Love Will Keep Us Alive

Góða kvöldið. Ég er alveg laus við það að stelpur séu að reyna við mig. Ekki það að ég sé 
 
MEGAHOT heldur bara svona daglegur gaur með vit í kollinum og með húmorinn í lagi.
 
Ég held bara svei mér þá að það hafi ekki ein einasta stelpa reynt við mig, það er bara eins og það
 
sé einhver regla að strákar eigi bara að sýna frumkvæði og láta vaða, á maður svo sem ekki að
 
sækja eftir því sem maður vill. Stelpur láta alltaf taka eftir sér, þær eru vel til fara, sumar eru með
 
mikil læti og aðrar eru bara svo æðisgengið sætar að maður tekur eftir því. Stelpur geta svo sem
 
málað sig mikið og reynt að líta vel út, náttúrulega fallegar stelpur þurfa ekki að mála sig og mundi
 
ég hiklaust segja stelpu það ef mér þætti það. Við strákarnir getum alveg lifað án þess að fela okkur
 
á bak við meik og þess háttar, þó svo að við förum í ljós og fáum okkur kannski strípur, getum svo
 
sem látið okkur vaxa skegg, en ég veit svo sem ekki hvort að stelpur fíli það. Maður veit svo ekkert
 
yfir höfuð hvað stelpur fíla, er það fegurðin, húmorinn, stæltur líkami, væmni og rómantík?
 
Ég veit það ekki. Enda stelpur eins misjafnar og þær eru margar.
 
Mér finnst ég hafa marga góða kosti sem stelpur gætu haft gagn og gaman af, ég held að ég sé
 
fyndinn og skemmtilegur, en get verið góður hlustandi og alvörugefinn þegar það á við og ég er
 
ekki hræddur við að tjá tilfinningar mínar.
 
Maður veit ekki hvernig maður á að lýsa því þegar maður er ástfanginn eða skotinn í stelpu,
 
gæti verið að heimurinn snúist allur um þessa ákveðnu stúlku og munt gera allt til þess að hún
 
verði þín. En menn verða að passa sig á að láta ekki bara glepjast að umbúðunum heldur verður
 
einnig að skoða innihaldið, meðferðina á einstaklingnum og fyrri eigendur.
 
En ef þér líst ofsalega vel á einhverja stelpu og hefur mikinn áhuga á að kynnast henni, þá er það
 
gott mál. En þá er kannski eitt vandamál, hún verður að hafa áhuga á að kynnast þér eða gefa þér
 
sjens. Ef hún sýnir þér engan áhuga, þá þýðir ekkert að gefast upp, með verða bara að nota öll sín
 
tromp en án þess að verða of yfirdrifinn. Sýndu öll þín spil, sýndu öll þín spil, dragðu ekki dul á neitt
 
Það söng allaveganna Stebbi Hilmars forðum dag.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefur þú aldrei bloggað um frétt sigurvin

kolb1 (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:00

2 identicon

Ef þú hættir að vera alltaf svona mökkölvaður þá kannski....... ?

 býð þér í mat næst þegar þú kemur vestur esska

Birna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Ég er aldrei mökkölvaður, bara áberandi fullur.

Sigurvin Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Og nei Kolbeinn. Ég blogga ekki um fréttir því að ég hef ekki skoðanir á öllu eins og Biggi Ölgeirs!

Sigurvin Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband