Færsluflokkur: Bloggar

Ég er, þess vegna er ég ég.

Ég er kominn með ógeð. Er orðinn mjög óánægður með ýmsa hluti. En ég er glaður, er í góðu skapi. Er að fara í sumarfrí. Ætla ekki að gera neitt, nema að hanga fyrir vestan og gera úttekt á kynlífsbyltingunni sem skekur Vestfirðina. Afhverju voru ekki svona miklar druslur fyrir vestan þegar ég bjó þarna. Núna þarf bara að smella fingri og þá geturu fengið að taka brennslu á hvaða stelpu sem er. Ég er ekki að segja að ég mundi gera það, enda stefni á árs skírlífi, þarf bara að duga fram í ágúst, það ætti ekki að vera erfitt, er búinn að vera maður einsamall í níu mánuði, þannig, what ever. Mér finnst kynlíf ofmetið, sumir mundu segja að ég væri bara bitur útaf því að ég fæ ekkert. En það er nú ekki svo. Kynlíf er gott og gilt, en að fara niðrí bæ á hverri helgi til þess að fá sér einhverja konu til að ríða finnst mér ekki merkilegt. Hvað er ég að skrifa, ætla ekki að tala um þetta. Ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa um. Einhverja spaðaþrista, fagmenn, steikur, pillur, pakka, ég veit það ekki. En eitt ætla ég ekki að gera og það er það að ég ætla ekki að væla eins og Biggi Olgeirs. Ég væli aldrei, enda þoli ég ekki væl. Væl er fyrir Biggio. Ég er maður réttvísinnar og formaður samtakana 78.  

Slött

Að gefnu tilefni verð ég að fá að vitna í sjálfan mig á sínum og láta þessi þungu orð falla.
" Stelpur eru druslur sem sofa hjá mörgum strákum " . Menn mega túlka þetta eins og þeir vilja, en ég vill samt benda fólki á það að það verður að skilja aðstæður og eðli setningarinnar og reyna að setja sig í spor þolanda.


Loforð

Loforð eru innantóm orð sem ekkert þýða, við gefum þeim þessi orð sem að okkur styðja. Svo hringlum við með loforð og stöndum ekki við helminginn af þeim. Þess vegna tók ég mig nú til fyrir rúmlega ári síðan og hætti að lofa fólki nokkurn skapaðan hlut. Það er ekki nóg að fólk verði sárt ef maður svíkur það, maður verður sjálfur að lifa við þessa hræðilegu tilfinningu, þó svo að maður sjái mikið eftir því að hafa sært einhvern þá hefur maður þetta alltaf sterkt hjá sér í undirmeðvitundinni og ekki kemur sá dagur að maður hugsi ekki um þetta. Skömmin er kannski ofar öllu og þá þarf kannski bara að létta af sér við þann aðila sem á hlut að máli.

Hot gella sem vinnur

Ég held að það verði einhver hot gella sem vinnur Ungfrú Ísland í dag. Ég er búinn að finna mér eina til að halda með, eins og allir aðrir strákarnir í vinnunni. En sú sem ég held með heitir Karen Lind Tómasdóttir, 22.ára frá Reykjanesbæ. Ég fer náttúrulega bara fram á hámarksárangur af hennar hálfu og mun ég styðja hana í gegnum súrt og sætt.
 
Karen Lind Tómasdóttir
 Koma svo, núna er bara að standa vörnina.
 
 Áfram Karen!!! 

Ég er á leiðinni

Góða kvöldið. Sigurvin heiti ég. Stundum velti ég því fyir mér hvað ég er að gera. Er maður alltaf að gera eitthvað? Ef ég er sofandi, er ég þá að gera eitthvað? Þá er ég væntanlega að sofa, en ef maður sefur þá andar maður á meðan og byltir sér í svefni. Hvernig get ég komist í þá stöðu að gera hreinlega ekki neitt, svarið er kannski einfalt, hættu að anda, misstu móðinn. En þá verð ég að drepast, vill ekki drepast strax, þannig að ég ætla að bíða með það að komast í þá stöðu að gera ekki neitt. Styttist í sumarfrí hjá mér, fer vestur á firði 1. júní og ætli ég fari ekki heim aftur 11. júní. Það eru nokkrir hlutir sem ég ætla að gera fyrir vestan. Kíkja á leiðið hjá ömmu og afa í kirkjugarðinum í Engidal, drekka brennivín í góðra vina hópi, skanna gellur og svo ætla ég bara að hanga og horfa á vini mína vinna meðan ég slappa af. Það hefur aldrei verið sagt mér að ég sé líkur einhverjum, nema þá kannski pabba. Á meðan fær Þór Sveinsson að líta út eins og Bruce Springsteen eða eins og Collin Ferrell á sínum tíma. Þetta er svindl, enda þessir menn góðir á sínum sviðum. Ég veit ekki hvað ég á að gera, hef ekki trú á neinu sem ég geri. Get aldrei ákveðið neitt og reyni að slá öllu á frest sem ég geri. Reyndar hef ég alltaf góða skapið, það hefur aldrei brugðist mér. Er að spá í að fara í undirbúningsnám fyrir háskólann. Það er fyrir drullusokkana sem klára ekki stúdentspróf. Er ekki búinn að kynna mér þetta neitt rosalega vel en er svona að skoða hvaða möguleika ég hef. Kannski fer mig að vanta góða konu til að veita mér aðhald. Ég er nægjusamur maður en er ekki tilbúinn að fórna neinu í sambandi. Þannig að þetta fellur strax uppfyrir sig. Bless.

Verðandi Skuld

Bon Jovi er maður sem er kona þó svo að kona hans sé kynskiptingur og frændi hans fæddist í Malasíu fyrir tólf árum en sex árum seinna eignaðist hann blettatíg með gylltunni Þorgerði, sem var komin undan kettinum Ragnari og hænunni Kristínu frá Skjaldborgarstöðum í Vestur- Hofssýslu. Eignuðust þau stóran gæðing er Hróðmar hét en hann gat ekki sé fyrir heimilinu þannig að hann réði til sín húshjálp, sem var skjaldbaka af Norður- Kanaríeyja kyni með hettusótt og bráðasveppi á kynfærum, þurfti hann að húshjálpinni um vegna þess að hún hafði sofið hjá syni hans, honum Illbrandi hagamús sem lengi vel var talinn vera hommi þó svo að ekkert hafði gerst milli hans og gíraffans Böðvars, það var smá kelerí í þynkunni en ekkert meira en það. Svo kom á daginn að fjórði ættliður fæddist á Kirkjubæjarklaustri. Þorskurinn Máni og búrhvalurinn Herðabreiður Jónsson eignuðust þriggja vetra gamlan fíl sem var skírður eftir afa sínum, honum Lárusi Gútter framapotara og kráku. 


Smooth Operator

Ég er alveg hundfúll með úrslitin úr kosningunum, Samfylkingin missti tvo menn, Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þremur mönnum en ánægðastur er ég með hvað Framsóknarflokkurinn fékk slæma kosningu og einnig hvað Kristinn H Gunnarsson er með mikið persónulegt fylgi á bak við sig. En ég held áfram að vera reiður ef Framsóknarflokkurinn heldur áfram í ríkisstjórn, þá mun ég mótmæla fyrir utan Alþingishúsið á hverjum degi þangað til að það verður kosið næst. En ef einhver fagmaður er að grilla í mér, þó svo að ég hefði ekkert verið að djödda í kallinum, að þá er nóg af fá sér eina pillu, þótt að einhver sé algjör steik.


Þynka og önnur leiðindi á kjördag

Hæ þetta er Óskar, kallaður Páskar. Fór í vissuferð hjá Samskip í gær, fórum í Hlégarð í Mosfellsbæ. Stór og fínn salur, þemað var kúrekar og voru allir með kúrekahatta og klúta, meira að segja Graði Geir setti upp hattinn og klútinn. Bjór flæddi eins og vatnið sem fór á gólfið þegar einn pissuskálin stíflaðist og svo var alveg dýrindis pinnamatur. Svo dansað línudans, Lay Low kom og spilaði og svo tóku Brimkló við og slúttuðu geiminu. Þá var farið í rútu beint á Players enda er Graði player og við áttum eftir að prófa að djamma þar. Svo var mikið rætt um pólitík í gær, enda menn málglaðir með víni, enda þurfti ég að verja minn flokk undan hörðum skotum frá Sjálfstæðismönnum, það var í lagi að ógeðslega flotta 29. ára skrifstofudaman með dirty slutty kennara lúkkið væri að drulla yfir mann en það var ekki í lagi að aðrir gerðu það. Án efa það sem stendur upp úr er hvernig maður fævar kellingu og fara svo með konu inn í skóg og greina hana. Svo eru það blessaðar kosningarnar, ég þarf að fara í Reykjanesbæ að kjósa vegna þess að ég er með lögheimilið hjá systur minni. Þannig að ég þarf að keyra í 40 mínútur, setja einn stimpil á blað og keyra svo til baka aðrar 40 mínútur. Það gerir rúmlega 80 mínútur kannski 100 mínútur ef það kemur eitthvað upp á. Er ekki að nenna að fara að kjósa en ég verð að gera það eftir allar yfirlýsingarnar í gærkvöldi.

Afhverju kýs ég Samfylkinguna

Ástæðan fyrir því að ég kýs Samfylkinguna er ekki sú að ég kjósi bara til þess að vera á móti Sjálfstæðisflokknum eða út af því að ég hata Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan er sú að mér finnst vera kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn dragi sig til hlés. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert margt gott, hann er búinn að skila góður þjóðarbúi og er búinn að lækka skuldir ríkissjóðs töluvert. Hann er búinn að búa til velmegun í landinu, fólk hefur það almennt gott en margt má betur fara. Þess vegna vill ég að Samfylkingin fái að taka við næstu fjögur árin til þess að taka á þeim málum sem mér finnst skipta mestu máli núna, Samfylkingin mundi taka við góðu búi Sjálfstæðisflokksins og þá er hægt að skella sér í aðalatriðin, því Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að búa til góðan grundvöll til þess að gera eitthvað fyrir þá sem minna mega sín. Samfylkingin mun berjast fyrir fólkið í landinu, mun sinna þeim sem minna mega sín, því við höfum það gott og núna er kominn tími til að fólkið sem kerfið hafnaði fái að njóta sín í allri velmeguninni. Einnig er Samfylkingin ötull talsmaður þess að við skoðum inngöngu í Evrópusambandið. Ég er algjörlega sammála Samfylkingunni í þeim efnum og er það eitt þeirra málefna sem ég tel brýnast. Við lifum á 21. öldinni, það er kominn tími til að við færum okkur nær Evrópu, tala nú ekki um eftir að bandríski herinn hvarf af landi brott. Við höfum til mikils að vinna ef við göngum í ESB en einning munum við sjá fram á að eitthvað gerist sem okkur líkar ekki. Davíð Oddsson talaði um það á sínum tíma að það væri ekki í umræðunni að ganga í Evrópusambandið, vegna þess að þá þyrfti Ísland að leyfa löndum innan ESB að fá afnot af auðlindum okkar íslendinga og þá var aðallega hugsað til sjávarútvegsins. Sjávarútvegurinn er okkur mikilvægur eins og allir ættu að vita en væri ekki smá fórn í lagi ef við fengum það margfalt borgað til baka ef við gengum inn í Evrópusambandið. Við þyrftum ekki að borga himinháa tolla af útflutningi af fiski til Evrópu og mörgum öðrum vörum sem við flytjum út t.a.m. landbúnaðarvörur. Því næst vona ég að allir noti kosningarréttinn sinn og kjósi, kjósi þann flokk sem þeim finnst bjóða það sem gagnast þeim en ekki kjósa flokk sem þér er sagt að kjósa.

Maður vikunnar

 

Birgir Olgeirsson eða Biggi eins og hann er oftast kallaðar er fæddur 20. september árið 1984. Foreldrar Bigga eru Olgeir Hávarðarson og Stefanía Birgisdóttir. Biggi á tvo bræður, Hávarð Olgeirsson og Valdimar Olgeirsson. Það eru nú ekki mörg á síðan ég kynntist Bigga almennilega, kynntist honum eiginlega í gegnum Snævar um það leyti sem maður byrjaði í menntaskóla. Þó hafði ég alltaf vitað af honum þegar við vorum yngri, æfði með honum fótbolta til dæmis. Eitt sem ég sé þó eftir er það að hafa ekki kynnst honum miklu fyrr, eins og í grunnskóla, því að Bigga er margt til lista lagt og er hann einstaklega skemmtilegur strákur, þó svo að hann detti stundum í það að vera algjör tussa og þvílíkt leiðinlegur, ég skrifa þetta því að Biggi veit þetta alveg sjálfur. Það er gaman að vera í partý með Bigga, hann spilar á gítarinn og kann nánast öll lög sem maður biður hann að spila. Hann nær oft að mynda góða stemningu. Ég hef fulla trú á honum sem tónlistarmanni, það er ekkert hálfkák í kringum hann þegar hann einbeitir sér að tónlistinni. Það var svo sem ekkert hægt að nálgast hann í grunnskóla því að hann hataði bekkinn minn, það er að segja 85. árganginn, held að hann hafi lýst því yfir einhverntímann, við hljótum að hafa gert honum eitthvað. Svo er fínt hanga með honum þegar við erum bara tveir saman, hann glamrar á gítarinn stundum og við syngjum eitthvað saman, enda ekki að ástæðulausu að hann vilji taka upp plötu saman, því að við mjög svipaðan tónlistarsmekk og hann hefur fulla trú á mér held ég. Biggi er líka í hljómsveit sem heitir Húsið á sléttunni, alveg hörku band, því Biggi kann að velja lögin til þess að mynda stemmningu á böllum, svo leyfir hann mér stundum að syngja eitt lag með hljómsveitinni, þvíað mér finnst svo gaman að syngja. Biggi var í tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna, ég held að það hafi hjálpað honum eitthvað í sambandi við tónlistina. Svo er hann að vinna hjá Office 1 í Skeifunni. Ég sem hélt að Biggi gæti aldrei unnið við afgreiðslustörf því að hann er ekki alveg týpan í það, því að hann er svolítið dómharður á fólk , held að hans mottó sé að fólk er fífl, allaveganna ekki langt frá því. Einn ósiður sem Biggi er samt farinn að venja sig á upp á síðkastið er að hann er farinn að væla svolítið mikið, þetta væl minnir svolítið á Cartman í South Park. Ég vona bara að hann venji sig af þessu. Birgir ætti ekki að kvarta yfir neinu, hann á góða að, góða fjölskyldu sem mér finnst Biggi ekki meta nógu mikið, hann á stóran vinahóp og hann er vel liðinn innan vinahópsins. Hann er stundum svolítið þver og vill ekki ræða skoðanir annara og er oftar en ekki ómálefnalegur. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra um hann Bigga minn, mér þykir óskaplega vænt um hann og bið hann vela ð lifa.

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband