara haldið út í sveit, fólk tjaldaði, þetta væri kannski bara svona góð afmælishelgi.
 
P.S. Það er komin ný könnun! 

FFE

Í leit okkar að lífinu, leitin að okkar æðri tilgangi í lífinu, þá berast margar hugsanir til okkar. Eigum við einhvern sérstakann tilgang í lífinu? Eins og staðan er í dag, þá finnst mér ég ekki hafa neinn tilgang. Ég hef gaman af lífinu, margt sem má betur fara, hlutir sem ættu að vera minna mál eru það kannski ekki. Tala nú bara um að kaupa sér húsnæði eða geta gert það sem maður vill.
Lífið er stundum alltof flókið, sem er algjör óþarfi. Maður er alltaf að reyna að standa sig, reyna að gera öllum til geðs, þó svo að það sé náttúrulega ekki hægt. Menn geta tekið upp á allskonar ósiðum, drekka brennivín, dópa, nota tóbak, ekki hreyft sig, borðað óhollan mat og þess háttar. En ef maður hefði ekki þessar dásemdir lífsins, hvað væri þá gaman af lífinu? Það sem veitir mér ánægju í lífinu eru vinir mínir, hlutir sem gera fólkið í kringum mig ánægt því þá get ég samglaðst því. Mér finnst til dæmis miklu sælla að gefa heldur en að þiggja, ég þoli ekki fólk sem þiggur alltaf en gefur ekkert til baka, svona fólk mætti kalla tækifærissinna, fólk sem kann að notfæra sér aðstæður svo það geti hagnast á því án þess að þurfa að leggja neitt til. Svona fólk þarf að gera sér grein fyrir því ef það gerir eitthvað fyrir fólk, þá kunna aðrir að meta það, fólk þarf bara að finna það hjá sjálfu sér. Hvernig er hægt að vera hamingjusamur þegar einhver annar nákominn manni er óhamingjusamur? Þegar vinur á erfitt þá er ég alltaf tilbúinn að vera öxlin til þess að halla sér upp að, vera sá sem hlustar og gefur ráð eða reyna að styðja hann í því sem hann er að fara að gera. Til er fólk sem reynir að upplifa dramatík í gegnum vini sína. Ef vinur er í einhverju basli, þá kemur einhver vinur og reynir að blanda sér inn í málið. Eigum við ekki öll okkar eigið drama sem við þurfum að leysa án þess að þurfa að blanda okkur inn í mál annara sem koma okkur ekkert við. Ekki eru allir vinir manns eins, það gefur manni ákveðna möguleika og fjölbreyttni, gott er að eiga vini með misjöfn áhugamál svo hægt sé að eyða frítímanum í mismunandi áhugamál. Eitt af því sem mér finnst vanta síðan ég flutti til Reykjavíkur er að kynnast nýju fólki, reyndar það fólk sem ég hef kynnst er allt topp fólk og er ég t.d. ánægður með að kynnast vinnufélögunum í Samskip. Ég var þannig að ég dæmdi fólk alltof fljótt og vildi ekki gefa því tækifæri að láta ljós sitt skína, maður hefur brennt sig á þessu en ég er hættu því sem betur fer. 

Verðugur er verkamaðurinn launanna

Hæ, þetta er Sigurvin. Ég fékk góðar og ánægjulegar fréttir frá yfirmanninum mínum í dag. Þannig er mál með vexti að ég átti að byrja á 180.000 kr í grunnlaun fyrstu 2 mánuðina mína í nýju vinnunni og hækka svo eftir þessa 2 mánuði í 240.000 í grunnlaun. Svo vorum við að spjalla saman í dag og hann tjáir mér það að hann vilji láta mig fá 240.000 kr í laun strax, því hann væri svo ánægður með mín störf hjá fyrirtækinu og ég ekki búinn að vinna þarna nema í 10 daga. Ég varð alveg rosalega ánægður að heyra þetta, maður fær hærriu laun en maður hélt og svo bara að heyra að maður sé að standa sig vel og þá uppsker maður það sem maður sáir. Tveir þumlar upp fyrir yfirmanninum. Ég hef nú ekki alltaf verið besti maðurinn til vinnu en ég hef bætt mig töluvert upp á síðkastið og vill ég meina að lestur tveggja bóka hafi hjálpað mér mikið. Annarsvegar er það bókin Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie og hinsvegar er það bók sem heitir Fiskbúðin, sem lýsir því hvernig maður á að skapa jákvætt starfsumhverfi, vera jákvæður fyrir vinnunni og verkefnunum þar. Bið að heilsa.

Something Stupid, Summer Wine & We Belong Together

Ég set hér inn textabrot af tveimur lögum sem bæði eru sungin í dúet, fyrra lagið er Something Stupid, þar sem Frank Sinatra og Nancy Sinatra sungu saman. Hitt lagið er Summer Wine sem Lee Hazelwood og Nancy Sinatra sungu.
 
 
Something Stupid 
 
I know I stand in line
Until you think you have the time
To spend an evening with me
And if we go someplace to dance
I know that there's a chance
You won't be leaving with me

Then afterwards we drop into a quiet little place
And have a drink or two
And then I go and spoil it all
By saying something stupid
Like I love you
 
 
Summer Wine 
 
(NANCY):
Strawberries cherries and an angel's kiss in spring
My summer wine is really made from all these things

(LEE):
I walked in town on silver spurs that jingled to
A song that I had only sang to just a few
She saw my silver spurs and said lets pass some time
And I will give to you summer wine
Ohh-oh-oh summer wine

(NANCY):
Strawberries cherries and an angel's kiss in spring
My summer wine is really made from all these things
Take off your silver spurs and help me pass the time
And I will give to you summer wine
Ohhh-oh summer wine
 
En það skiptir svo sem ekki hver syngur þessi lög, bara að þau séu sungin. Það ættu allir að reyna að syngja þessi lög, bæði eru þau falleg og hressa upp á tilveruna. Ætla samt að tileinka Kolbeini lagið Summer Wine að þessu sinni, því að hann er blómabarn og einning finnst honum sopinn góður, ég meina menn sem geta ekki sofnað því þeir fá ekki bjór.
 
Langar kannski í leiðinni að tileinka Halldóri Inga eitt lag líka, en það er lagið We Belong Together með Gavin Degraw, falleg melódía og þetta lag segir hreinlega allt sem segja þarf, læt fylgja smá textabrot úr því lagi.
 
We Belong Together 
 
We belong together,
like the open seas and shores.
wedded by the planet force,
we've all been spoken for.


The hammer may strike, be dead on the ground.
a nail to my hand, a cross on his crown.
we're done if, who we're undone,
finished if who we are incomplete.
as one we are everything,
we are everything we need.
 
P.S. vill benda ykkur á að það er komin ný könnun! 
 

Avery MPI 2900 Gloss 1.370x50.00 M

Ég vill bjóða Jóhannes og Arnar velkomna í bloggheiminn en ég held að bloggheimurinn komist alveg af án þeirra. Jóhannesi er best lýst sem "Tækifærisbloggara". Hann bloggar um það smávægilega sem gerist í lífi hans og reynir að magna það upp í einhverja dramatík, hver getur skrifað heila færslu um samloku sem var ekki eins og hún átti að vera, það var nefnilega tómatur á samlokunni. Það sem er líka svo fínt við Jóhannes sem bloggara, er að hann er ekkert að fjöldaframleiða bloggfærslur, en þær sem koma hjá honum eru góðar.
 
Arnar hinsvegar er bloggari "Auðmannanna". Hann situr í sínu sæti, þilur upp það sem hann vill láta birta á bloggið sitt á meðan Gunnar Jónsson skrifar það niður sem hann segir, skrifar það svo í tölvuna og birtir fyrir hann, það eru ekki allir bloggarar með forritara og stílista í fullri vinnu hjá sér að sjáum um bloggið manns. 

Vælubíllinn frægi

Símadama: Neyðarlínan.
 
Sigurvin: Já þið verðið að senda vælubílinn strax.
 
Símadama: Hvað er að? 
 
Sigurvin: Biggi er svo lélegur í Fifa, hann vill meina að hann sem fær flestu færin í leikjum vinni leikinn en ekki sá sem skorar fleiri mörk.
 
Símadama: Þetta er alveg hræðilegt, hvernig er ástandið á honum?
 
Sigurvin: Hann vælir óstjórnlega mikið, riður öllu um koll og heimtar rematch.
 
Símadama: Já ég sendi vælubílinn strax, hvert er heimilisfangið?
 
Sigurvin: Engihjalli 9 í Kópavogi.
 
 
Svona hljómar hvert einasta kvöld í Engihjallanum, Biggi að væla en stundum brosir hann, mjög sjaldan en það gerist, en hinsvegar tapar hann jafn oft og ég dreg andann. 


Ég er farinn að missa allt álit á henni

Ég segi það enn og aftur: Sigurvin Guðmundsson: "Stelpur eru druslur sem sofa hjá mörgum strákum" tilvitnun lýkur. Það er margt í þessum heimi sem ég skil ekki, og þetta er eitt af því. Ég hef dregið mig í hlé sem manneskja og mun hér eftir lifa sem týpa. Við áttum í þessari umræðu áðan, ég og Birgir, ágæti kunningi minn. Hvenar á fólk að vera manneskjur og hvenar á það að vera týpur? Biggi er til dæmis manneskja þegar hann hangir með okkur vinunum og spilar Fifa, Biggi er týpa þegar hann er að spila með hljómsveitinni sinni eða er beðinn að vera einhverstaðar því hann kann að spila eitthvað en er ekki beðinn um að vera þar hann sjálfur. Biggi= Manneskja, Biggio= Týpa. Hvenar ert þú manneskja og hvenar ert þú týpa hlustandi góður? Svar óskast!


Sól, sandur, guggur og bjór, svo ég!

Sælar. Einu sinni þá óð ég í guggum, það var gugga á hverju horni og ég fékk hreinlega ekki frið fyrir þeim. Svo núna sýnir ekki ein einasta gugga mér áhuga, þú veist, hvað er málið? Eins og ég hef nú margt til brunns að bera. Stór og stæðilegur karlmaður á besta aldri. Ég meina þótt ég búi ennþá hjá mömmu minni, þá gerir það mig ekkert að verri manni. Ég get gert öll heimilisverk, ég nenni því ekki, en ég mundi alveg gera það. Það þarf bara að vera í góðum félagsskap á meðan. Ég er með blá augu, eða eins og segir í laginu: Þau minna á fjallavötnin fagur blá. Svo er ég með skegg, persónulega finnst mér það fara mér betur að vera með smá brodda, sumar konur segja að það lúkki vel en þeim þyki það ekki gott þegar verið að kela og þess háttar. Ég vill meina að það sé kjaftæði, þær fíla stráka með smá skegg, bara eins og stelpur viðurkenna ekki að stærðin skiptir máli. Ok, ég er kannski með smá bumbu og það fram eftir götunum, en ég er gentle lover, please please me!

N/A

Það sem gaman er að segja. Fólki finnst gaman að tala og það segir oft skemmtilegar sögur. Mér þykir gaman að tala, stundum tala ég mikið, stundum tala ég lítið og stundum segi ég eitthvað sem á ekki að segja og stundum segi ég bull og vitleysu. Sumir sem tala röfla bara út í eitt, þeir geta sett út á allt og fundið á öllu eitthvað til að röfla yfir. Eftir að hafa lesið nokkrar mannbætandi bækur þá hefur síast inn í mig allskyns góðar leiðir til að lifa betra lífi og til þess að umbera fólk öðruvísi, fólki sem maður endilega kann ekkert endilega vel við. Ég lærði að maður á ekki að gagnrýna fólk, neikvæði dregur fólk niður, ef maður hrósar fólki, þá eykur það afsköst og fólki líður betur. Til hvers á maður að vera gagnrýna aðra, það er  nóg að gagnrýna hjá sjálfum sér. Ég er hættur að setja út á fólk, það er ekki mitt verk. Fólk gerir hluti sem maður myndi ekki gera sjálfur, ef maður hefur einhverja skoðun á því, þá á maður bara að hafa það fyrir sjálfan sig. Maður veit yfirleitt ekki alla hliðar málsins, þá á maður ekki að koma með neinar alhæfingar um eitthvað sem maður veit ekki um. Ég tók upp á því að vera jákvæður, vera jákvæður fyrir öllu sem ég tek mér fyrir hendur, jákvæður fyrir vinnunni og þess háttar. Manni líður miklu betur og þá finnst manni miklu skemmtilegra að vera í vinnunni. Kannski er það samspil margra þátt, maður vinnur með skemmtilegu fólki og maður kann miklu meira á það sem maður gerir.

Kolfinna Von

Kolfinna Von er einhver von,

Að saman við gætum eignast son,

Sorgir og grátur, lifað og elskað,

Ást okkar á milli gætum við skapað.

 

Kolfinna Von er einhver von,

Að saman við gætum eignast son,

Nú fel ég þér hjarta mitt, fagurt og hreint,

Gríptu það núna, annars verður það of seint.

 

Kolfinna Von er einhver von,

Að saman við gætum eignast son,

Ég hugsa til þín hvern einasta dag,

Endurgoldin ást þín kæmi heiminum í lag.

 

Kolfinna Von er einhver von,

Að saman við gætum eignast son,

Ég kveð þig með tárum og söknuð um sinn,

Á endanum vona ég að verði ég þinn.

 

                                                    Sigurvin Guðmundsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband