Færsluflokkur: Bloggar

Nei

Ég kátur stunda kvennafar og kann að súpa úr glasi,en kann ekki hössla þær með mínu auma fasi, þær eru soldið geðveikar og veruleikafirrtar, ég nenni ekki að standa í því, þær eru ljótar og litlar.

 

Kveðja,

Ein óánægð


Ég er gaur, sem hefur áhuga á ýmsu

Hæ já. Þetta er ég, Sigurvin, stundum kallaður Divin. Kannski að það hljómi eins og tölvuforrit. Ég sakna tuðsins í Bigga. Biggi, þú mátt endilega hringja í mig og tuða. Fór í útilegu um helgina, það má segja að þetta hafi berið " dirty weekend". Flóttamannabúðirnar hans Símons skiluðu tilsettum árangri, enda var þetta heitasti staðurinn í bænum. Þarna var komið margt skemmtilegt fólk, sem ar tilbúið að skemmta sér langt fram á morgunn, enda helgar tilgangurinn meðalið, ég smakka aðeins betur, very good. Kannski er ég bara ekki nógu stabíll, sama hvernig það er nú skrifað. Enda er ég bara pungur og veit ekki neitt, pungurinn minn hefur samt aldrei rifnað. Mæli eindregið með útilegum, þetta er með því skemmtilegasta sem hægt er að gera. Maður er manns gaman og allt er gott í hófi, þó svo að hóf sé gott í hófi. 


Slúður

Heyrst hefur að:

- Ívar Pétursson hafi kippt í hann í fyrsta skipti á síðustu helgi.

- Dóri Skarp sé kominn með vinnu, hann sé farinn að passa fólkið undir stiganum.

- Biggi Olgeirs sé sonur Sigga Storms.

- Þór Sveinsson sé með nefið fyrir ofan munninn og hyggst leggja mikið fjármagn í Bí/Bolungarvík.

- Gunni Jóns sé ekki börnunum bestur.

- Sveinbjörn Big Baby sé að deita Dóra Drullu, en Dóri Drulla sagði þetta bara hafa verið einnar nætur gaman.

- Að Arnar Þór Samúelsson sé farinn að reykja Capri vegna þess að Don Guðnir Geir reykir Capri.

- Dagur sé í óða önn að fegra garðinn sinn.

- Helgi Dan hafi farið með Castro til Kúbu að hitta frænda sinn.

- Ásgeir Guðmunds a.k.a. Trukkalessan sé svo öfundsjúkur út í bróður sinn vegna þess að hann á miklu flottari bíl, að hann er farinn að baka kleinur í bílskúrnum heima hjá sér til þess að reyna að fá sömu bakaralaun og bróðir sinn til þess að geta keypt sér flottari bíl.

- Að Jói Guðna a.k.a. Ms. Janet Garrison hafi fengið sína first lesbian experience á vormánuðum.

- Look a like ið hans Michael Moore, Birgir Olgeirsson mun hafa fengið hlutverk í bíómynd sem fjallar um ævi Michael Moore. 


Trúmál

Það er nú ekki á hverjum degi sem ég tala eða skrifa um trúmál, ég held svei mér þá að ég hafi bara aldrei gert það. En það blossaði eitthvað upp í mér í gær, hlutir sem ég hafði aldrei pælt í áður. Kristni var þvinguð upp á Íslendinga á sínum tíma. Við Íslendingar vorum heiðingjar lengi vel, trúðum á stokk og steina, álfa og huldufólk, æsi og hvað eina. Svo var þetta tekið af okkur, fólk var drepið, það var hreinlega úthelt blóði til þess eins að koma á kristni í landinu. Ég er ekki sáttur við þetta ef ég hugsa til gamla tímans. Hvernig væri þetta nú í dag ef Bandaríkjamenn færu t.d. að ráðast inn í múslimaríkin og ætluðu að fara að kristna fólk, það yrði bara heimsstyrjöld og hellingur af fólki myndi deyja. En er trúin eitthvað til þess að deyja fyrir, á maður að deyja fyrir málstaðinn? Víkingar á landnámsöld trúðu á sinn guð, sem var Óðinn, þarna voru líka menn eins og þrumuguðinn Þór. Þeir ætluðust til þess að menn temdu sér góða siði og menn ættu að stilla allt í hóf og að maður væri manns gaman. Allt gott og gilt, jafn mikið og boðorðin tíu í Biblíunni. Hvernig datt mönnum það í hug að við ættum að fara að trúa á mann sem var uppi í fjarlægu landi, með allt öðruvísi menningu og lífstíl. Hvernig átti þessi trúa að passa inn í Íslenskt samfélag á þessum tímum. Vildu menn bara " danna" fólk með því að skilda það að taka upp kristna trú. Var bara ekki hægt að kenna því mannasiði og almenna kurteisi, án þess að þurfa að blanda einhverju sem kallast trú inn í þetta. Eitt skil ég ekki heldur afhverju ríki í heiminum taka sér upp ríkistrú, það er trúfrelsi og enginn ætti að þurfa að fæðast inn í heim með fyrirfram ákveðnu siðferði. Ég legg það til að Ísland eigi sér enga ríkistrú og fari að upplýsa fólk betur um aðrar trúr. Það eru fleiri fiskar í sjónum! Út og Suður.

Http://www.þaðerekkiþaðaðþeirséuverriverkmennenaðrirþeirhafabaraekkertúthald.is

Djöfulsins aumingjar og iðjuleysingjar geta sumarstarfsmenn verið þegar þeir byrja að vinna á sumrin. Þeir eru í skóla allan veturinn að gera ekki neitt og svo væla þeir og nenna ekki að vinna á sumrin. Sjávarútvegurinn mun hér eftir reyna að komast án ykkar í framtíðinni. Við liggjum hér í leti, ég og Jói og horfum á allar Rocky myndirnar. Ekkert djamm um helgina, enda Jói hættur að drekka og farinn að sækja AA fundi eða Anal Analyze. Stofnuðum líka gengi sem er kallað Smooth. Ég er Smooth Operator og Jói er Smooth Criminal. Þeir sem vilja joina gengið skrá sig í kommenta kerfinu. Út og Suður.
 


Íslenskur fótbolti

Eftir afhroð íslenska landsliðsins í fótbolta í síðustu leikjum þá hljóta menn að fara að spá í hvað sé að og hvað sé hægt að gera. Persónulega finnst mér Eyjólfur Sverrisson ekki eiga að þjálfa, einfaldlega vegna þess að hann hefur nánast enga reynslu af þjálfun. Hann var frábær leikmaður á sínum tíma og allt það en mér finnst hann ekki vera tilbúinn til þess að þjálfa landsliðið. Ég held hreinlega að við eigum ekki betra landslið heldur en við eigum í dag, á meðan litlar þjóðir eru stanslaust að bæta sig á hinum ýmsu sviðum fótboltans, þá finnst mér Ísland vera að dragast aftur úr. Við höfum Eið Smára Gudjohnsen sem okkar albesta mann en hvað svo, hann heldur ekki heilu liði uppi. Í landsliðinu eru margir atvinnumenn, menn sem vinna við það að spila fótbolta, það eru ekki margar litlar þjóðir sem geta státað af því en samt er eins og við getum ekki spilað sem ein heild og búið til gott lið. Mér liggur sá grunur að það sé hreinlega skítlélegur mórall í herbúðum landsliðsins, kannski eru ákveðnir leikmenn sem þyrftu að hverfa úr þessum hóp svo hægt sé að halda áfram að búa til gott lið. Úr einu í annað. Mér finnst líka slæm þróun hvað íslensk lið stóla mikið á að fá útlendinga til sín, margir af þeim eru afbragðs leikmenn og allt það, en er það virkilega það sem vantar í íslenskan fótbolta? Á Íslandi eru deildirnar áhugamannadeildir þó svo að Landsbankadeildin og umgjörðin í kringum hana og leikmenn liðana hafi gjörbreyst. Menn eru að fá dágóð laun fyrir að spila fótbolta í efstu deild. Afhverju ekki að veita ungum íslenskum leikmönnum aðhald og reyna að byggja deildirnar upp á íslenskum leikmönnum, við fáum fleiri og betri leikmenn og fáum samkeppni milli leikmanna, leikmanna sem vilja standa sig og sanna fyrir þjálfurunum sínum. Íslenskum fótbolta er betur borgið án útlendinga í deildunum, byggjum á heimamönnum og eignumst leikmenn sem geta borið landsliðið upp á hærra plan.


Brúðkaup

Þór Sveinsson var að segja mér og Dóra Skarp frá fjöldabrúðkaupi sem er á næsta leyti og okkur þremur er boðið í. Ester og Stebbi, Adda og Jón Þór og svo Áshildur og Jónas Margeir eru öll að fara að gifta sig og vilja bjóða okkur vitleysingunum í fjöldabrúðkaupið svo við getum sagt:

Been there, done that!

 

Svona er lífið nú einfalt. 


Voulez Vous

Djöfull er ég heitur gaur!


Hvað er að frétta af vestan

Það er allt að gerast hérna fyrir vestan. Við skulum aðeins líta á það helsta sem gerst hefur!

 

1: Bíó-Gestur sást í miðbæ Ísafjarðar án þess að klæðast rauðu úlpunni sinni sem hefur verið hans einkennismerki í fjölda ára. Menn vilja meina að þetta sé fashion statement að hans hálfu.

2: Fyrstu túristarnir komu til Ísafjarðar í vikunni.

3: Dóri Skarp fékk skróp í kladdann frá Þór Sveinssyni stjórnanda leikjanámsskeiðisins fyrir að mæta ekki á leikjanámsskeiðið.

4: Þór Sveisson lenti í 1. sæti á pókermóti og sigurlaunin voru 100.000 kr.

5: Ég hitti ástina í lífi mínu eftir að manneskjan kom með pizzu frá Hamraborg til mín. Ég varð svolítið feiminn en ég þrauka. 

 


Maður vikunnar

Maður vikunnar er enginn annar en sjóarinn síkáti Þór Sveinsson. Þór Sveinsson er sonur hennar Möggu kjötinu og bróðir hennar Elínar Sveinsdóttur gold digger með meiru. Þór Sveinssyni er margt til lista lagt. Hann er mikill textahöfundur og svo er nú húmorinn ekki langt undan. Þór er að mínu mati mjög misskilinn persónuleiki. Einhver hélt að hann væri þroskaheftur en ég kýs bara að líta á hann sem mann sem finnst ekki skipta máli hvað öðrum finnst. Þór er kannski þekktur fyrir sína einstöku túlkun á laginu Suðureyri sem hann átti að hafa samið textann við en það eru ekki allir sammála því að hann hafi samið hann einn, því að Jón Ólafur samnemandi hans til margra ára vill fá að eiga sína hlutdeild í þessum texta, því þessi texti segir allt sem segja þarf um þetta nöturlega sjávarpláss. Ég kynntis Þór fyrir ekki meira en góðum tveimur árum. Þekkti hann ekki neitt og hafði eiginlega enga skoðun á honum sem einstakling því ég þekkti hann ekki neitt. En ég vill meina að þarna hafði að geyma góðann strák, vill nánast segja að ég hafi fundið lítinn bróðir. Við erum rosalega svipaðir karakterar, bullum mikið og fáum fólk til að hlæja, eða ég held það allaveganna. Svo er gaman að segja frá því að við fundum einn strák á Snæfellsnesinu sem gæti myndað með okkur hina heilögu þrenningu, en sá strákur heitir Sigurvin Þór Sveinsson. Ég og Þór munum einhverntímann leita þennan strák uppi og gera eitthvað við hann, ætli við horfum bara ekki á hann. Ég get ekki sagt meira um Þór að svo stöddu en bið hann vel að lifa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband