Áberandi fullur

Var fyrir vestan um helgina, komst reyndar ekki fyrr enn á laugardaginn því fluginu var aflýst. Ég og Þór vorum kynnar á söngkeppninni. Það var léleg mæting á keppnina, undirbúningur alls ekki góður og Þór Sveinsson var www.neikvæður.is. En við sögðum nokkra brandara og drifum þessa litlu dagskrá af. Biggi Olgeirs var í dómnefnd og fengum við aðeins að hamra á honum þetta skiptið. Svo fórum við á fyllerí til Adda og Þór. Þar var tuðað og vælt og enginn stemmari í hópnum, Haffi Haff gat einu sinni ekki komið okkur í gírinn með laginu The Wiggle Wiggle Song, þá er nú mikið sagt. Addi lét sig hverfa og við urðum fjórir eftir, ég, Þór, Óskar og Biggi. Svo lét Biggi sig hverfa og eftir dágóðan tíma hringdi hann og lét Óskar ná í sig. Ég og Þór fórum með til þess að fá far á grímuballið í Hnífsdal. Við spyrjum Bigga hvort að hann vilji koma með og hann var bara www.jákvæður.is og vildi koma með. Ég og Þór förum út úr bílnum löbbum upp tröppurnar á félagsheimilinu og svo snúum við okkur við, þá er Biggi Olgeirs að húkka sér far til baka, hann þurfti ekki að bíða lengi, því Óskar var að snúa bílnum og tók þá eftir því að Biggi væri að húkka far. Ég og Þór vorum ekki nógu fullir, enda vildum við verða alveg áberandi fullir. Svo kom það skemmtilegasta. Þarna var einhver gaur sem enginn veit hver er, klæddur eins og dirty slutty schoolgirl og ég og Þór vældum úr hlátri. Þessi gaur átti kvöldið skuldlaust, svo endaði hann kvöldið með því að gráta, þá fór Þór til hans og faðmaði hann.

 

 

OJ

 

 

Svo fékk Þór áskorun frá mér og hann samþykkti hana. Áskorunin er svo hljóðandi: Þór Sveinsson verður að leika Magnús Gíslason a.k.a. Magga Gísla alla næstu viku og mun ekki fá að lifa sínu eðlilega lífi á meðan. Á meðan þessu stendur verður enginn Þór Sveinsson til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband