Færsluflokkur: Bloggar

Íslenska ánægjuvogin

Samkvæmt íslensku ánægjuvoginni eru íslendingar ekki eins og fólk er flest. Þeir þykja vera helst til of heimakærir. Útlendingar sækjast í að komast til Ísland til að upplifa " Dirty weekend " vegna þess að þeir hafa heyrt mikið um meint lauslæti íslenska kvennfólksins. Ég er svo sem ekki í neinni stöðu til þess að dæma um það hvort íslenskar konur séu lauslátar en eins og máltækið segir:
Bylur hæst í tómri tunnu og einnig mætti nota máltækið: Stelpur eru druslur sem sofa hjá mörgum strákum, hafið þetta ekki eftir mér en látið þetta berast.
 
Íslenska ánægjuvogin er nefnilega svo merkilegt fyrirbæri, hún getur reiknað út ánægju og óánægju íslendinga. Við eigum nefnilega allt flottasta dótið, reyndar allt keypt á lánum, þannig að maður er þræll bankanna það sem eftir er af þessu lífi.  
 
Vog 200
                       
     Þessi vog tengist þessari færslu á engan hátt, þó svo að vogin sé óneitanlega lík íslensku ánægjuvoginni.
 
 
Menn finna hamingjuna í peningum og veraldlegum gæðum, en ekki í ástinni og náungakærleiknum. 
Ég er samt á því að tölvur og annað tómstundagaman verði að vera til, ef maður væri alltaf mann gaman þá fengum við bara nóg af hvoru öðru, þess vegna verða hlutir að vera til sem geta fengið mann til þess að flýja raunveruleikann þegar það hentar.
 
Við lifum ekki lengur á þeim tíma þegar menn bjuggu á samyrkjubúum, menn hjálpuðust við að rækta grænmeti og ávexti, beljur og naut á beit, til þess að fá mjólk og kjöt, geitur og hænur, ambáttir og vinnumenn. Hvernig ætli menn hafi haft það á Landnámsöld. Var til íslensk ánægjuvog sem mældi ánægju íslendinga. Menn voru kannski bara ánægðir með sitt, þeir unnu sína vinnu, voru í einhverir tegund af íþróttum, fóru í stríð og drukku sitt brennivín.
Fólk var ekki á myspace að hözzla og spjalla við fólk sem það þekkti ekki neitt.
 
Þarna var bara allt eftir fyrirfram ákveðið. Jón giftist Guðrúnu frá Gili, Pétur giftist Lilju frá læk og svo framvegis. Kallinn sá um að skaffa heimilinu mat, drakk sitt brennivín og fékk sín mök þegar hann vildi.
Konan sá um börnin, þvottinn, elda matinn og svo framvegis.
 
Niðurstaðan er sú að við leitumst eftir einhverju sem er ekki til, við getum ekki reynt að lifa eftir bandarískum unglingavandamálaþáttum enda eru þeir eins óraunhæfir og hægt er.
Ég veit ekki hvað er normalt líferni, er það að vera lífhræddur, hreyfa sig, éta hollan mat, drekka ekki brennivín og nota ekki tóbak. Við deyjum öll á endanum, njótum þess að vera til, verum sátt með það sem við höfum meðan við viljum engu breyta og alls ekki fara eftir íslensku ánægjuvoginni.
 


Könnun

Ný skoðannakönnun. Hún er gerð til þess að fá úr þvi skorið hvort Bjarni kyssti Telmu eða hvíslaði einhverju að henni. Skoðið myndirnar og dæmið út frá þeim.

She´s Always A Woman To Me

Er búinn að hlusta mikið á þetta lag í dag, She's Always A Woman To Me með Billy Joel. Ég hendi myndbandi með þessu lagi af Youtube. Í myndbandinu er lýst stormasömu samskiptum Jack og Kate úr Lost. Njótið vel.

 

 

 

 


Rannsóknarvinna

Þegar manni leiðist mikið, þá er internetið góður vettvangur til þess að láta sér leiðast. Í vafri mínu á veraldarvefnum þá rakst ég einkar skemmtilega mynd. Þessa mynd rakst ég á blogginu hans Snævars og fannst hún mjög skemtileg. Ég gæli við það að hugmyndin á bak við myndina sé sá að Atli sé með  "Plummer" á myndinni. En eins og sagt er þá segja myndir meira en þúsund orð eins og gefur til kynna þegar maður rýnir í myndina.

 

                                                       Mynd nr.1 . Ekker óeðlilegt. Þarna býður Atli okkur upp á dýrindis plummer og Pétur Geir er þarna til þess að leggja áherslu á það. Smellið á myndina til að stækka!

 

Rannsókn

 

 

 

En svo fór ég að grennslast fyrir, í bakgrunninum má sjá Ævar og Orra og einnig mann í rauðri flíspeysu. En einning er Bjarni þarna ásamt einhverri stelpu, sem er kannski ekki einhver stelpa.

 

                                            Mynd nr.2. Mjög óeðlileg mynd. Þarna er meintur Bjarni að kyssa stelpuna. Þetta mun vera Telma mundi ég halda. það umrædda kvöld var Snævar, Ævar og Atli að reyna við hana. Engu að síður er hún að kyssa Bjarna á þessari mynd en það vill svo skemmtilega til að hún fór með Ævari heim þetta kvöld, hvort sem það gerðist eitthvað eða ekki. Smellið á myndina til að stækka! Svona er lífið fullt af skemmtilegum hlutum, hlutum sem glæða tilverunni lífi.

 

rannsókn 1

 


Kelerísmúsík

Þá er komið að máli málanna. Fólk er stundum að kela, oftast er það fólk gangnstæðu kyni en einnig er það þekkt að fólk af sama kyni keli. Núna ætla ég kafa djúpt í hjarta mér og grafa upp ástina og umhyggjuna þar. Ég ætla að gera lista yfir rómantíska kelerísmúsik og ég vona að þið ástfangna fólkið þarna úti getið haft gagn og gaman af. Þessi listi er byggður af mínum uppáhalds
rómantísku lögum í bland við önnur lög sem kalla má losta músík og daður.
 
Nr. 1: Það er lagið Bed Of Roses með Bon Jovi. þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum. Ef ég væri ásfanginn og væri að hlusta á það, þá væri ég bæði að lýsa söknuðar tilfinngu en einnig því þegar maður er að hugsa um stelpuna sem maður er hrifinn af en hún veit ekki að því, eða veit af því en vill ekkert með mann hafa. 
 
Nr. 2: Það er lagið Arms Of A Woman með Amos Lee. Þetta lag hefur fallegan blæ, hugljúf melódía sem segir allt sem segja þarf. Hver vill ekki vera í örmum einhverrar konu.
 
Nr. 3: Það er lagið I Only Wanna Be With You í flutningi Vonda Sherpard. Þetta lag getur lýst því þegar pör eiga í erfiðleikum, gera einhver mistök og vilja bæta fyrir það. Þá er ráðlagt að setja þetta lag á og láta lagið tala sína máli, því sumir vilja bara eina manneskju í lífi sínu.
 
Nr. 4: Það er lagið Can't Take My Eyes Off You með Damien Rice. Þetta lag lýsir því þegar þú sérð ekki sólina fyrir elskunni þinni og lífið er dásamlegt, alveg eins og þú vilt hafa það.
 
Nr. 5: Það er lagið Can't Cry hard Enough með Williams Brothers. Þetta er þekkt ástarsorgar lag. Þegar þú lendir í sambandslitum, vilt ekkert meira heldur enn að loka þig inn í herbergi og vera þar bara í þinni ástarsorg, því ástin er ekki alltaf skemmtileg.
 
Nr. 6: Það er lagið I Don't Wanna Talk About it með Rod Stewart. Þetta er svona ástarsorga lag líka, þegar sambandið er búið en fólk er að reyna að halda sambandinu gangandi. Gengur einnig þegar þú sérð eftir manneskjunni sem þú hættir með og hugsar um það hvað þú hefðir mátt gera betur.
 
Nr. 7: Það er lagið Crying In The Rain með Everly Brothers. Þetta lag ætti fólk að spila þegar það er að jafna sig eftir sambandslit og er á reboundinu og er meðvitað um það að það séu fleiri fiskar í sjónum.
 
Hér ætla ég að láta til staðar numið og vona að þið getið notið góðs af þessu. Einnig komst ég að því ástin er oft á tíðum dramatísk. En hey, það er bara ég! Allt fyrir ástina!!! 


Valentínus

Núna fer valentínusadagurinn að nálgast og hvaða stelpa ætlar að verða svo heppin að fara á deit með mér á valentínusardaginn.
 
Það má hafa samband við mig með öllum mögulegum ráðum.


HeartHeartHeartHeartSASSSAHeartHeartHeartHeart

Engin fyrirsögn

Hæ, Sigurvin hér. Ég er á myspace, addið mér. Er reyndar á facebook líka, addið mér, er reyndar x2 með msn líka, addið mér: sigvin60@hotmail.com, er reyndar með síma líka: 8675564, er reyndar með heimilisfang líka, sendið mér bréf: Súlutjörn 19, 260 Reykjanesbær, er reyndar með blogg, commentið þar: sweethotmonkeylove.blog.is.

Straight from the heart

Ég varð alveg ofsalega ánægður núna í nótt og varð einnig nokkuð undrandi. Ég veit svo sem ekki hvort að hægt sé að tengja þessa tvo hluti saman, enda ætla ég ekkert að reyna það.
 
Til að byrja með þá rifjaði ég upp eitt æðislegt lag í nótt, var niðrí í bæ með Dóra og þá blasti þetta við mér, það var ekkert annað en lagið Straight from the heart með Bryan Adams, ég fékk mína fyrstu, einu og öllu fullnægingu. Enda læt ég fyrsta erindið í laginu fylgja með.
 

I could start dreamin' but it never ends
As long as you're gone we may as well pretend
I've been dreamin'
Straight from the heart

 

Svo vorum við Dóri í leigubílaröðinni, þar var tvennt sem stóð upp úr, til að byrja með var þar ótrúlega leiðinleg stelpa fyrir aftan okkur í röðinni, öskrandi og með leiðinlega stæla, þetta er örugglega í fyrsta skipti sem mig hefur langað til að berja stelpu, eins og þetta var nú hugguleg stelpa. En svo byrjaði dramað, ég og Dóri nálgumst endann á röðinni, þá byrja geðveik læti. Þá er kona farin að öskra og æpa og okkur sagt að færa okkur, enda héldum við að hún væri að fara að drepast, en það var ekki merkilegra en það að hún, að ég held hafi annaðhvort fengið geðveika innilokunarkennd eða bara einfaldlega fengið nóg af hávaðanum í röðinni, ég kalla þetta drama og besta plott í heimi til þess að fá að fara franfyrir í röðinni 


Nostalgía og blómamissir

Á mínum unglingsárum kynntist ég mörgu góðu og skemmtilegu fólki, bæði á Laugum og svo líka í menntaskólanum á Ísafirði. Það vekur fyrir mér mikla furðu hvað ég og Dóri Skarp náðum vel saman á Laugum, þó svo að við höfðum bara alið manninn saman eina önn þar. Ég hafði náttúrulega verið í boltanum annað slagið en aldrei kynnst honum sem manni, sem einstakling. Það sem mér finnst merkilegt að við þurftum að flytjast norður til þess að kynnast, þrátt fyrir að efniviðurinn hafi verið fyrir vestan.

 

En á Laugum kynntist ég mörgu afbragsfólki, eins og Frosta, Ragga, Bróa, Viktoríu og Elíasi. En ég vill fá að taka einn mann fyrir sem ég kynntist þarna og það er enginn annar en Ásgrímur Guðnason.

Þessi mikli Vopnfirðingur og kyntröll er mikill gleðipinni og góður félagi, svo skemmir ekki fyrir að hann hefur útlitið með sér og er með munninn fyrir ofan rassinn. Ég eyddi einni dásamlegri önn með honum sem herbergisfélagi, en hugtakið herbergisfélagi hefur svo miklu víðara hugtak heldur en það sem orðið segir. Ég var honum svo miklu meira, vinur, frændi, bróðir, systir, mamma, pabbi, dansfélagi, kærasti, kærasta og umfram allt elskuhugi.

 

Á Ísafirði hinsvegar þá kynntist maður mörgu skemmtilegu fólki og það var það sem felldi mig í skóla, ásamt óstrjórnlegri löngun minni að spila championship manager og umgangast Þór Sveinsson. Það var hann sem dró úr mér allan kraft til þess að læra og hyggst ég láta lögfræðinga mína fara ofan í kjölinn á því máli og höfða lögsókn gegn Þór Sveinssyni, það var einu sinni þannig að love of my life gæti siðað mig til þess að læra.

En maður er manns gaman og lærdómur er góður í hófi, en þó undir meðallagi.

Þegar ég byrjaði í menntaskóla, þá byrjaði ég að spá í stelpum, það má segja að þá fékk ég hvolpavitið og seinna meir hundsvitið. Fyrstu vikuna mína í menntaskóla var ég rændur barnsæskunni. Ég sem hafði ímyndað mér að mín fyrsta kynlífsreynsla væri upp í rúmi, með kveikt á kertum og með Back for good á fóninum. En nei, þarna var barn í blóma lífsins rænt blómi sínu og það varð aldrei aftur sá sami einstaklingur og það var fyrir blómamissinn.

 


05.02.2008

Verðugur er verkamaður launanna. Maður er búinn að vera hugsa mikið um lífið og tilveruna síðustu daga. Meðal annars hef égverið að spá í að losa mig við bílinn, fá mér kannski aukavinnu og sitthvað í þeim dúr til að auka mitt fjármagn. Eina sem ég vill er að eiga í mig og á og hafa svo einhvern peninga umfram til þess að gera eitthvað skemmtilegt.
 
Stærsta ákvörðunin er kannski sú að reyna að safna sér pening upp í íbúð. Það er rosalega erfitt þegar maður skuldar peninga og þarf að borga marga reikninga. Þá þarf maður að skera niður útgjöldin, sleppa djammi í nokkra mánuði og djamma t.d. bara þegar eitthvað spennandi er um að vera.
 
Reyna að eyða minna í skyndibita og reyna að elda sér eitthvað sjálfur. Svo að sjálfsögðu þarf maður að reyna að mennta sig til þess að fá hærri tekjur, maður lifir ekki á skuldum einum saman, því það tekur á mann jafnt sem líkamlega og andlega, maður er með endalausar áhyggjur af peningum, á meðan maður ætti kannski að hafa áhyggjur af einhverju öðru.
 
Maður er bara ekki nógu hugmyndaríkur og drífandi til þess að reyna að gera eitthvað úr þessum litlu peningum sem maður á. Maður hugsar mikið en lætur ekki hlutina gerast.
 
Ég hef svo margoft skrifað um þetta að fólk hlítur að fara að fá leið á þessu, en svona stendur líf mitt í dag og maður reynir að skrifa það sem maður hugsar hverju sinni og reynir að deila því með öðrum.
 
Núna er ég búinn að vinna í Enso í þrjá mánuði og líkar það rosalega vel, það er allt toppfólk að vinna þarna, ég er yfirleitt mjög heppinn með vinnufélaga. Þetta er ekki stórt fyrirtæki en veltan er engu að síður nokkuð góð og til að mynda fékk ég Playstation 3 í jólagjöf frá þeim, þrátt fyrir að vera bara búinn að vinna þarna í einn og hálfan mánuð, þannig að það má segja að þeir gera vel við sitt starfsfólk, enda er þetta eins og ein stór fjölskylda.
 
Enso selur tæki og rekstrarvörur fyrir skiltagerðir, ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað skiltagerðabransinn væri stór og svona mikið í hann hann lagt. Það eru allskyns hlutir notaðir í skiltagerðir sem ég hafði ekki hugmynd um og ég læri eitthvað nýtt um þennan bransa á hverjum degi. Það er ýmislegt sem heillar mig í þessu og það eru ótrúlegustu hlutir sem hægt er að gera.
 
Plotter, veit einhver hvað það er? Ekki vissi ég hvað það er. Tæki með litlum hnífum sem sker úr allskyns munstur og stafi, bæði í auglýsingar og fatamerkingar. Komst svo að því að prentarar eru ekki bara litlir prentara á skrifstofum, það er hægt að fá allskonar prentara, sá stærsti sem ég hef séð getur prentað fimm metra breitt prentefni, heilu fimmtíu metra langar seglrúllur sem eru yfir hundrað kíló.
 
Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra í bili og bið ykkur vel að lifa. Og skora á ykkur til að svara nýju könnuninni hérna til hliðar. 
 
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurvin Guðmundsson

Höfundur

Sigurvin Guðmundsson
Sigurvin Guðmundsson
Höfundurinn er óþekktur í þessum stóra heimi. Hann lætur sig varða málefni líðandi stundar og honum er ekkert heilagt.

Vinsamlegast svaraðu þessari spurningu

Frá hvaða framleiðanda er fartölvan þín?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • Sigurvin At Erla
  • Gamle gamle
  • Gamle gamle
  • OJ
  • Vog 200

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband