Nostalgía og blómamissir

Á mínum unglingsárum kynntist ég mörgu góðu og skemmtilegu fólki, bæði á Laugum og svo líka í menntaskólanum á Ísafirði. Það vekur fyrir mér mikla furðu hvað ég og Dóri Skarp náðum vel saman á Laugum, þó svo að við höfðum bara alið manninn saman eina önn þar. Ég hafði náttúrulega verið í boltanum annað slagið en aldrei kynnst honum sem manni, sem einstakling. Það sem mér finnst merkilegt að við þurftum að flytjast norður til þess að kynnast, þrátt fyrir að efniviðurinn hafi verið fyrir vestan.

 

En á Laugum kynntist ég mörgu afbragsfólki, eins og Frosta, Ragga, Bróa, Viktoríu og Elíasi. En ég vill fá að taka einn mann fyrir sem ég kynntist þarna og það er enginn annar en Ásgrímur Guðnason.

Þessi mikli Vopnfirðingur og kyntröll er mikill gleðipinni og góður félagi, svo skemmir ekki fyrir að hann hefur útlitið með sér og er með munninn fyrir ofan rassinn. Ég eyddi einni dásamlegri önn með honum sem herbergisfélagi, en hugtakið herbergisfélagi hefur svo miklu víðara hugtak heldur en það sem orðið segir. Ég var honum svo miklu meira, vinur, frændi, bróðir, systir, mamma, pabbi, dansfélagi, kærasti, kærasta og umfram allt elskuhugi.

 

Á Ísafirði hinsvegar þá kynntist maður mörgu skemmtilegu fólki og það var það sem felldi mig í skóla, ásamt óstrjórnlegri löngun minni að spila championship manager og umgangast Þór Sveinsson. Það var hann sem dró úr mér allan kraft til þess að læra og hyggst ég láta lögfræðinga mína fara ofan í kjölinn á því máli og höfða lögsókn gegn Þór Sveinssyni, það var einu sinni þannig að love of my life gæti siðað mig til þess að læra.

En maður er manns gaman og lærdómur er góður í hófi, en þó undir meðallagi.

Þegar ég byrjaði í menntaskóla, þá byrjaði ég að spá í stelpum, það má segja að þá fékk ég hvolpavitið og seinna meir hundsvitið. Fyrstu vikuna mína í menntaskóla var ég rændur barnsæskunni. Ég sem hafði ímyndað mér að mín fyrsta kynlífsreynsla væri upp í rúmi, með kveikt á kertum og með Back for good á fóninum. En nei, þarna var barn í blóma lífsins rænt blómi sínu og það varð aldrei aftur sá sami einstaklingur og það var fyrir blómamissinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki frá því að maður sé nú bara nokkuð sár yfir því að komast ekki á þennan lista hjá þér... Kannski ekki metinn til afbragðsmanna en ég veit ekki...

Jæja allavegana bara að láta vita af mér úr hitanum í Florida..

Farðu vel með þig kútur..

Steini P

Steini Páls (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigurvin Guðmundsson

Já og Steini Páls, sorry. Það var ekki ég sem bað þig um að flýja land og sækja um pólitískt hæli á Flórída, I fucking love you man.

Sigurvin Guðmundsson, 9.2.2008 kl. 01:50

3 identicon

Ætli Ólafur, nýkjörinn borgarstjóri, myndi sækja um pólitískt geðveikrar-hæli í Flórída..?

P.s. Sivvin, do me a favor and do me.. Mæju me.. lol 

Hansel (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 432

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband