Færsluflokkur: Bloggar

16.12.2007

Mér finnst sumir hlutir vera skítugir, ætla svo sem ekki að segja hvaða hlutir það eru, en við skulum segja að það þurfi tvo til að dansa tangó. Afhverju hefur engins stelpa boðið mér á deit, mér hefur aldrei verið boðið á deit, afhverju þarf ébg að bjóða stelpu á deit, afhverju býður hún mér ekki á deit, þarf ég að borga allt á deitinu, getur hún ekki borgað allt, er það jafnrétti að ég borgi allt og hún ekki neitt, erum við ekki alltaf að tala um jafnrétti? Eigum við að ræða það eitthvað, nei ég nenni ekki að ræða það. Ég þarf að hringja í lífsþjálfarann minn, ég er að fara yfir um, jólastress? Nei ætli það. Ég syng bara, Creed-One last breath, hetjurokk dauðans. Ég vildi að ég væri hetjurokkari, ef þú átt ekki Nickelback á fóninn, þá reddar maður því með Creed eða LIVE, samt ekki læv eða líf, LIVE. Maður setur ekki í hakkarann og fer svo beint í tætarann, það er skítugt.


Fegurðarfoli vikunnar

Fegurðarfoli vikunnar að þessu sinni er enginn annar er Gunnar Jónsson. Gunnar Jónsson gaf blómið sitt um daginn, eða því var rænt af honum, þó svo að það þurfi tvo til að dansa tangó, svo spilar náttútulega gredda og brennivín þarna inn í en í mjög litlum mæli. Það er margt spunnið í hann Gunnar en mér finnst eins og að hann fái ekki að njóta sín nógu mikið í samfélaginu, gefum Gunnari sjens.

 

 

sexy2

 

 Did anyone say HOT!!!

 

Foreldrar: Margrét Gunnarsdóttir og Jón Sigurpálsson
Nám-vinna:  Ég legg stund við nám hjá MÍ og með því vinn ég með unglingum
Áhugamál: Ég hef áhuga á margskonar listum og menningu
Draumastarfið: Ég óska þess einna helst verða góður listamaður
Uppáhaldsmaturinn: Baunabuffstortillur

Hvað er fegurð:  Fegurð er eiginleiki hlutar eða persónu sem gefur ánægju eða fullnægingu til hugans
Hvernig er rómantískt kvöld:Öll kvöld með einhverjum sem þér þykir vænt um eru rómantísk. Bara á mismunandi vegu
Hvern myndirðu helst vilja hitta:Ef ég myndi vilja hitta einhvern myndi ég sennilega tapa mér í stressi og feimni að það yrði vandræðalegt, svo ég myndi helst bara vilja hitta einhvern sem ég þekki.


Afturbatapíka og ástandsbörn

Drungi í desember, dagskíman föl svo skelfing lítil er, en myrkrið er svo magnað og myrkrið er svo kalt.
 
Þetta raular Raggi Bjarna í aðdraganda jólanna.
 
Fór með Dóra í Kringluna áðan og við versluðum eitt og annað, eftir klukkutíma gang fékk ég alveg nóg, Kringlan í desember, eigum við að ræða það eitthvað? Ég gleymdi samt bestu gjöfinni, ég gleymdi sjálfum mér. Jóhannes Geir(Gay) Aftanítossi Guðnason er kominn með ferðaplan fyrir vesturferðina, ég komst að því að lögheimilið mitt er 101 Hlemmur. Ekki amalegt það, fullt af fólki sem kíkir í kaffi til mín.
 
Það sem mig langar í jólagjöf ef einhver vill aumkast yfir mér, þá er það besta gjöf sem ég get fengið er friður og ró. Friður er mannbætandi og róin er góð til þess að ígrunda friðinn. 
 
Kolbeinn núna veit ég hvað "Afturbatapíka" er. Afturbatapíka er sem sagt kona sem átti vingott við hermenn í "Ástandinu" eins og það hét og til urðu ástandsbörn, en þessar konur tóku sig svo á í lífinu og giftust íslenskum mönnum.
 
Ég vill minna á nýja könnun hérna til hægri, spurningin er: Færðu í skóinn? Og svo kemur nýr fegurðarfoli vikunnar inn seinna í kvöld. 

Skapgerðaraunveruleikaleikasjónvarpsþáttasería

Þar sem typpi og píka koma saman, þar er kynlíf. Hugtakið jól á ekkert skylt við sól eða gras, kannski smá snjó og kulda, en samt var jesú bara á slopp í hitanum í Ísrael. Svo er fólk með endalausar áhyggjur af jólunum, gera hreint, baka tíu sortir og reyna að gera öllum til geðs.

Ég segi bara: Verið ánægð með það sem þið hafið, þið þurfið engar jólagjafir, þið eigið allt. Gleðjumst frekar saman, hittið vini og kunningja, ég vill miklu frekar vera í góðum félagsskap heldur en að fá einhverjar gjafir. Sumir gefa gjafir á jólunum, bara til þess að gefa gjafir, telja sig skylduga til þess. Ég vill helst ekkert gefa gjafir, ef mig langar að gefa gjafir, þá gef ég gjafir, annars ekki, finnst það ekki vera skylda né kvöð. Annars fer ég vestur annan í jólum, akandi með Jóa Guðna. Hann er búinn að banna mér að drekka brennivín á leiðinni, hann vill meina að ég hafi næstum því orðið valdur að slysi þegar við keyrðum vestur um páskana, þar sem ég sat eftur í og kláraði eina vodkaflösku og var með dólgslæti. Allt sem Jói segir um hvað ég megi ekki gera, vill hann að ég geri, enda er ég búinn að gefa honum blómið mitt jólagjöf, hann sagði mér að geyma það vel fram að jólum, og ég er einmitt að vökva það núna.  

 


Jólin nálgast

Þar sem jólin eru að nálgast og ég og Jói ætlum að brunnan vestur annan í jólum, þá ætla ég að skrifa niður það sem á eftir að gera fyrir vestan þá.
 
1. Þar sem hátíðirnar eru á næsta leiti þá mun Jói Guðna án efa fá nýtt viðurnefni, mér dettur svo sem ekkert í hug en það kemur þegar jólin nálgast.
 
2. Ég og Arnar Þór Samúelsson eigum örugglega eftir að gráta saman, við notum alltaf hátíðirnar til að gráta saman.
 
3. Það skiptir engu máli hvaða tími ársins er, Birgir Olgeirsson mun röfla um jólin, líkt og alla aðra daga.
 
4. Kolbeinn Einarsson a.k.a. Dramadrottningin mun vera með drama um jólin, þetta er prime time fyrir dramadrottningar.
 
5. Jólamót í fótbolta mun vera haldin fyrir vestan eins og alltaf, það er góð regla að vera þunnur á svoleiðis mótum.
 
6. Birgir Olgeirsson og meðlimir í Húsinu á sléttunni munu halda annan í jólum ball, þar sem ég mun verða kynntur sérstaklega á auglýsingunum hjá þeim. Orðrómurinn segir líka að þetta þjóðlagaband muni líka halda áramótaball, þar sem þemað verður Ást.
 
7. Brennivín
 
8. Við strákarnir munum leigja Vestfjarðagöngin og halda flottasta partý sem haldið hefur verið á Vestfjörðum, VIP only.
 
 

Bjólfskviða

Fór á Bewulf áðan og hún er hreint út sagt stórkostleg. Til að byrja með er þetta fyrsta myndin sem ég sé í þrívídd og það var mögnuð upplifun, ótrúlegt hvað maður lifir sig inn í myndina. Svo finnst mér myndir sem gerast á víkingatímanum mjög spennandi, sverð, skyldir, mjöður og nóg af konum til að sænga hjá á hverju kvöldi. Bjólfur lét tæla sig í myndinni fyrir auðæfi, völd og dýrðarljóma það sem hann átti eftir ólifað, það var nú heldur engin smá gugga sem náði að tæla hann, Angelina Jolie sem var hot as hell í þessari mynd og hefur aldrei verið heitari en í þessari mynd. Maður fyllist einhverju stolti þegar maður sér víkingamyndir, stoltur að vera afkomandi víkinga, kannski voru íslenskir víkingar ekkert svakalegir, en við hljótum að njóta vafans. 
 
Í aðdragandum af þessari mynd fór ég að hugsa um hvað menn á þessum tíma þurftu og þurftu ekki að gera. Menn þurftu að berjast fyrir land sitt, þjóð sína og ætt. Menn voru tilbúnir að deyja fyrir land sitt og þjóð. Mundi maður gera slíkt hið sama fyrir land sitt? 
 
Því spyr ég ykkur í könnunni hérna til hliðar, mundu þið berjast og deyja fyrir land ykkar? 

Ég vildi að ég ætti kærustu

Draumakærasta mín þyrfti að búa yfir þessum kostum:
 
- Röfla mikið
- Væla mikið
- Vera endalaust með drama
- Eiga enga vini svo hún gæti haft afsökun fyrir að hanga bara með mér
- Halda framhjá mér
- Segjast hata mig
- Segist vilja drepa mig
- Þyrfti að vera á kafi í vímuefnaneyslu
- Þyrfti að eiga hot systir
- Þyrfti að eiga leiðinlega foreldra
- Þyrfti að vera alltaf öfurölvi, til þess að nenna að hanga með mér og stunda kynlíf með mér
- Langar að æla yfir mig
- Mundi frekar vilja fara heim með Hlöllabát heldur en mér
- Segjast vilja sofa hjá bróður mínum
 
 
Já ástin getur birst á marga vegu! 

Fegurðarfoli vikunnar

Fegurðarfoli vikunnar að þessu sinni Ársæll Níelsson, barnabarn Sæla Svarta. Ársæll er frá Tálknafirði, sem sleppur alveg. Ársæll er hamingjusamur eiginmaður og faðir. Ég kynntist Ársæli í Menntaskólanum á Ísafirði, mér leist ekkert á hann fyrst, en ég dæmi menn ekki fyrirfram og reyndist hann vera prýðis náungi. Ársæll hefur ákveðann sjarma, hann er með krullað hár og titrandi augnarráð, ég ætla að hætta að skrifa meira um hann áður enn ég fer að blotna.

 

 

 

045_45

 

 Það klingir bara í eggjastokkunum þegar Ársæll fer úr að ofan!





Foreldrar: Sigurlaug Guðmundsdóttir og Níels A. "ég rota þig með dauðum þorski" Ársælsson.

Nám-vinna: Leiklistarnemi á daginn, ofurfaðir á kvöldin.

Áhugamál: Leiklist, kvikmyndir, bókmenntir og dægurmál.

Draumastarfið: Kvikmyndaleikari.

Uppáhaldsmaturinn: Bakaður nautavöðvi með sveppa- og gráðostasósu.

Hvað er fegurð: Orðabók Websters skilgreinir fegurð sem þann eiginleika hlutar eða persónu sem vekur ákafa ánægju
eða djúpa velþóknun í huga manns.

Hvernig er rómantískt kvöld: Maður og kona, kertaljós, rauðvín, Barry White, vaselín og nokkrir vinir.

Hvern myndirðu helst vilja hitta: Johhny Depp.


Rok rok ég ræ ekki

Ég og Halldór ætlum að stofna klúbb. Það er klúbbur fyrir þá sem eru einir á báti og kunna ekki að róa. Við erum náttúrulega ideal fyrir þannig klúbb. Við munum fá allskyns sálfræðinga, geðlækna, hjónabandráðgjafa, kynlífsráðgjafa og lífþjálfara til að halda fyrirlestra sem hjálpa fólki eins og okkur réttu handtökin við að róa. Það er ekki nóg að vera einn á báti og reka svo áfram einn og yfirgefinn ó stóru hafi kvenna og kalla, það eru nefnilega fullt af ókönnuðum landssvæðum á Íslandi.

Við viljum róa, róa rétt, róa hratt, róa hægt og róa vel. Ég hef verið einn á báti í töluverðann tíma og Halldór líka. Kannski að stelpur hafi ekki séð hversu miklir eðal menn við erum. En núna rísum við upp og segjum stopp. Hoppið upp í bátinn til okkar og lærum að róa saman, ef þú kannt það þá ertu í góðum málum. 


Fegurðarfoli vikunnar

Nú í dag hefst nýr liður á blogginu mínu og ber hann heitið "Fegurðarfoli vikunnar". Þar fær einn strákur sömu spurningar og strákarnir í Herra Ísland fengu.

Fyrstur á mælendaskrá er enginn annar er Sveinbjörn " Big Baby, Il Grande Bambino, Eine Grosse Kind" Rögnvaldsson. Það vita það allir að vörumerki hans er KYNÞOKKI.IS. Sjáum hvað Sveinbjörn hefur um málið að segja.

 

 

 

 
Sveinbjörn

 

 Sveinbjörn umgengst aðeins drottningar!

 

Foreldrar: Röggi Ínu og Dóra Þórarins. Reyndar hafa sögur lengi legið á lofti að Manute Bol sé í raun faðir minn.

Nám-vinna: Atvinnumaður í að tippa. Ömurleg laun.

Áhugamál: Hestar, kettir, hundar..eða bara flest öll dýr, er með smá dýra fetish, einnig hef ég áhuga á fótbolta, golfi og eðal klámi, ekkert betra en að fá sér einn kaldann yfir spænska og horfa á eðal klám í hálfleik.

Draumastarfið: Gerast dægurlagasöngvari á ítalíu, þekktur sem I.G. Bambino, svo eftir þann feril verð ég klámstjarna...maður verður nú að láta sig dreyma.

Uppáhaldsmaturinn: Þarf ég að svara þessu? Byrjar á p og endar á a, númerið er 5812345

Hvað er fegurð: Fegurð er hin fullkomin blanda góðra persónutöfra og kynþokkafulls líkama og andlitsdrátta. Ok ég veit að margir eru að hugsa um að ég sé að meina mig, ég er samt ekki að því þó svo að þetta eigi fullkomlega við.

Hvernig er rómantískt kvöld: Ég ætti að geta sagt ykkur það, rómantísk kvöld er einsog frakkarnir kalla það " une soir romantique" þá einkennist umhverfið af fögrum fljóðum, kertaljós og klæðin rauð, svo ég bara með peeeeeeeeeetsu og konan nakin með öllara handa frænda. Væminn, ég veit. En hey, þetta er ég.

Hvern myndirðu helst vilja hitta: Vincenzo Montella, Posh, Becks, El Capitano(Totti), Jerry Seinfeld, Ronny Coleman(spyrja hvern fjandann hann setur í vatnið sitt) og síðast en ekki síst Pýþagoras, fkn snillingur, dýrka c^2 = A^2 + B^2. Og ekki má gleyma "my brothas from atotha mothas" Tupac and Biggie.

Respect!

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband