05.02.2008

Verðugur er verkamaður launanna. Maður er búinn að vera hugsa mikið um lífið og tilveruna síðustu daga. Meðal annars hef égverið að spá í að losa mig við bílinn, fá mér kannski aukavinnu og sitthvað í þeim dúr til að auka mitt fjármagn. Eina sem ég vill er að eiga í mig og á og hafa svo einhvern peninga umfram til þess að gera eitthvað skemmtilegt.
 
Stærsta ákvörðunin er kannski sú að reyna að safna sér pening upp í íbúð. Það er rosalega erfitt þegar maður skuldar peninga og þarf að borga marga reikninga. Þá þarf maður að skera niður útgjöldin, sleppa djammi í nokkra mánuði og djamma t.d. bara þegar eitthvað spennandi er um að vera.
 
Reyna að eyða minna í skyndibita og reyna að elda sér eitthvað sjálfur. Svo að sjálfsögðu þarf maður að reyna að mennta sig til þess að fá hærri tekjur, maður lifir ekki á skuldum einum saman, því það tekur á mann jafnt sem líkamlega og andlega, maður er með endalausar áhyggjur af peningum, á meðan maður ætti kannski að hafa áhyggjur af einhverju öðru.
 
Maður er bara ekki nógu hugmyndaríkur og drífandi til þess að reyna að gera eitthvað úr þessum litlu peningum sem maður á. Maður hugsar mikið en lætur ekki hlutina gerast.
 
Ég hef svo margoft skrifað um þetta að fólk hlítur að fara að fá leið á þessu, en svona stendur líf mitt í dag og maður reynir að skrifa það sem maður hugsar hverju sinni og reynir að deila því með öðrum.
 
Núna er ég búinn að vinna í Enso í þrjá mánuði og líkar það rosalega vel, það er allt toppfólk að vinna þarna, ég er yfirleitt mjög heppinn með vinnufélaga. Þetta er ekki stórt fyrirtæki en veltan er engu að síður nokkuð góð og til að mynda fékk ég Playstation 3 í jólagjöf frá þeim, þrátt fyrir að vera bara búinn að vinna þarna í einn og hálfan mánuð, þannig að það má segja að þeir gera vel við sitt starfsfólk, enda er þetta eins og ein stór fjölskylda.
 
Enso selur tæki og rekstrarvörur fyrir skiltagerðir, ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað skiltagerðabransinn væri stór og svona mikið í hann hann lagt. Það eru allskyns hlutir notaðir í skiltagerðir sem ég hafði ekki hugmynd um og ég læri eitthvað nýtt um þennan bransa á hverjum degi. Það er ýmislegt sem heillar mig í þessu og það eru ótrúlegustu hlutir sem hægt er að gera.
 
Plotter, veit einhver hvað það er? Ekki vissi ég hvað það er. Tæki með litlum hnífum sem sker úr allskyns munstur og stafi, bæði í auglýsingar og fatamerkingar. Komst svo að því að prentarar eru ekki bara litlir prentara á skrifstofum, það er hægt að fá allskonar prentara, sá stærsti sem ég hef séð getur prentað fimm metra breitt prentefni, heilu fimmtíu metra langar seglrúllur sem eru yfir hundrað kíló.
 
Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra í bili og bið ykkur vel að lifa. Og skora á ykkur til að svara nýju könnuninni hérna til hliðar. 
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eðlilegasta færsla sem ég hef lesið eftir þig drengur..

Veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér núna..

Stebbi (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:23

2 identicon

Mér langar að vinna á Ensó, og mér langar í Play Station 3.. Mér finnst þú duglegur.. Lovjú

Hansel (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:22

3 identicon

Ég veit hvað plotter er, er að vinna með svoleiðis. Fæ ég prik fyrir það?

Emmi (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Prik í anus og svo þarftu að sleikja það!

Sigurvin Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 434

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband